Ársreikingur sókna 2022
Sóknum ber að senda undirritaðan ársreikning á pdf-skjali á þjónustuvef kirkjunar, naust.kirkjan.is aðgang að þjónustuvef hafa prestar, formaður, ritari og gjaldkeri sóknarnefnda.
Á þjónustuvefnum eru skráðar helstu lykiltölur úr ársreikingi sóknarinnar.
Hlaða þarf upp pdf eintaki af ársreikningnum á þjónustuvefinn á sama stað og skráning lykiltalna.
Fyrirspurnir um ársreikinga sendist á, arsreikningar[hjá]kirkjan.is
Skila ársreikningi:
- Farið á þjónustuvefinn
- Rafræn skilríki notuð til að skrá sig inn á vefinn
- Velja síðuna Þjónusta, velja þar Ársreikningar skil
- Smella á skila ársreikingi og hlaða þar inn ársreikningi á pdf formi.
Einnig tekur móttökuritari, Sigrún Harpa, á móti undirrituðum ársreikningum á netfangið arsreikningar[hjá]kirkjan.is
Leiðbeiningar um reikningsskil sókna
Ársreikningur kirkjugarða 2022
Ráðningarsamningur
Almennur ráðningarsamningur við starfsmenn
Mikilvægt er að leggja áherslu á þessa þætti við ráðningu starfsmanns
Trúnaðar- og þagnarskylda: Starfsfólk skal gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem það kann að verða áskynja um í starfi sínu og leynt skal fara, skv. eðli máls eða fyrirmælum. Gildir þagmælskan bæði utan sem innan vinnustaðar og heldur gildi sínu eftir starfslok.
Siðareglur: Um starfið gilda Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólk þjóðkirkjunnar, sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2009, sbr. breytingar á kirkjuþingum 2013 og 2018.
Siðareglur þjóðkirkjunnar
Reglur um persónuvernd, tölvunotkun og netnotkun. Starfsfólki ber að kynna sér, virða og fylgja reglum Þjóðkirkjunnar um persónuvernd, sem og net- og tölvupóstsnotkun sem í gildi eru hverju sinni.
Tenglar við stéttarfélög
Kjarasamningur Launanefndar þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs
Kjarasamningur Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍH við Organista
Sóknir landsins geta sótt um að verða skráðar á svokallað Almannaheillaskrá óháð skráningu á rekstrarformi. Slík skráning hefur í för með sér ýmiss konar skattalega hvata en nánari upplýsingar um skattafrádráttinn má finna hér.
Ber þar fyrst að nefna að gjafir til aðila á þessari Almannaheillaskrá veita gefanda skattafrádrátt auk þess verður góðgerðarstarfsemi undanþegin skattskyldu að nánari skilyrðum uppfylltum (basar, nytjamarkaðir o.fl.) Þessu til viðbótar virkjast endurgreiðsluheimild á greiddum virðisaukaskatti af vinnu við eignir sókna (bygging, viðhald, endurbætur). Til ársins 2025 nær heimildin til 100% endurgreiðslu en að þeim tíma loknum nær hún til 60% af greiddum virðisaukaskatti og er sú heimild ekki tímabundin. Til viðbótar við þessu eru stimpilgjöld felld niður og erfðafjárskattur felldur niður af gjöfum og framlögum til aðila á Almannaheillaskrá.
Sótt er um skráningu á Almannaheillaskrá með rafrænum hætti á heimasíðu skattsins.
Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa birt ítarlegar leiðbeiningar á heimasíðu sinni um það hvernig sótt er um skráningu
á Almannaheillaskrá sem gott er að skoða. Skoða leiðbeiningar.
Til þess að fyrirbyggja misskilning þá er ekki þörf á því að breyta skráningu á rekstrarformi sóknarinnar í “Almannaheillafélag (P8)”.
Með þessum breytingum fylgir sú skylda að tilkynna fyrirtækjaskrá um raunverulega eigendur. Með því er ekki átt við eigendur í skilningi eignarréttar heldur hverjir fari með stjórn sóknarinnar. Lagt er því til að sóknir tilkynni sóknarnefndina sem „raunverulega eigendur“ en sú skráning felur ekki í sér ábyrgð umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í sóknarnefnd.