Lexía: Esek. 18:1-3,21-23, Pistill: Róm 2:1-4, Guðspjall: Jóh 8:2-11...... Njarðvíkurkirkja
Náð sé með yður
og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.
Allir sunnudagar kirkjuársins hafa þema og
Þema þessa sunnudags er: Samfélag syndaranna.. Við erum öll
fædd syndarar.. Mörgum finnst ósanngjarnt þegar ný-fætt og saklaust barn er
sagt vera syndari.. því það hefur ekki gert neitt af sér.. En þessi
hugsun sprettur af gamalli trú manna, sem skilgreinir synd sem ,,verk” og þá
vond verk.. og auðvitað hefur nýfætt barn ekki gert neitt vont.. en
ef við íhug-um orð Jesú í Jóh.. þar sem hann segir: Syndin er að þeir trúðu ekki á mig.. þá sjáum við að hugtakið
,,synd” er trúarleg afstaða gegn Guði.. þ.e. vantrú á Guð..
Týndi
sonurinn sagði: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér... með öðrum
orðum: hann trúði ekki á Guð og ríki hans.. það er synd.. Hann ákvað að fara
til föðurins, játa vantrú sína og var fyrirgefið.. Allt annað sem hann gerði,
var ekki til umræðu í sögunni, því það var ekki mælikvarði á synd hans.
Aftur á móti vildi bróðir hans að hann hlyti hegningu..
Í Móse-lögum voru mörg afbrot skilgreind sem synd EN.. Þegar Jesús talar um
synd.. er orðið í eintölu nema þegar hann talar yfir hóp manna.. þá
segir hann: syndir ykkar.. í fleirtölu og fleirtölumyndin hefur lifað
í almennri umræðu í gegnum aldirnar.. Það er talað um.. syndir mannanna og svo
framv.. því var auðvelt fyrir kirkjuna fyrr á öldum að gera bókstaflega allt að
synd.. og selja síðan synda-aflausnir..
Jesús
talar um eina synd.. Já, og heimurinn er samfélag syndara.. því allir
hafa syndgað og skortir Guðs dýrð sagði Páll postuli.. og öll komum við til með
að standa frammi fyrir dóm-stóli Guðs..
Í lexíu dagsins segir Esekíel spámaður.. að hver maður beri ábyrgð á eigin
gerðum.. en snúi guðlaus maður frá syndum sínum.. og haldi lög Guðs..
skal hann sannarlega lifa, hann skal ekki deyja. Afbrotanna, sem hann
framdi, verður ekki minnst honum til skaða.. því Guð vill fremur að menn snúi
frá fyrri breytni en að þeir farist..
Þegar
við tökum við Jesú, sem einnig er Guð, þá fyrirgefur hann okkur fyrri vantrú..
fyrirgefur hverjum og einum sína synd.. Þess vegna ætti hverjum manni að létta
að vita, að þegar við síðan stöndum fyrir framan Guð á efsta degi.. þá verðum
við ekki dæmd fyrir veraldleg mistök eða mis-gáfulegar gjörðir.. heldur það
hvort við eigum trúna á Guð í hjartanu.. þetta staðfesta orð Jesú í Jóh.. en
þar segir hann: Sá sem trúir á son Guðs, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki,
er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.. svo
það erum við sem veljum dóminn.. en snúum okkur að guðspjalli dagsins..
Á tímum Jesú dæmdi lögmál Móse í öllum málum gyðinga.. margskonar afbrot voru
talin synd og lögmálið hafði harðar refsingar..
Í guðspjallinu.. reyna farísear og fræðimenn að leggja snöru fyrir Jesú.. er
þeir koma með hórseka konu til hans.. Vafalaust var hún sek.. en það er
augljóst að þeir voru að reyna Jesú, því þeir komu aðeins með konuna..
þó Móselögin kvæðu á um, að bæði maðurinn og konan skyldu vera grýtt til
dauða..
Fariseana
sárvantaði eitthvað til að ákæra Jesú og snaran fólst í því að lögmálið kom frá
Guði.. því bar að framfylgja.. EN þeir vonuðust til að Jesús myndi
andmæla.. Ef Jesús myndi sýkna konuna bryti hann gegn lögmálinu og ef hann
sakfelldi hana bryti hann gegn eigin boðskap, um fyrirgefningu, náungakærleik
og miskunnsemi..
Jesús beygir sig niður.. enginn veit hvað hann skrifaði á jörðina.. Hann
reis upp og sagði: „Sá ykkar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á
hana.“ síðan hélt hann áfram að skrifa.. Þessi orð urðu til þess að
mennirnir sem ákærðu konuna hurfu burt, hver af öðrum.. Með þessum orðum sagði
Jesús í raun og veru.. já, þið skulið framfylgja lögum Guðs og grýta kon-una, en
eru þið sjálfir saklausir.. sá sem er sak-laus.. kasti fyrsta steininum.
Flestir túlka söguna þannig að Jesús hafi hvorki sýknað eða sakfellt
konuna.. Heldur hafi hann aðeins snúið vopninu að þeim sjálfum.. En í
viðbrögðum Jesú getum við getum séð kærleika hans gagnvart þeim öll-um, hann
horfði hvorki ásökunar-augum á þá sem ákærðu, né á konuna.. Hann kraup niður og
horfði á jörðina þegar hann skrifaði.. svo mennirnir gátu laumast í
burtu án þess að afsaka sig..
Sá ykkar sem syndlaus er.. sagði Jesús.. Gríska orðið sem hér er þýtt
,,syndlaus” merkir: án sak-ar, án galla eða óskeikull.. Ákærendur konunnar
höfðu allir brotið eitthvað af sér.. enginn þeirra dæmdi hana og Jesús gerði
það ekki heldur..
………… og þá veltur upp þessi spurning:
Fyrst enginn var dæmdur í þessu máli.. er þá í lagi að brjóta af sér!
Svarið er: Nei, það er ekki í lagi.. og það nægir heldur ekki að benda á annan
verri.. og Guð veit hvaða áskorunum við mætum á þessari jörð og hann veit að
það fer enginn í gegnum lífið án þess að verða eitthvað á.. þess vegna hvetur
Jesús okkur til að vera miskunnsöm og kærleiksrík..
Hann sagði: Dæmið ekki og þið munuð ekki verða dæmd.. Þessi heilræði eru
tilmæli til okkar.. fyrir okkar daglegu samskipti við náungann.. því Jesú er
umhugað að við höf-um frið við aðra menn. Fyrir trúna á hann, höfum við frið
gagnvart Guði.. en gagnvart náunganum stöndum við dags daglega..
ekkert slítur okkar hugarró eins mikið og stöðugur ófriður.. og á sama hátt er
ekkert sem gefur sál okkar eins mikinn frið.. og ef við höldum frið við aðra
menn.. eigum kærleiksrík samskipti við alla, og getum sýnt þolinmæði og
umhyggju þeim sem við þekkjum ekki.. en mætum í lífinu.. þannig verðum
við sáttari við okkur sjálf.. okkur líður betur og öðrum líður vel í návist
okkar..
Þetta er mitt boðorð, sagði Jesús.. að þér elskið hvert annað eins og ég hef
elskað ykkur.. Guð gefur okkur aðeins
góð ráð... Hann biður okkur að vera miskunnsöm við aðra.. og okkur mun veitast
það sama.. Hann mun vera okkur miskunnsamur.. Hann ráðleggur okkur að vera
skjót til sátta, fljót að fyrirgefa, vera kærleiksrík og elska náungann.. og
friður Guðs mun fylla hjörtu okkar..
Frásögnin
í guðspjallinu af hórseku konunni sýnir á áhrifaríkan hátt, kærleika Jesú.. og
einnig.. að hann kom ekki til að dæma okkur, rétt eins og segir í Jóh..
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að
frelsa hann.. Jesús gaf okkur gjöf.. sömu gjöf og hann gaf hórseku konunni..
hann dæmdi hana ekki fyrir jarðnesk brot.. en sagði henni að breyta líferni
sínu.. sjálfrar sín vegna.. Hún var gyðingur og undir lögmáli gyðinga.. Með
dauða Jesú var þetta lögmál og boðorðin með skipunum þess afmáð.. skrifaði Páll
í Ef.. Hann sagði: af náð verðum við hólpin fyrir trú. það er ekki okkur að
þakka, það er gjöf Guðs.. Í Róm orðar Páll það þannig að lögmál Guðs varð,,andlegt” Við erum undir náð..
fyrir trúna í hjartanu.. Trúin er andleg afstaða til Guðs..
Eins
og ég sagði í upphafi þá erum við fædd syndarar.. og við lifum í heimi
vantrúar.. því aðeins lítill hluti heimsins er kristinn.. Þess vegna lagði
Jesús áherslu á tvöfalda kærleiks-boðorðið, að elska Guð og elska náungann..
sama hver náunginn er.. sýna öllum nærgætni, virðingu og kærleika..
Það er alls ekki
alltaf auðvelt, í áreiti og hraða nútímans..þar sem sífellt reynir á mannleg
samskipti er auðvelt að gera mistök.. og verði okkur á.. sem er óhjákvæmi-legt..
þá er auðvelt að missa vonina.. telja sig vera vonda manneskju.. og finnast við
ekki þess verð að vera Guðs börn.. Guð veit hvað það er erfitt fyrir okkur að feta mjóa veginn.. en með trúna í
hjartanu reynum við okkar besta.. og Guð horfir á hjartað..
Guð
hefði ekki sent son sinn til að frelsa heiminn ef honum væri sama um okkur,
syndarana.. Nei, Guð sendi soninn til að gefa okkur nýja von, gefa okkur
andlegt lögmál í hjartað.. því hann vill ekki að neinn glatist..
Fagnaðarerindið um náð hans á að berast til allra manna.. til endimarka jarðar..því
Guð elskar okkur, syndarana þó hann hati sjálfa syndina..
Dýrð sé Guði, föður,
syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..