Í vikunni kynnti Unicef, Barnahjálp sameinuðu þjóðanna nýútgefna skýrslu um ástand barna í heiminum. Þar segir að heimsbyggðin hafi brugðist börnum jarðar með því að tryggja þeim ekki nægan mat. Um þessar mundir búa 146 milljónir barna í heiminum undir fimm ára aldri við hungur, það er fjórða hvert barn í heiminum.