Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum. Matteus 5.13-16
Samkvæmt dagatalinu gekk vetur í garð fyrir viku eða svo. Það breytti engu í raun því veturinn hafði stimplað sinn inn á sína vakt nokkru áður hvað sem væntingar dagatala þessa heims hafa um það að segja. Ljúfur söngur sumarsins þagnaður pakkað saman sínu og farin á brott. Hugur okkar fyrir margt löngu komin í hlýja umvefjandi úlpu með loðkraga sem verndar fyrir utanaðkomandi köldum andvara. Það sem var er oftar en ekki í minningunni betra og léttklæddara en það sem er í dag. Við þurfum ekki fara langt aftur í tímann til að mæta tilfinningu hlýrrar sunnan golu sem gældi við vanga saklausra bjartra endalausa daga. Það er hluti af mennsku okkar að líta um öxl á liðin tíma. Þann tíma sem gerði okkur að því sem við erum í dag. Nútíð er ekki án fortíðar eða fortíðin án nútíðar. Hið liðna hefur oftar en ekki fengið á sig mildan blæ í huga þrátt fyrir að þær stundir hafa mætt okkur sem hafa ekki gefið tilefni til þess. Það er ekki margt í dag sem minnir okkur á að það er einungis mannsaldur eða svo að við vorum með fátækustu þjóðum Evrópu í veraldlegum skilningi. Húsakostur allmennt lélegur, þrengsli og að ekki sé talað um almennt heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Þetta er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni en er ævarandi hluti af sjálfsmynd okkar sem við verðum að kannast við. Ég er svo lánsamur að hafa heyrt af þessu ekki fundið lyktina af því eða það snert mig á annan hátt. En ég hef heyrt að fólk almennt hafi verið hamingjusamt með það litla sem það hafði og allt fram yfir það var guðs gjöf og þakkarvert. Það er nú einu sinni þannig að ekki er hægt að sakna eða syrgja það sem hefur ekki verið fyrir hendi.
Í dag er dagur syrgjenda - Allra heilagra messa. Dagurinn í dag allra heilagra messa er góður dagur til að þakka fyrir það sem við höfum í nútíð og þátíð og horfa til framtíðar björtum opnum huga. Allra heilagra messa er þakkar og minningardagur kirkjunnar þegar sérstaklega er minnst þeirra manneskja sem gengin erum á undan okkur og hafa haft áhrif á líf okkar. Í dag minnumst við þeirra í þakklæti hugans því það er tilefni til fyrir allt það sem burt kallaðir einstaklingar voru okkur og við þeim í lifanda lífi.
Öll eigum við minningarbrot um burtkallaðan einstakling sem stóð okkur nærri eða leið krossaðist í styttri eða lengri tíma og snerti okkur á einn eða annan hátt og við tökum okkur til og röðum saman minningu lífsins. Áföll og sorg eru hluti af lífinu. Flest okkar þufum að glíma við sorgina þegar einhver okkur nákomin veikist eða deyr. Eftir standa minningar eins og opin sár sem að endingu nær saman og skilur eftir sig ör sem minnir á það sem var-eilíflega. Það má líta á sorgina sem eina hlið á kærleikanum. Sorgin felst í því að einhver sem var okkur kær er horfin af mannlífssviðinu og við getum ekki lengur auðsýnt honum/henni væntumþykju – kærleika. Við getum ekki talað við viðkomandi eða faðmað, glaðst með honum eða henni, grátið og gantast. Ekkert kemur í staðin fyrir þá mannesku sem er dáin-ekki einu sinni minningarnar enda þótt góðar séu og veiti vissa huggun. Minningar eru settar í salt hugans þar sem þær varðveitast, eru teknar fram við ýmis tækifæri oftar en ekki sjálfum okkur og öðrum til gleði og eða sársauka. Kannski ert það litla, hið smáa og einfalda frammi risavöxnum fjölbreytileika nútímans sem vekur með okkur þrána eftir því sem var og er ekki í dag-einfaldleikann? Það bjarta og fagra í fortíð öðlast meira rými með tímanum fær á sig bláma fjarlægðar það er þarna og gott að vita af því og það sem meira er að ylja sér við.
Við vitum að það er nú einu sinni þannig að hið liðna er ekki allt en þó ævarandi hluti af sjálfi okkar. Eitthvað sem við kærum okkur um eða ekki að varðveita. Við skulum ekki gleyma að við erum gjörn á að horfa á það liðna kryddlegnum huga. Ilmar vel öfugt við það sem að vitum ber í samtímanum. Því samtíminn hefur enn ekki fengið sess fjarlægðar og þess vegna ekki það krydd sem hæfir að geymast í til fortíðar. Víst er að í samtíma okkar höfum við komið okkur í þá stöðu að tala um siðrof einstaklingsins og samfélagsins í heild. Afleiðing þessa að eitthvað vantaði. Þetta eitthvað getur verið hvað sem er, en örugglega ekki það sem við vildum að það væri - öðrum að kenna. Það sem var heilagt og hreint í huga. Það sem gerir okkur að manneskjum meðal manneskja fékk á sig aðra breytta mynd sem leit vel út til að byrja með en fór síðan að skekkjast verulega á köldu fleti raunveruleika nútímans. Köldu vegna þess að við fórum fram úr okkur unnum okkur ekki hvíldar í þeirri viðleytni okkar að vera, en ekki í nútímanum, heldur því sem gæti verið til framtíðar. Það er eitt að vera annað í verið. Breytni okkar í dag hefur áhrif til morgundagsins.
Krydd samtímans að viðbættum ávöxtum andans hugmyndum hvernig betur mætti fara fengið að láni frá gegnum kynslóðum sem á einhvern hátt fékk ekki breytt þeirri staðreynd að það lán var ekki fengið heldur tekið og skilur eftir sig annað en það sem var ætlað að bæta tilveruna alla auðga og efla. Samtíminn hlýtur eða ætti að hafa það eitt að leiðarljósi að það sem á eftir kemur njóti góðs af til framtíðar en ekki aðeins til eins eftirmiðdags yfir rjúkandi heitu grilli og leikurinn endurtekin næsta dag. Það sem átti að bæta og varðveita snerist upp í andhverfu sína var fótum troðið. Kryddlegin tilveran sem var ekki fyrir svo löngu full af æsilegu framandlegu meðlæti er bragðlaus í dag eða í besta falli viðbrunnið ekki lystaukandi og eftir stendur ilmur þess sem hefði getað orðið en varð ekki að veruleika svo margra ef ekki allra.
Það verður ekki á móti mælt hvort heldur við viljum horfast í augu við það eða ekki að skær birta heiðarlega samskipta fólks á millum viðskipta og almenns hugarfars var hulin klæði sérsniðina lausna fárra. Með öðrum orðum skrefið var tekið frá hinu einfalda til hins flókna sem aftur leiddi til þess að rötunin heim varð að endingu að heiman. Það má segja að samtíminn sé tilneyddur fluttur að heiman sem hefur fullan hug á því að koma aftur heim til þess einfalda.
Það er okkar að opna dyrnar bjóða hann velkomin, opna huga okkar í auðmýkt og lítillæti. Málið er hvernig getum við lifað í sátt við samtímann eða samtíminn taki okkur í sátt? Þegar horft er til þess að við fórum fram úr sjálfi okkar til framtiðar í hroka eigin máttar. Máttur alls fékk ekki haldið. Í forkastanlegri ungæðislegri sjálfsupphafningu og blindu á það sem núlifandi eldri kynslóð og gengnar kynslóðir höfðu byggt upp var rifin niður í ræmur, þar til að ekkert var eftir til að rífa.
Selta hugarfarsins
“Eigum við að ræða það eitthvað?” er kunnulegur frasi. Hjá því verður ekki komist. Við þurfum að eiga samtal við samtíma okkar. Hlusta á það sem hann hefur að segja okkur - samtíminn. Kann að vera að við hvorki hlustum eða komum auga á vegna þess að við gefum okkur ekki tíma til þess. Við höfum gjammað út í eitt en nú er komin tími á að setjast niður - þaga og hlusta. Til þess að svo verði verðum við að hægja á okkur hlusta á okkar eigin æða og hjartslátt og ekki má gleyma umhverfinu, náttúrunni hvað hún hefur að segja við okkur því hún hefur engan annan málsvara en okkur sjálf. Hlusta á gegnar kynslóðir sem þó komu okkur hingað sem við erum af dugnaði og festu svo margra. Þjóðin þrengir að ungir sem aldnir þyrstir í svar. Allir leita og leita, vona og vona að dagurinn í dag eða morgundagurinn gæti borið í sér svar sem sefar angistarhuga svo margra. Við vitum það eitt að dagurinn í dag mun að kveldi hníga og rísa að morgni og bera í sér allt það sem við erum að fást við í gleði og sorg. Ábyrgðin er ekki dagsins heldur okkar sjálfra. Hugmyndir okkar um annað eru dæmdar til að misskiljast og að lokum vera fótum troðin. Eða eins og Jesú segir í guðspjallinu sem lesið var frá altarinu “Þér eruð salt jarðar.” Einhver stekkur eflaust upp á nef sér í ergelsi og pirringi þegar hann/hún heyrir þetta hrópar upp yfir sig og það sem verra er yfir aðra um leið og segir: “Hvaða endemis steypa er þetta!” “Á nú að fara eina ferðina enn að reyna að troða þessum steypuklumpi ofan í upplýsta nútíma manneskjuna sem spyr sjálfa sig í bóndakreppu – “hver er ég?” eitt svarið af mörgum - er “þú ert salt jarðar” Vitleysan ríður ekki við einteyming kann einhver að segja sem hefur tengingu við fyrri tíma orðasambönd. Það er tvennt í þessu – annarsvegar að slökkva á sér núna og afgreiða þetta sem hverja aðra þvælu kynslóðana eða halda áfram að hlusta til framtíðar. ”Jesús talar þarna eins og alltaf til samtíðarmanna sinna. Saltið var í þeirra huga sem á hlýddu það sem kom í veg fyrir að matur og annað það sem þurfti að varðveita og halda hreinu eyðilegðist yrði spillingu að bráð. En þarna á fjallinu snýr hann þessari alkunnu vitneskju yfir á manneskjuna sjálfa og ábyrgð hennar gagnvart sjálfri sér og umhverfi sínu. “Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á selta það?” Ábyrgðina til að varðveita vera hreinn og beinn í samskiptum við náungann og ekki síst að vera náunganum sem leiðarljós á vegi. Ef það vantar hvar erum við þá? Ekki stinga ljósinu undan og skilja náungan eftir í myrkri örvæntingar og örvilnan. Ég sagði áðan að Jesú talaði til samtíðarmanna sinna, Merkilegt er að samtími hans er samtími okkar. Kannski aldrei sem núna er þörfin fyrir okkur sem einstaklinga og sem þjóðar að ganga fram með hugarfar hreinleikans og vera minnt á og varðveita þá ábyrgð sem því fylgir. Það hefur sýnt sig að þessi áminning á rétt á sér á öllum tímum ekki aðeins í dag heldur í fortíð til framtíðar. Enn í dag er salt notað til varðveislu matar þó ekki eins ríkum máli og fyrrum þegar ískápum var ekki til að dreifa og ekki sé talað um suðræn lönd þar sem ís var hverfandi ef þá nokkur. Síðast en ekki síst er salt notað til bragðbætis og að ekki sé talað um á snjóþung vetrarstræti borgar. Í dag sem og reyndar á öllum tímum er ekki vanþörf á dassi af seltu í huga. Það virðist vera að við spólum áfram í þeim ískalda hugsunarhætti að okkur séu allar bjargir bannaðar. Hversu oft í sögu þjóðar skyldu forfeður okkar á þessu landi sem höfðu fátt eitt til bjargar nema trúna á almættið og það sem landið gaf af sér hafa staðið frammi fyrir þeirri spurningu um af eða á og svarið var á-fram. Ljóstýra fortíðar sem þó megnaði að lýsa okkur vegin hingað virðist hulin sjónum en ekki slokknuð því ljósið slokknar aldrei aðeins hulið mönnum af mönnum sem gengu of langt án þess að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar sem hver ferðalangur ætti að spyrja. Á hvaða leið er ég? Leiðir hún til góðs eða ills? Skiptir það máli? kann einhver að spyrja sig. Þá er því til að svara að það skiptir máli að selta hugarfarsins sé í jöfnu hlutfalli við ætlanir og raunveruleika. Ef seltuna vantar dettum við um koll með tilheyrandi eymslum á líkama og mar á sálu.
Eigin breytni
Þetta með seltuna og ljósið á ljósastikunni bendir okkur á að það er sístætt viðfangsefni okkar að endurspegla vilja Guðs með breytni okkar. Það er ekki eitthvað sem við gerum einu sinni heldur þurfum stöðugt á að halda í samskiptum okkar við náungann og að hafa að leiðarljósi.
Kristin trú er trúin á framtíðina. Framtíð okkar sem þjóð eru börnin, ungmenninn sem taka við. Framtíðin er björt þegar horft er til þess að vel á fimmta hundrað ungmenna í starfi æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar dvöldu helgi í Vestmannaeyjum við leik og störf fyrir einum tveimur vikum síðan. Það vildu fleiri hafa komið en plássið var takmarkað. Það er ekki takmörkunum háð að leynt og ljóst er vilji til þess af öflum í samfélaginu að draga úr vægi þess að selta hugarfarsins fái að dvelja í huga ungmenna. Kann að vera að dagatalið segir vetur en það er sumar í huga kirkjunnar. Með þeim huga horfum við til framtíðar um leið og við minnumst þeirra sem farnir eru og lögðu sitt til þess sem við höfum í dag-dugnað og kraft andans. Eitthvað sem ekki fær dulist Eitthvað sem lýsir öllum alltaf.