4. Mósebók 21:4-9
Hebreabréfið 9:11-15
Jóhannesarguðspjall 8:46-59
Biðjum:
Kenn
mér Jesús, þér að þakka,
þína
trú og bænagjörð.
Yfir
mér og í mér vaki,
elskan
þín á himni og jörð. Amen.
Náð
sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Tímabilin
– árstíðirnar – kirkjuárið
Við
finnum það hve tímabil ævinnar bera sín sérkenni. Barnæskan, fullorðinsárin,
eftirlaunaaldurinn, og þannig mætti áfram telja.
Hvert
aldurskeið hefur sinn sjarma og einkenni, jafnvel verkefni og áskoranir.
Eins
er það með árstíðirnar. Við finnum það nú hve gott það er að vetur konungur
virðist vera að sleppa okkur úr greipum sínum og vorið virðist handan hornsins.
Hvort
tveggja hefur áhrif á líf okkar, gefur rythma og takt sem er manninum mikilvægur.
Kirkjuárið
veitir okkur einnig slíkan ramma, sem tónar við æviskeiðin og lífsreynslu okkar
mannanna. Kirkjuárið veitir mynstur og form sem glæða lífið merkingu og tilgangi.
Innan kirkjuársins fögnum við m.a. fæðingu, nýju mannlegu lífi, við finnum
fyrir þakklæti og hátíðleika, undur og stórmerki eiga sér stað. Jólin og
aðdragandi þeirra laða gjarnan fram það besta í okkur. Önnur stórhátíð
kristninnar eru síðan páskarnir sem framundan eru. Páskarnir ögra hinum augljósu
staðreyndum lífsins um endalok og dauða, með boðskap um upprisu og eilíft líf. Sá
boðskapur er gamall en síungur og sannur, og birtist hvað skýrast í nútímanum í
lífsreynslu þeirra sem öðlast hafa annað tækifæri í lífinu, sem hafa náð að snúa
við blaðinu, til dæmis komist út úr neyslu hvers konar, þar sem fólk hefur lýst
því sem kraftaverki, hvernig birtustigið hefur aukist í lífinu, kraftaverk
upprisunnar í lífi okkar hér og nú.
Tíminn
núna í aðdraganda páskanna er kallaður föstutími.
Fasta,
hvaða merkingu hefur hún fyrir okkur í nútímanum?
Fastan
er tími andlegrar iðkunar. Fastan hefur í menningu okkar verið tími Passíusálma
Hallgríms Péturssonar, sem gjarnan eru lesnir í Ríkisútvarpinu á föstunni,
dagana fyrir páska. Passíusálmarnir fjalla um píslagöngu Jesú Krists, þ.e.a.s.
aðdraganda þess að hann er krossfestur og síðan um atburði þeirrar aftöku. Á
Rás eitt, Ríkisútvarpsins er gjarnan einn sálmur lesinn á dag og þannig safnið
allt í heild sinni lesið, og hefst lesturinn 50 dögum fyrir páska. Einnig eru
þeir gjarnan lesnir í kirkjum landsins, og þá oft á Föstudaginn langa.
Passíusálmarnir
Hallgrímur
Pétursson var prestur og eitt mesta sálmaskáld okkar Íslendinga. Ævi hans var
að mörgu leyti óvenjuleg en þekktastur er hann í dag fyrir Passíusálmana
sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666.
Eins og margur Íslendingur fyrri kynslóða og kannski allra kynslóða gekk séra Hallgrímur
í gegnum mikil áföll, eins og barnsmissi, sem sálmar hans bera merki, til dæmis
frægasti sálmur hans, Um dauðans óvissa tíma, sem er stundum nefndur
eftir fyrstu línunni, Allt eins og blómstrið eina eða einfaldlega Sálmurinn
um blómið, þar sem síðasta og þrettánda versið hljómar svo:
Ég
lifi' í Jesú nafni,
í
Jesú nafni' eg dey,
þó
heilsa' og líf mér hafni,
hræðist
ég dauðann ei.
Dauði,
ég óttast eigi
afl
þitt né valdið gilt,
í
Kristí krafti' eg segi:
Kom
þú sæll, þá þú vilt.
Í
Passíusálmunum eru margar perlur sem orðnar eru hluti af íslenskum trúararfi og
við leitum í við andlega mannrækt og kirkjulega þjónustu:
Vertu
Guð faðir faðir minn,
í
frelsarans Jesú nafni,
hönd
þín leiði mig út og inn
svo
allri synd ég hafni
Son
guðs ertu með sanni,
sonur
guðs, Jesú minn,
son
guðs syndugum manni
sonararf
skenktir þinn,
son
guðs einn eingetinn.
Syni
guðs syngi glaður,
sérhver
lifandi maður,
heiður
í hvert eitt sinn.
Hér
þegar verður hold,
hulið
í jarðarmold,
sálin
hryggðarlaust hvílir,
henni
Guðs miskunn skýlir.
Ókvíðinn
er ég nú,
af
því ég hef þá trú,
miskunn
Guðs sálu mína
mun
taka' í vöktun sína.
Upp
upp mín sál og allt mitt geð,
upp
mitt hjarta og rómur með,
hugur
og tunga hjálpi til,
herrans
pínu eg minnast vil.
En
tónlist og sálmar þessarar helgu stundar hér í Bústaðakirkju í dag lyfta
einmitt fram þessum perlum í aðdraganda páska. Ave María eftir Lorenc, sem
sungin var hér af Grétu Hergils, er síðan úr bíómyndinni Passion of Christ.
Ég
er
Í
guðspjalli dagsins er þjarmað að Jesú, þar sem viðmælendur hans efast um
heilindi hans, efast um forsendur góðmennsku hans og kraftaverka. Hann svarar
þeim að lokum á þann veg að hann sé frá upphafi. Hann vísar til Abrahams og
segir: Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.
Þessi
texti vísar til þess að Kristur hafi verið frá upphafi, þ.e.a.s. að Guð, faðir,
sonur og heilagur andi, séu frá upphafi tímanna. Frumkraftur tilverunnar,
hreyfingin að baki lífinu, sá lífsandi sem í öllu býr. Þetta er einn af rauðu
þráðum Biblíunnar, að Guð sé hugsunin og merkingin að baki lífinu, að Guð sé
kærleikurinn sem mætir okkur í vorleysingunum, er lífið sprettur upp úr
moldinni, að Guð sé traust og skjöldum þeim sem leita til hans.
Jesús
er holdgervingur Guðs í heiminum, í frásögum Biblíunnar, en einnig í
sakramentum kirkjunnar, þar sem Guð á sérstakan máta vill mæta þér með kærleika
sínum. Kristur er birtingarmyndin sem opinberar Guð. Í hans nafni biðjum við í
kirkjunni, komum saman og störfum, til þjónustu við lífið, Guð og náunga okkar.
Andleg
iðkun
Iðkar
þú kæri kirkjugestur og áheyrandi einhverja andlega ræktun nú á föstunni?
Í
nútímanum er talað um núvitund, þ.e. að vera meðvitaður um lífið sitt hér og
nú, að fullu til staðar. Föstutíminn fjallar einnig um þetta.
Ég
hef prófað að taka föstuna bókstaflega að því leiti að ég gert tilraunir með að
fasta í sólarhring í einu. Þ.e.a.s. borða ekki neina fasta fæðu í sólarhring
frá fimmtudagskvöldi til föstudagskvölds, sex vikur föstunnar. Það er eitthvað
andlegt sem gerist innra með manni þegar maður framkvæmir eitthvað í þessum
dúr, á hinu mjög svo líkamlega og líffræðilega sviði, varðandi mat og máltíðir,
það hefur áhrif á mann hið innra, hefur einhvers konar andleg, jákvæð áhrif. Allt
verður slíkt auðvitað að taka mið af heilsunni, sumir eiga erfiðara með að
hræra þannig í matmálstímunum og geta þá valið sér einhverja aðra leið sem lið
í sinni andlegu heilsurækt.
En
allt miðar það að því að auka birtustigið í lífinu. Auka birtustigið hið innra,
en einnig í samskiptum okkar hvert við annað og heiminn og Guð.
Kirkjan
er vettvangur þar sem andleg heilsurækt fer fram, þar sem mögulegt er að auka
birtustigið í lífinu.
Kirkjan
vettvangurinn
Núvitundarstundir eru
iðkaðar í kirkjum landsins. Til dæmis í Grensáskirkju er slíkur vettvangur í
boði í hverri viku og opin öllum og aðgangur ókeypis. Kyrrðarstundir ýmisskonar
eru jafnframt í hádegi á virkum dögum, svo sem í hádeginu á
þriðjudögum í Grensáskirkju. Þar er gjarnan iðkuð kyrrðarbæn eða Biblíuleg
íhugun. Fyrir þá sem ekki komast í kirkjuna er streymt frá þessum stundum á
Facebook síðu Grensáskirkju, og allir velkomnir til þátttöku.
Kyrrðarbæn er bænaaðferð sem fer fram í þögn. Í henni opnast hugur og hjarta,
öll vera okkar, fyrir Guði handan hugsana, orða og tilfinninga. Fyrir tilstilli
náðar Guðs opnum við vitund okkar fyrir honum sem við vitum, fyrir trú, að er
hið innra með okkur, nær okkur en andardráttur okkar, nær en hugsun okkar, nær
en sjálf vitund okkar.
Biblíuleg íhugun er ævagömul aðferð við að biðja yfir textum ritningarinnar. Í
Biblíulegri íhugun er hlustað á ritningarversin með hjartanu líkt og við ættum
í samtali við Guð þar sem hann legði til umræðuefnið. Með þessari bænaaðferð
leyfum við orðinu að móta okkur og verða hluti af okkur sjálfum.
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi eru síðan hreyfing fólks sem iðkar og stundar
þessa andlegu iðju, sjálfum sér og samfélaginu til gæfu.
Kristin íhugun er regnhlífarhugtak yfir fornar og nýjar íhugunar- og
bænaaðferðir innan kristinnar hefðar. Íhugun var ríkur þáttur í andlegri iðkun
og uppbyggingu kristinna manna frá upphafi. Frá því á 17. öld tapaðist hún að
nokkru leyti úr vitund fólks en á 20. öldinni var farið að vinna að því að
endurheimta þennan dýrmæta arf.
Það er eftir miklu að keppa að leggja sig fram í þessari íþrótt, því að sumu
leyti er það eins og íþrótt. Maðurinn eflist að andlegum gæðum með andlegri
iðkun og bæn. Líkt og með líkamsrækt dagsins, þá virkjast andlegir vöðvar
og kraftar við andlega iðju. Slík iðkun og bæn veitir ávexti út í lífið, sem
ekki fást í ávaxtadeild matvörubúðanna.
Við skulum sameinast í
því að auka birtustigið í lífinu með andlegri iðkun. Í þeirri iðju veitir Guð
næringuna og ávextirnir eru umbunin til þín og samfélagsins.
Tökum öll þátt í því að
auka birtustigið í lífi hvers annars. Föstutíminn nú gefur okkur sérstakt
tilefni til þess.
Dýrð sé Guði, föður og
syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.
Takið postullegri kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé og veri með yður öllum. Amen.
Útvarpsguðsþjónusta á Rás eitt frá Bústaðakirkju 3. apríl 2022. Upptaka fimmtudaginn 31. mars kl. 17:30