Trú.is

Samfélag syndaranna

Í guðspjallinu.. reyna farísear og fræðimenn að leggja snöru fyrir Jesú.. er þeir koma með hórseka konu til hans.. Vafalaust var hún sek.. en það er augljóst að þeir voru að reyna Jesú, því þeir komu aðeins með konuna.. þó Móselögin kvæðu á um, að bæði maðurinn og konan skyldu vera grýtt til dauða..
Predikun

Jaðarstund

Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Predikun

Kallið sem bjargar - send mig

Þema dagsins er: Kallið sem bjargar… sem betur fer hafa flestir það svo gott að þeim finnst þeir ekki þurfa á björgun að halda… en kallið sem bjargar er ekki fyrir þetta líf… Kallið sem bjargar er fyrir eilífa lífið… Við erum öll kölluð til Guðs Ríkis en það er á okkar persónulegu ábyrgð hvort við svörum kallinu... Hvar sem Jesús fór notaði hann þá aðstöðu sem var fyrir hendi, ekkert var honum ósamboðið og enginn staður svo óverðugur, að hann gæti ekki miðlað fagnaðarerindinu til fólksins…
Predikun

Ræktum mildina í okkar eigin fari

Bæði hér á vettvangi kirkjunnar og einnig þegar við göngum héðan skulum við finna leiðir til að iðka mildina í samskiptum okkar hvert við annað.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Pollamótspredikun

Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Predikun

„Kúgið ekki aðkomumenn, munaðarleysingja og ekkjur“

Að breyttu breytanda mætti yfirfæra varnaðarorð Jeremía yfir á nútímann. Í Jerúsalem á tíma Jeremía var stjórnkerfið og innviðirnir eins og best var á kosið,að því er virtist og til grundvallar því öllu saman lágu lög sem endurspegla áttu vilja Guðs. En það dugði ekki til. Jafnvel þótt réttlætið væri orðað á bók, þá skorti upp á framkvæmdina. Þótt hinn glæsilegi helgidómur í Jerúsalem væri kallaður musteri Guðs, tryggði það ekki að í borginni væri vilji Guðs í hávegum hafður, að þar væri ástundað réttlæti. Að kalla ríki lýðræðislegt velferðarsamfélag og réttarríki virðist ekki heldur næga til að tryggja velferð allra, né duga til þess að verja réttindi farandverkafólks, sem hingað er komið um langan veg til þess að vinna störf, sem eru nauðsynleg til þess að „halda hjólum atvinnulífsins gangandi“.
Predikun

Við spegilinn

Auðvitað samþykkjum við ekki að fólk noti rjóðrin í Selskógi sem salerni, hvað þá að það aflífi lamb í Breiðdalnum, en um leið gerir spegillinn okkur auðmjúk.
Predikun

Guð hvað mér líður illa

Enginn má predika, jafnvel ekki þegar hann predikar. Það hefur meiri áhrif að spyrja rétt en að svara rétt. Svörin sitja eftir í hugskoti þess sem tekur við, stundum jafnvel enn fleiri spurningar.
Predikun

Enn ein fréttin

Gleymum því ekki að sumar og líklega margar af þeim konum sem látið hafa lífið á flótta sínum til Evrópu hafa lagt af stað í þá för í leit að betra lífi fyrir sig og börn sín, ekki síst dæturnar; ekki bara efnahagslega heldur lífi sem leyfir hæfileikum hvers og eins að blómstra án lögmáls og kúgunar. Hver getur láð þeim það?
Predikun

Syndga ekki framar

„Ég sakfelli þig ekki heldur,“ sagði Jesús við konuna. Jesús hóf ekki upp vísifingur sinn til að benda ásakandi á hana. Hann lyfti fingri sínum til að benda konunni út í lífið. „Farðu,“ sagði hann við hana. „Farðu af þessum vettvangi dómhörkunnar,“ sagði hann. „Farðu út í lífið þitt og haltu því áfram.“
Predikun

Hann talaði um syndina

Já, og svo þegar þið komið heim, er aldrei að vita nema að heimilisfólkið spyrji, um hvað presturinn hafi nú talað í ræðunni. ,,Jú, hann talaði um syndina", getið þið þá sagt. ,,Og hvað sagði hann um syndina?" verður þá kannske spurt. ,,Tjah - hann var nú ekkert svo mikið á móti henni!"
Predikun