Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Matt 6.28-34
Bæn Blessa mér, ó, Guð þá jörð sem ég geng á. Blessa mér, ó, Guð þann veg sem ég feta. Blessa mér, ó, Guð það fólk sem ég mæti. Í dag, í kvöld og á morgun. Amen.
Inngangur Pílagrímar hafa lengi verið til og í næstum öllum menningarheimum og trúarbrögðum. Pílagríma er meðal annars að finna í Hindúasið, hjá Búddistum, Múslimum og hjá Kristnum.
Pílagrímar eru oft að leita hins heilaga í lífi sínu. Mörg þeirra sem leggja af stað í pílagrímagöngu vilja dýpka samband sitt við sig sjálf, annað fólk og við Guð. Sumir vilja kannski opna sig fyrir einhverju nýju, nýjum víddum lífsins og kannski kynnum af nýju fólki og vonast jafnvel eftir dýpra sambandi við Guð. Einn möguleiki til þessa er að ferðast til heilagra staða þar sem við höfum möguleika á að fá innblástur frá þeim sem hafa gengið þessa leið á undan okkur og frá Guði.
Upphaflega er orðið pílagrímur dregið að af orðinu ókunnur/ókunn. Pílagrímur er sá eða sú sem ferðast frá einum stað til annast, jafnvel frá einu landi til annars og er því oft ókunnugur. Pílagrímur ferðast á ókunnar slóðir og hittir ókunnugt fólk og þetta er hægt að yfirfæra á líf okkar hér á jörðinni þar sem við stoppum hér tímabundið en höldum síðan áfram ferð okkar nær Guði.
Sjö lykilorð pílagrímagöngunnar
Oft er talað um sjö lykilorð pílagrímagöngunnar og mun ég gera þau að umfjöllunarefni mínu hér.
1 Frelsi
Að halda af stað út í náttúruna án þess að þurfa að flýta þér, á þeim hraða sem fæturnir bera þig. Við höfum svo gott af því að þurfa ekki að flýta okkur, að þurfa ekki að vera mætt einhversstaðar eftir ákveðinn tíma, að geta verið úti í náttúrunni eins lengi og við viljum og þurfum. – Að halda af stað út í náttúruna án þess að þurfa að flýta þér, á þeim hraða sem fæturnir bera þig. Við höfum svo gott af því að þurfa ekki að flýta okkur, að þurfa ekki að vera mætt einhversstaðar eftir ákveðinn tíma, að geta verið úti í náttúrunni eins lengi og við viljum og þurfum.
2 Rólegheit
Tákn pílagrímsins. Þegar við göngum fara líkami og sál á sama hraða. Manneskjan er öll með og það gefur tíma til íhugunar. Oft er sagt að sálin nái ekki að fylgja líkamanum þegar við ferðumst með flugvél eða öðrum hraðskreiðum farartæknum. En þannig er það ekki þegar þú gengur á þeim hraða sem hentar þér.
3 Þögn
Oft skortur á þögn í samfélaginu okkar, sér í lagi í borgum þar sem aldrei er algjör þögn. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að geta dregið okkur undan og notið kyrrðar, ekki síst ef við njótum hennar úti í náttúrunni. Borgin okkar, Reykjavík er ekki það stór að það sé erfitt að komast út úr henni og í snertingu við náttúruna. Nú, tildæmis erum við hér í þessum fallega skógarlundi, náttúrperlu inni í Reykjavík. Hlustum....heyrið þið eitthvað?
Já, það eru ekki margir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem við losnum alveg við hljóð frá umferðinni. En við þurfum ekki að fara langt til þess að heyra þau ekki. 4 Áhyggjuleysi
Næst vonandi á göngunni. Við getum svifið nánast þyngdarlaust og fundið hvernig lífið er ekki borið uppi af „þér“ einni, heldur af náð Guðs. Eins og einhver sagði: „kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem eitt sinn var ómissandi“.
Áhyggjuleysið vísar til Guðspjallsins sem ég las hér áðan og sem var loka lesturinn í göngunni okkar frá Grafarvogskirkju. Það segir Jesús Kristur m.a.:
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“
Ekki vera svona áhyggjufull segir hann. Ekki hafa áhyggjur af því hverju þú eigir að klæðast eða hvað þú eigir að borða. Treystu mér!! Það sem Ég held að Kristur eigi við er að hann vill að við treystum honum fyrir meiru en við gerum. Ég veit ekki hvernig þú ert en ég vil hafa stjórn á hlutunum. Ég vil stjórna því mesta í kringum mig en ég er alltaf að æfa mig í því að treysta Guði. Að treysta Guði raunverulega, í alvörunni fyrir öllu mínu lífi. Kristur er ekki að hvetja til ábyrgðarleysis. Alls ekki! Hann vill að við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og lífi okkar EN hann vill að við treystum honum. Að við deilum áhyggjum okkar með honum. Hann vill bera þær með okkur. Hann vill taka þær frá okkur. Leifum honum það! Æfum okkur ekki aðeins í að treysta Guði fyrir lífi okkar heldur einnig fólkinu í kringum okkur. Samferðafólki okkar á pílagrímagöngu lífsins. Byrgðar okkar verða þá svo miklu léttari.
Bara það að segja frá því sem er að íþyngja okkur getur létt byrðina töluvert. 5 Að deila
Að ganga saman í einföldum klæðnaði, án þess sem einkennir félagslega eða fjárhagslega stöðu okkar, verður til þess að við sjáum hvert annað með öðrum augum. Við erum bara „einfalt“ göngufólk sem fær að deila gleði og sársauka með hvert öðru.
Við erum alltaf að merkja okkur. Við merkjum okkur með bílum, fötum, húsum og ýmsu því sem getur sagt til um stöðu okkar og áhrif í samfélaginu. Og þetta er ósköp eðlilegt. Við viljum jú flest sýna að við séum eitthvað, að við skiptum máli...kannski að við séum ómissandi. Kannski breytist þetta eitthvað nú þegar við höfum ekki öll efni á því nýjasta og dýrasta. Kannski hættir þetta líka að vera fínt. Ég vona það innilega. Við komum nakin inn í þennan heim og það er nokkuð sama hvernig við förum klædd úr honum. Pílagrímar deila kjörum sínum með hver öðrum, gleði og sorgum, veraldlegum gæðum og skorti. Einfaldleiki
Þegar þú pakkar fyrir bakpokaferð reynir þú að öllum líkindum að hafa farangurinn lítinn og léttan.
Við þurfum í raun ekki svo mikinn farangur og við uppgötvum það þegar við þurfum sjálf að bera byrgðar okkar á bakinu.
Það mesta og besta í lífinu kostar ekkert. Því er einfaldleikinn tákn pílagrímsins. Jesús ferðaðist ekki með margar ferðatöskur eða koffort og við þurfum þau ekki heldur á okkar ferðalagi. Mikill farangur gerir bara ferðina erfiðari og flóknari. Og hvað ætlum við að gera við allt dótið sem við höfum safnað að okkur þegar ferðinni lýkur? Ætlum við að bæta á farangur afkomenda okkar? Andlegheit
Að ganga sem pílagrími er að ganga í/með Guði úti í náttúrunni/sköpuninni sem er stærst og fallegust allra kirkna. Tvær hliðar göngunnar mætast; hið ytra og og hið innra. Við deilum Biblíulestrum, sálmum, íhugunum eða ljóðum. Við fáum tækifæri til þess að uppgötva dýpt innra með okkur sem fær okkur til að svima: „Ég er sköpuð, elskuð og borin af Guði“.
Lokaorð
Pílagrímaganga okkar allra stendur frá fæðingu til dauða. Á leiðinni mætum við öll erfiðleikum og gleðiefnum, við mætum fólki sem gerir það að verkum að við kynnumst nýjum leiðum á lífsgöngunni. Við fetum oft nýjar leiðir í von um góða áfangastaði . Hluta ferðarinnar förum við ein og hluta ferðumst við með öðrum. Best líður okkur þegar okkur tekst að ferðast með líkama okkar og sál, nokkurn veginn á sama hraða og í takt. Að þessu leyti erum við öll pílagrímar. Amen.
Pílagrímaganga okkar allra stendur frá fæðingu til dauða. Á leiðinni mætum við öll erfiðleikum og gleðiefnum, við mætum fólki sem gerir það að verkum að við kynnumst nýjum leiðum á lífsgöngunni. Við fetum oft nýjar leiðir í von um góða áfangastaði . Hluta ferðarinnar förum við ein og hluta ferðumst við með öðrum. Best líður okkur þegar okkur tekst að ferðast með líkama okkar og sál, nokkurn veginn á sama hraða og í takt.Að þessu leyti erum við öll pílagrímar.
Amen.