Lexía: Slm 104:24, 27-30, Pistill: 1Kor 2:12-16, Guðspjall: Jóh 14:15-21... Kirkjuvogskirkja Höfnum
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni
Jesú Kristi.
Allir
sunnudagar kirkjuársins hafa þema og þema dagsins er: Kirkja heilags anda..
Eins og við vitum, samanstendur hin heilaga þrenning af föður, syni og heilögum
anda.. Aðalpersóna GT er Guð faðir, aðalpersóna NT er Jesús.. og í guðspjalli
dagsins segir Jesús að hann muni ekki skilja okkur eftir munaðarlaus..
hann ætli að biðja Guð að senda okkur ANNAN hjálpara.. þ.e. heilagan anda..
Hjálpara sem er enn í dag með okkur.. Jesús sagði.. annan hjálpara.. því
hann sjálfur.. var sendur fyrst..
í GT er engin bein skilgreining á hver heilagur andi er.. Hann er nefndur í
fyrstu versum Biblíunnar, þegar Guð skapaði himinn og jörð.. og andi Guðs sveif
yfir vötnunum.. Á ýmsum stöðum í GT er sagt að menn, td. spámenn Guðs hafi
verið innblásnir af anda Guðs.. og andi Guðs er nefndur í nokkrum sálmum.. t.d. í sálmi 51, þar bað Davíð konungur: Skapa í mér hreint hjarta ó Guð.. og…
Tak ei þinn heilaga anda frá mér.
Þegar konungur var smurður í Ísrael, merkti smurningin að konunginum hafi verið
gefinn andi Drottins.. og hann var nefndur Messías eða ,,hinn smurði
Drottins”.. Við krýningu Karls Bretakonungs nú nýverið.. var haldið í biblíulegar
hefðir og hann var smurður.. Ekki held ég að Bretar telji Karl hafa öðlast anda
Guðs við athöfnina, amk er hann ekki nefndur Messías.. en þetta sýnir okkur að
margar hefðir lifa án þess að fólk endilega átti sig á uppruna þeirra.. EN..
Hugtakið Messías breyttist í GT yfir í merkinguna ,,Frelsari þjóðarinnar” sá
sem ætti eftir að koma..og kristnir menn trúa að sé Jesús Kristur.
Eins og í GT.. þá er heilagur andi líka nefndur í fyrstu versum NT.. það hefst
á því að María er þunguð af heilögum anda og eignast Jesú, son Guðs.. Frásögnin
er mjög látlaus.. og næst lesum við um heilagan anda þegar Jóhannes skírir
Jesú.. en þá er sagt að heilagur andi hafi stigið niður yfir Jesú í líkamlegri
mynd, eins og dúfa.. og rödd Guðs kom af himni..
Hvergi
annars staðar höfum við frásögn um að heilagur andi hafi ,,líkama”.. og þetta
er, að því að ég best veit.. eina frásögnin í Biblíunni af því, að heilög
þrenning hafi verið saman komin á einum stað..
Áður en Jesús sté upp til himins.. kynnti hann heilagan anda sem kraft..
Jesús sagði: Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í
borginni (Jerúsalem) uns þið íklæðist krafti frá hæðum.“ Og Postulasagan
segir okkar að á hvítasunnudag.. gerðist það kraftaverk í Jerúsalem að
heilagur andi opinberaðist mönnum sem kvíslandi eldtungur..
Það voru ekki bara postularnir.. heldur ALLIR fylltust heilögum anda.. og þeir
töluðu tung- um.. ekki eitthvað bull, heldur skildu menn tungumálin sem voru
töluð.. útlendingar skildu hvern annan.. Þannig var hið fyrsta verk heilags
anda að veita aukinn skilning á máttarverkum Guðs..
Heilagur andi hefur
nokkur nöfn, hann er kallaður ,,huggari og hjálpari” því hann var sendur okkur
til leiðbeiningar, halds og trausts, en auk þess er hann kallaður andi
speki og skilnings.. þ.e. hlutverk hans er að veita aukinn skilning á orði
og vilja Guðs.. opna augu okkar fyrir boðskapnum.. minna okkur á orð Jesú og
kenna okkur þannig að rata réttan veg.. En hver er hann??
Hugtakið ,,andi” gefur til kynna eitthvað óáþreifanlegt.. eitthvað sem við
sjáum ekki.. Og við getum spurt okkur: Skapar það vandamál ?..
Við sjáum heldur ekki Guð og Jesú.. þó við sjáum þá.. fyrir okkur
sem persónur.. og aðeins Jesús hefur gengið hér á jörð í áþreifanlegri og
snertanlegri persónu..
Er það kannski ástæða þess.. að heilagur andi verður hálfpartinn útundan
hjá okkur.. Hann hefur ekki ímyndað útlit persónu.. hann hefur ekki
andlit..
Svo höfum við annað vandamál.. því okkar mannlega eðli býr til valdastiga..
eins og við sjáum í valdamynstri heimsins.. Þar höfum við kónga, drottningar,
forseta, forstjóra, ættar-höfðingja og í sumum samfélögum stjórnar höfuð
fjölskyldunnar.. sá sem er elstur.. Þessi embætti fara með æðsta vald.. og það
er bara EINN á toppnum.. og.. Uppsetningin á trúar-játningunni ýtir undir
hugmynd um valdastiga.. Guð er nefndur fyrstur og er almáttugur, síðan Jesús,
sem birtist okkur sem hinn hlýðni sonur, sem gerði vilja föðurins og síðastur
er heilagur andi.. EN.. Þó uppröðunin sé svona.. þá er enginn valdastigi.. ÞEIR ERU ALLIR JAFNIR.. ÞVÍ hin heilaga
þrenning ER EINN GUÐ..
Hlutverk heilagrar
þenningar eru sett þannig fram.. að, náðin fæst fyrir trú á Jesú Krist..
kærleikurinn kemur frá Guði og.. samfélagið við Guð, fáum við
fyrir heilagan anda..
Við signum okkur og blessum í nafni heilagrar þrenningar.. játum trú á heilaga
þrenningu.. EN.. við biðjum til Guðs og Jesú, en sjaldan eða aldrei til
heilags anda..
Veltum
aðeins fyrir okkur hvers vegna það virkar svo snúið fyrir okkur að sjá
heilagan anda sem persónu..
Í upphafi GT.. SVEIF hann yfir vötnunum og í NT birtist hann í líki dúfu.. Hann er eilífur eins og Guð og Jesús.. og hefur fylgt mannkyninu í um 2000 ár.. Páll postuli skrifaði til Korintu-manna: Vitið þið ekki, að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði? og í guðspjallinu í dag sagði Jesús, að heimurinn gæti ekki tekið á móti honum.. því heilagur andi er aðeins hjá þeim og í þeim sem þekkja Guð..
Það er erfitt fyrir okkur að sjá heilagan anda sem EINA lifandi persónu, ef hann er í okkur.. hverjum og einum.. og hvernig á að útskýra hvernig einn andi geti skipt sér og tekið sér ból-festu í milljónum manna..
Nærtækasta lýsingin er.. að hann sé eins og stórt stöðuvatn.. það er samsett úr milljörðum vatnsdropa.. Allir droparnir eru eins uppbyggðir, gera sama gagn og hafa sömu eiginleika.. þeir geta verið saman sem heild.. en geta einnig verið stakir dropar.. og hver og einn maður þarf aðeins einn dropa af heilögum anda..
Já mikill og máttugur er Drottinn Guð.. með gjöf heilags anda hefur hann gefur okkur, hverju og einu hluta af sjálfum sér.. Hvílík gjöf.. og þannig uppfyllir Jesús loforð sitt þegar hann sagði: Sjá, ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldar.. Hann er ekki bara með okkur, heldur er hann..
í okkur”.. Með Guð í okkur getum við treyst öllum hans loforðum.. hann hefur lofað að styðja okkur og styrkja, hann mun ekki yfirgefa okkur, heldur leiða okkur í gegnum lífið, vernda og blessa.. vera skjól okkar og skjöldur..
Frá upphafi veraldar hefur einhver úr guðdómnum gengið með okkur á jörðinni.. fyrst gekk Guð á jörðu, síðan Jesús og nú höfum við heilagan anda.. og fyrir heilagan anda fá menn kraftinn til að boða fagnaðarerindið um Ríki Guðs “allt til endimarka jarðar”..
Heilagur andi á að efla kærleikann milli manna, styrkja okkur í trúnni á Jesú, hugga og hjálpa okkur að lifa kristilegu líferni eins og segir í útgöngubæninni..
Heilagur andi gegnir stærra hlutverki í heiminum í dag.. en við gerum okkur grein fyrir.. og Orð Guðs hvetur okkur til að: varðveita hið góða, sem okkur er trúað fyrir, með hjálp heilags anda sem í okkur býr..
Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..