Stúlkan í þjóðsögunni um nátttröllið, sem syngur Bíum bíum bambaló, þurfti að sýna mikið hugrekki og búa yfir óbilandi einurð og staðfestu til þess að mæta þeirri ógn sem tröllið var. Hið sama má segja um Martein Lúther: Hann sýndi vissulega mikið hugrekki þegar hann reis upp gegn því trölli sem yfirstjórn hinnar rómversku kirkju var orðin á hans dögum og vildi, ásamt fleirum, siðbæta kirkjuna.