Trú.is

Gjafari allra hluta.

Þriggja ára telpa fór með ömmu sinni í sauðburð í fyrsta sinn nú í vor og var svo lánsöm að sjá á bera. Eðlinu samkvæmt fór ærin að kara lambið og því fylgdi að hún tók hluta líknarbelgsins utan af lambinu þannig að stríkkaði á himnunni svo hún sást vel. Spurði þá telpan: „Amma, Er kindin að taka plastið utan af nýja lambinu sínu?" Já það er von að blessað barnið spyrji hvort lífið komi innpakkað í plast.
Predikun

Hver er hinn þriðji?

Hvaðan við erum, hver þjóðernislegur eða félagslegur uppruni okkar er, segir ekki mest um það hver við erum; ekki sem einstaklingar og jafnvel ekki sem þjóð; heldur það hvernig við tölum um og við hvert annað og hvernig við búum að þeim sem enga málsvara hafa.
Predikun

Guðsást, traust og tilbeiðsla á þjóðhátíðardegi

Guð sem skapar tímann, kallar okkur til að minnast þess og helga honum tíma og stundir,- ekki bara helgistundir í gróðureit hinnar frjálsu náttúru, eða í honum helguðu húsum, heldur fyrst og fremst við vöggu barns og rúm með bænarorðin sem fyrst bæra varir hins ómálga og sem síðust lifa á vörum öldungs í andláti hans.
Predikun

Þakklæti, ábyrgð, auðmýkt

Ég er þakklát Guði fyrir að fá að búa í frjálsu landi þar sem konur og karlar eru metin jafnt og hvert barn getur átt möguleika á að nýta hæfileika sína, óháð uppruna og kyni.
Predikun

Líf þitt er ekki aðeins þitt eigið heldur í tengslum og samhengi. Gegn sjálfhverfingu einstaklingsins talar hið víða sjónarhorn og stóra samhengi Guðs og eilífðarinnar.
Predikun

Sjálfstæðið, kosningarétturinn og trúin á Guð.

Á tímamótum sem þessum kalla fortíðin og framtíðin jafnt til okkar, sjálfstæðið, kosningarétturinn, trúin á Guð og vonin um að hér megi þrífast gott og fagurt samfélag eru okkar leiðarljós og vísa okkur vegin áfram.
Predikun

Saga úr Fjarskadal

Skyndilega hrukku systkinin upp við kunnuglega hundgá. Þetta var Kristvina, tíkin þeirra trygga, komin á móts við sína góðu félaga. Þau klöppuðu henni og kjössuðu þarna í grasinu milli leiðanna. En nú brá nýrra við.
Predikun

Tímamótaárið 2015, Biblíufélagið og kosningaréttur kvenna

Á þessu ári minnumst við tveggja atburða sem höfðu mikil áhrif á menningu og hugsunarhátt þjóðarinnar. Annars vegar stofununar Hins íslenska biblíufélags, sem heldur upp á 200 ára afmæli sitt á þessu ári og aldarafmælis kosningaréttar kvenna til Alþingis, sem reyndar var takmörkunum háður miðað við það sem nú er.
Predikun

Þjóðbúningar og annað erfðagóss

Gullna reglan geymir meiri og margslungnari boðskap en okkur kynni e.t.v. að gruna í fyrstu. Í henni býr áminning um að við eigum að sinna hlutverki okkar gagnvart öllum þeim sem eru í samfélagi með okkur hvar sem þeir kunna að vera og á hverjum þeim tíma sem þeir kunna að vera uppi á.
Predikun

Á þjóðhátíðardegi

Forsenda þess að viljinn sé til staðar er samkennd og samkenndin skapast ef þjóðin þekkir sögu sína og menningu og á sameiginleg minni og hefðir. Jafnframt hefur hún þörf fyrir að móta sér sýn á hvað skapar henni sérstöðu, hvað aðgreinir hana frá öðrum. 
Það er ekki síst hugmyndin um sameiginlegt minni sem skapar þjóðinni grundvöll.
Predikun

Friður og frelsi

Sínum augum lítur hver á silfrið. Orð Guðs er dýrmætara en allur heimsins auður. Það er líka auður fyrir okkur íslendinga að hafa búið við frið frá lýðveldissstofnun og frelsi til orðs og æðis. Frelsi fylgir ábyrgð gagnvart sjálfum sér, náunganum og samfélaginu. Varðveitum frelsið og friðinn.
Predikun

Að eiga sér draum

Hamingja felst í því að láta drauma sína rætast og maður er aldrei of gamall til þess að láta draumana rætast. Er ekki betra að deyja hamingjusamur með uppfyllta drauma heldur en að hafa aldrei reynt að uppfylla drauma sína þrátt fyrir mörg tækifæri?
Predikun