Stundum er bænin eina leiðin
Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Þorvaldur Víðisson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Dauðahald
Með öðrum orðum: „Sá sem elskar líf sitt mun glata því“ segir Jesús – er hann ekki að vísa í dauða-haldið sem okkur reynist stundum svo erfitt að sleppa?
Skúli Sigurður Ólafsson
11.2.2024
11.2.2024
Predikun
Hvíld og fasta
Hann leit á mig og spurði: „Hva, ertu ekki presturinn okkar hérna?“ „Jú, jú, ég er það.“ svaraði ég. „Nú, fastar þú ekki núna fyrir jólin?“
Þorvaldur Víðisson
28.8.2023
28.8.2023
Predikun
Listin að fara sér hægar
Það eru einmitt þessi öfugsnúnu skilaboð sem ekki bara fastan færir okkur heldur kristindómurinn sem slíkur. Hún er öfugsnúin í merkingu hins veraldlega þar sem allt gengur út á hraða og yfirburði – en heilbrigðari og nátengdari mennskunni heldur en asinn og hávaðinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.2.2023
19.2.2023
Predikun
Hvernig gat þetta gerst árið 2022
Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
29.4.2022
29.4.2022
Predikun
Andleg mannrækt
Í Passíusálmunum eru margar perlur sem orðnar eru hluti af íslenskum trúararfi og við leitum í við andlega mannrækt og kirkjulega þjónustu
Þorvaldur Víðisson
3.4.2022
3.4.2022
Predikun
Homo hybris
Skv. kenningu fornerfðafræðingsins Johannesar Krause í nýrri bók hans, Hybris, eða Hroki, áttu sér stað genastökkbreytingar sem skildu homo sapiens frá Neandertalsmönnum og gerðu honum kleift að sigrast á öllum hindrunum og leggja undir sig plánetuna, bæði ólífræna og lífræna hluta hennar, þar til ekkert var lengur eftir til þess að nýta og hann var ekki aðeins homo sapiens heldur homo hybris, hinn hrokafulli maður.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
20.3.2022
20.3.2022
Predikun
Upphaf föstu
Flestir siðir og hefðir eiga sér langa sögu. Í föstuinngangi íhugum við gjarnan sögu bolludags, sprengidags og öskudags.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
2.3.2022
2.3.2022
Pistill
Upp til Jerúsalem!
Jesús hrækti ekki á nokkurn mann enda vitum við að hann var góður við alla og líklega hefur hann heldur ekki spilað fótbolta. En það gerðist einu sinni að hann hrækti á jörðina og hrærði hrákanum saman við mold og bar svo leðjuna í augun á blindum manni. Sá læknaðist og fékk aftur fulla sjón. Það getur sem sé verið lækningamáttur í hrákanum. Stundum hrækjum við að öðru fólki. Kannski ekki bókstaflega heldur fremur þegar við sýnum öðrum lítilsvirðingu. Þegar við baktölum einhverja og skyrpum út úr okkur vondum orðum sem illar hugsanir okkar hafa sett saman. Þá erum við ekki ólík þeim sem hræktu á Jesú! Við erum alla vega ekki eins og mæðurnar í Afríku sem vilja blessa börn sín með hráka á enni. Það er í góðum tilgangi. Vatn þvær burtu óhreinindi, hráki móður á enni barnsins getur að mati þeirra bægt illu frá.
Arnaldur Arnold Bárðarson
27.2.2022
27.2.2022
Predikun
"Hvað er sannleikur?"
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ segir Jesús; í þessari þríþættu mynd má líta á veginn sem „leiðina, sem ber að ganga,“ sannleikann sem fordæmi Jesú um það „í hvaða anda maður skuli ganga“ og lífið sem takmarkið sem stefnt er að. Jesús gefur þannig ekki nákvæmar leiðbeiningar um það hvað við eigum að gera eða megum ekki gera en hann sýnir okkur með orðum sínum og sínu eigin fordæmi hvaða markmiði líf okkar skuli þjóna.
Jesús lætur spurningu Pílatusar ósvarað en þannig knýr hann okkur í raun hvert og eitt til þess að svara henni fyrir okkar leyti, andspænis aðstæðum eigin lífs.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
21.3.2021
21.3.2021
Predikun
Við og þau
Raunin er líka sú að kristin trú hefur breytt heiminum. En hún gerir það ekki með því að telja okkur trú um það að við séum alltaf óvart búin að velja rétta hlutskiptið, að okkar hópur sé betri öðrum hópum. „Við“ við séum betri en „þau“.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.2.2021
23.2.2021
Predikun
Í baráttunni
„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Magnús Björn Björnsson
21.2.2021
21.2.2021
Predikun
Færslur samtals: 23