Trú.is

Lífsjátningar

Við flytjum trúarjátningar – þær hefjast á orðunum „Ég trúi“. Sálmur Hallgríms er í því samhengi ákveðin ,,lífsjátning“. Hann segir: „Ég lifi“. Og sálmurinn verður óður til æðruleysis, að býsnast ekki yfir því hlutskipti sem öllu lífi er búið. En að sama skapi er þetta einhvers konar tilvistarþrungið siguróp. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey.“ Og raunamaðurinn Job sem sjálfur horfði framan í grimmd heimsins fær sinn sess í þessum óð. Job flutti sína játningu með þessum orðum: „Ég veit minn lausnari lifir“ Hallgrímur rær á sömu mið þegar hann yrkir í miðjum sálmi: „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á“.
Predikun

Íkón Íslands

Meðan byggð helst í landi og heimi teiknar þessi helgidómur himinlínu Reykjavíkurborgar og turnspíran mun benda beint upp í himininn. Coronaveirur munu fara um heiminn, heimsbyggðin er við ýmis mörk sem verður að virða. En vonaróður lífsins verður tjáður og sunginn áfram í þessari kirkju meðan lífið lifir. Mæramenning Íslendinga er til lífs. Guð er nærri.
Predikun

Gullforði tungu og trúar

Sumum hefur betur en öðrum tekist að koma auga á þessar staðreyndir, eða öllu heldur eiga í ríkari mæli en aðrir þessa fullvissu trúarinnar. Jafnvel þótt þeirra tími væri krepputími, eins og þegar Hallgrímur Pétursson kom í þennan heim. Við minnumst hans sérstaklega í dag af þökk og gleði.
Predikun