Trú.is

Konur á Filippseyjum

„Guð gaf Filippseyjum gnægð auðlinda, bæði mannauð og náttúru. Guð gefur ríkullega og annast um sköpun sína. Þannig er efnahagslegt réttlæti fyrir alla innbyggt í Guðs ríki ólíkt efnahagskerfum þar sem þeir sterkustu og valdamestu hrifsa til sín auðlindir Guðs, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Ríki Guðs, á hinn bóginn, er fyrir alla, jafnvel þá sem ekki viðurkenna það.“
Predikun

Aldrei fleiri ofsóknir

Hér í Seltjarnarneskirkju í dag tökum við undir bænir kirkjufólks um allan heim og biðjum fyrir trúsystkinum okkar í Egyptalandi sem hafa mátt þola dauða og ofsóknir vegna trúar sinnar um árabil. Þau eru í sívaxandi hópi kristins fólks sem verður fyrir ofbeldi á okkar dögum. Aldrei í skráðri sögu kristninnar hafa jafnmargir látið lífið fyrir trú sína á Jesú Krist og á 21. öldinni.
Predikun

Lífið er gjöf

Góðu fréttir kristinnar trúar eru að við þurfum ekki láta sorg og sút vera ráðandi afl í lífi okkar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Heimurinn á ekki síðasta orðið, „heift kúgarans“ (Jes 51.13) eru settar skorður því allt er í hendi Guðs, haf og jörð og himinn, Guðs sem skýlir þér í skugga handar sinnar (Jes 51.16). Ekkert meðal er máttugra gegn hræðslunni við dauðann, hvort sem er eigin dauða eða annarra, óttanum við það sem koma skal, ógninni sem okkur stendur af hinu óþekkta.
Predikun

Samstaða, samhugur, kærleikur

Slíkt ofbeldi kemur fram í kerfum af ýmsu tagi, ekki síst fasískum stjórnmálakerfum bæði á vinstri og hægri væng sem stundum smokra sér inn í trúmálakerfi ýmiskonar. Þau kerfi eru því miður heimslæg, virða engin landamæri, sprengja sér leið inn í hversdag saklausra borgara jafnt í hjarta Evrópu sem annars staðar í veröldinni.
Predikun

Ó, Guð vors lands - hvar?

Á árinu 2016 munum við ekki aðeins vinna, borða, elska, kjósa og elta fótbolta í Frans. Við munum búa við hernað, hermdarverk, flóttafólk og líka fólk með óþol gagnvart trú. Við munum sem einstalingar og hópar taka skref og jafnvel ákvarðanir um mörk trúar, hvar trúin má vera og hvernig hún eigi eða geti blandast samfélagsvefnum.
Predikun

Guð gefur ráð með tíma

Það hefur skýrast komið í ljós á tímum þegar syrt hefur að og ytri sjónir virtust ekki eygja neina útkomuleið. Þá sáu menn með augum trúarinnar að „Guð gefur ráð með tíma.“ Á tímum velgengni og farsældar er freistingin sú að gleyma hinum innri sjónum trúarinnar og þar með þakklætinu. Í staðinn kemur hrokinn og yfirlætið og virðingarleysið nær yfirtökunum í samskiptum fólks. Á góðæristímum er ekki síður þörf fyrir að beina augum trúarinnar að aðstæðum og biðja Guð að gefa anda auðmýktar, þolgæðis og þakklætis en eyða verkum hroka og yfirlætis.
Predikun

Stríð 0 - Friður 1

Það er skiljanlegt að mæta hinu óvænta með vantrú og ótta. Kannski eigum við líka erfitt með að þekkja Jesú þegar hann kemur til okkar, upprisinn. Hans eigin lærisveinar þekktu hann ekki, þegar hann slóst í för með þeim á leiðinni til Emmaus og ræddi við þá um það sem hafði gerst og átti að gerast.
Predikun

Fiðrildi og falsspámenn

Í sjónvarpinu var í vikunni fræðsluþáttur á vegum BBc. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough, sýndi okkur m.a. fiðrildi úr skógum Amazon. Þau voru af öllum regnbogans litum. Fegurð og fjölbreytni, sem kallar fram lofgjörð um sköpun Guðs, einkenndi þau. Eitt af því sem hann dró fram var að sum skrautlegustu fiðrildanna voru eitruð og því áttu þau síður á hættu að vera etin.
Predikun

Gangan

Það er eins og göngunni hafi aldrei lokið og við stöndum við veginn, leggjum greinar okkar á götuna og fögnum konungi lífsins. Kirkjan á ferð með fólkinu sínu ætti enn að ganga til að kalla á réttindi. mannréttindi, lausn. Þúsundir manna leita enn réttar sins og reyna að reisa sig undan drunga kúgunar og niðurbrots. Réttinda til að vera manneskjur, í ljósi elsku Guðs
Predikun

Er Guð að leika sér að veröldinni?

Við, menn, spyrjum um orsakir, en Jesús um ávöxt. Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka - Jesús opnar. Menn læsast - Jesús leysir.
Predikun

Hvað verður um mig?

Við þurfum stöðugt og sífellt að taka ákvarðanir um leiðir. Hvað skal gera, hvert skal halda. Þegar við leitum leiða hlustum við og skoðum. Reynum að skilja, skilgreina, vega og meta. Þá verður til sú nærgöngula spurning: Hver er afstaða mín til lífsins og hvað finnst mér rétt eða rangt? Hvað hugnast mér?
Predikun

Guð í tengslunum

Vald Kærleika Guðs hefur með öðrum orðum ekki áhuga á yfirráðum eða þvingunum heldur miðlar það græðandi krafti. Kærleikur Guðs leitar út fyrir sjáflan sig, til mannkynsins, til hagsmuna fyrir heildina. Guð verður uppspretta allra góðra og réttlátra tengsla.
Predikun