Ytri Njarðvíkurkirkja. Plokkmessa, stytt form, stutt prédikun, Guðspjall Lúk 7.36-50
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og
Drottni Jesú Kristi.
Allir sunnudagar kirkjuársins hafa þema og þema þessa sunnudags er: Trú og líf..
Sá sem trúir hefur eilíft líf.. sagði Jesús.. Það er
ekki flóknara er það.. EN trúin er ekki bara von um eilíft líf.. hún felur í
sér andlegt sam-félag við Guð, vegna þess að okkur er eðlis-lægt að vilja vita
meira um það sem við trúum á.. Við viljum heyra sögurnar sem Jesús sagði, reyna
að skilja þær.. og leyfa þeim að tala inn í aðstæður okkar í dag..
Ef hann kæmi í dag myndi hann tala alveg eins og við fólkið forðum daga.. við
fengjum að heyra í dæmisögum hvað við gerum rangt.. því allir gera eitthvað
rangt..
Jesús er sannleikurinn og sagði alltaf sannleikann.. þegar hann bar saman
gjörðir einhverra tveggja, notaði hann dæmisögur.. Þær gefa mönnum tækifæri til
að spegla sjálfan sig við söguna.. en vegna þess hve það getur verið erfitt að
viðurkenna sannleikann.. þá vilja ekki allir heyra hann..
Sá sem gengur með Guði, veit að við felum ekkert fyrir honum.. því samfélagið
við Guð er andlegt.. Guð les huga okkar eins og Jesús las huga fariseans í
guðspjallinu.. en eins og segir í sálmi 32.. þá fylgir því sálarléttir að viðurkenna
sekt sína fyrir sjálfum sér og Guði.. láta Guð vita að við iðrumst.. sem leiðir
vonandi til þess að við breytum öðruvísi næst..
Í guðspjallinu er Jesús í matarboði hjá farísean-um Símoni en öll guðspjöllin innihalda svipaða
sögu.. Í Matt og Mark.. hefur Símon viðurnefnið ,,líkþrái”.. og öll athyglin í
hinum guðspjöllunum beindist að verðmæti smyrslanna.
Símon var farisei en farisear og fræðimenn voru oftast á öndverðum meiði við
Jesú.. og við fáum enga útskýringu í sögunni hvers vegna Símon hafi boðið
Jesú heim.. en mjög líklega var það í þakklætisskyni fyrir lækningu á
líkþránni, eins og viðurnefnið ber vott um.. því á dögum Jesú var þetta
ólæknandi sjúkdómur..
Þangað kom kona með ilm-smyrsl.. auðmjúk og án orða kom hún í hús manns sem hún
vissi að fyrirliti hana og gaf Jesú það besta sem hún átti.. og Jesús les huga
Símonar..
Hún var bersyndug að hans mati.. og Jesús setur upp dæmisögu..
Tveir menn.. skulda sama lánveitanda, segir hann..og við vitum
strax að þessir tveir menn, eru konan og Símon.. annar þeirra skuldaði 500
denara.. sem myndi þá vera bersynduga konan, en hinn.. þ.e. fariseinn Símon sem
fylgdi ströngum reglum lögmálsins.. skuldaði 50.. en þegar kom að skuldadögunum
gat hvorugur þeirra borgað skuldina.. Lánveitandinn, sem er Guð, gaf þeim upp
skuldirnar.. og Jesús spyr Símon: hvor skuldaranna skyldi elska lánveitandann,
meira.. og hann svarar: Sá sem skuldaði meira.. ..jú, Jesús sagði að það
væri rétt hjá honum..
Það sem kemur ekki fram, er.. að hvorugur skuldaranna átti afnám skuldanna
skilið.. og að, eftir á, þegar báðir voru orðnir skuldlausir voru þeir jafnir
fyrir lánveitandanum, Guði.. því Guð tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra,
auðs eða stöðu.. þeir eru einfaldlega jafnir því hvorugur skuldar
honum.. Svo við sjáum að skuldirnar voru syndir gegn lögmáli Guðs.. og afnám
þeirra var fyrirgefning..
Jesús gefur ekki í skyn að konan sé syndugri en Símon.. en tár hennar og kossar
á fætur Jesú, voru vitnisburður um að hún var viðurkenndi sína synd.. nokkuð
sem Símon gerði ekki..
Nú, veislugestirnir heyrðu dæmisöguna en athygli þeirra beindist ekki að
sögunni.. heldur fundu þeir að orðum Jesú, að syndir konunn-ar væru fyrirgefnar..
svo Jesús bætti um betur og sagði við konuna: „Trú þín hefur frelsað
þig, far þú í friði.“
Í öðrum tilfellum sagði Jesús alltaf: Trú þín hefur bjargað þér.. er munur á
björgun og frelsun?? Já, við getum litið þannig á.. að björgun er lausn úr
tímabundnum aðstæðum í þessu lífi.. og fæst td fyrir trú á lækningu.. en
frelsun er ótakmörkuð lausn til eilífs lífs.. því í henni felst trú á Jesú.. og
Jesús er Frelsarinn.. og við segjum.. að fyrir trúna á hann, séum við frelsuð..
Konan vann kærleiksverk þegar hún þvoði og smurði fætur Jesú, en það voru ekki
þau verk sem frelsuðu hana heldur kærleikur hennar og trú á Jesú..
Dæmisögur Jesú bera alltaf
boðskap til okkar og oft hægt að túlka þær á marga vegu.. því er spurningin,
hvað getum við lært af þessari sögu?
Þar sem Símon var farisei, en þeir reyndu sífellt að bregða fæti fyrir Jesú..
þá hefði Jesús getað afþakkað boðið til hans, en hann mætti af þeirri
einföldu ástæðu að hann mætir þangað sem honum er boðið.. Þannig kennir sagan
okkur að enginn er óverðugur fyrir heimsókn Jesú.. Jesús deildi hinum
himneska boðskap, eftir að hafa spurt Símon hvort hann mætti segja honum
nokkuð.. og þeir sem vilja taka við boðskapnum segir Jesús.. að hafi eyru sem
heyra og augu sem sjá..
Símon dæmdi konuna bersynduga og hún er enn dæmd, eftir orðum Símonar..
bersyndug.. Sú lýsing hefur þótt vísa til vændis.. En er það líklegt.. að kona
sem á smyrsl sem önnur guðspjöll segja okkur að voru 300 denara virði.. þe þau
voru nær árslauna virði.. er líklegt að hún stundi vændi..
Jú, Jesús viðurkenndi að hún hefði drýgt MARGAR syndir.. en hann horfði ekki á
þær, heldur á vilja hennar til iðrunar og trú hennar..
Símon opnaði heimili sitt
fyrir Jesú.. en konan opnaði hjartað..
Ef við bjóðum Jesú heim, þá
mætir hann.. og ef við ræktum sambandið við hann, eignast hann stað í hjörtum
okkar.. við verðum ævarandi vinir.. og trúin frelsar okkur..
Komum því fram fyrir Guð í
auðmýkt, er við biðjum, treystum á loforð hans, leggjum allt í hans hendur og
hann blessar okkur.. styrkir trú okkar og leiðir okkur með
orði sínu og kenningum að lokum í Ríki sitt á himnum.
Dýrð sé Guði,
föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda.
Amen..