Trú.is

Þurfa karlmenn baráttudag?

Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Predikun

Tröllin og siðbótin

Stúlkan í þjóðsögunni um nátttröllið, sem syngur Bíum bíum bambaló, þurfti að sýna mikið hugrekki og búa yfir óbilandi einurð og staðfestu til þess að mæta þeirri ógn sem tröllið var. Hið sama má segja um Martein Lúther: Hann sýndi vissulega mikið hugrekki þegar hann reis upp gegn því trölli sem yfirstjórn hinnar rómversku kirkju var orðin á hans dögum og vildi, ásamt fleirum, siðbæta kirkjuna.
Predikun

Frelsi, siðbót eða bylting

Ræða flutt í Glerárkirkju 30. október 2016 og birt á siðbótardaginn sjálfan 31. október. Það var daginn eftir kosningar. Textar dagsins voru: Jer 31.31-34; Róm 3.21-28; Jóh 8.31-36. Þema ræðunnar voru orð Jesú í guðspjallinu: „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“. Og: „Ef sonurinn frelsar ykkur munið þið sannarlega vera frjáls“. Það voru sungnir sálmar eftir Lúther: Upphafssálmur sb. 335: Guð helgur andi; Lofgjörðarvers sb. 157: Í dauðans böndum. Fyrir prédikun sb. 284: Vor Guð er borg á bjargi traust; Við útdeilingu sb. 237: Jesús Kristur, lífsins ljómi. Nokkrar myndir lét ég fylgja til íhugunar efninu eftir Elisabet Wood, biblíumyndir sem fundust á háalofti Barnaskóla Íslands á Brekkunni, Málverk af Jesús blessar börnin úr Kaupangskirkju eftir óþekktan málara og Komið til mín eftir Carl Bloch.
Predikun

Þú komst við hjartað í mér

Ef Guð væri á Feisbúkk þá væri statusinn: Ég elska þig og þegar þú lagðir þitt að mörkum við munaðarlausu börnin og unglingana í Japan þá komstu við hjartað í mér.
Predikun

Lyng undir fótum

Bráðum mun hreystrið falla af augum okkar og við munum kannast hvert við annað, að við erum eitt fólk. Þetta er að gerast.
Predikun

Kirkjuhreyfingin

Þegar menn finna kirkjunni samlíkingu verður skipið oft fyrir valinu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að eðli þess er að vera á hreyfingu. Það má ekki stranda á einhverju skeri bókstafstrúar og afturhalds þegar það þarf að geta haldið áfram í gegnum söguna, miðlað góðum boðskap og haft áhrif til batnaðar á samfélag sitt og umhverfi.
Predikun

"Aflátsbréfin eru stórháskaleg"

„Aflátsbréf eru stórháskaleg, þar eð þau leiða til sjálfsánægju og stofna þar með sálarheillinni í hættu. Þeir menn eru glataðir, sem halda, að aflátsbréf tryggi þeim hjálpræðið.“
Predikun

Siðbótardagur við ysta haf

Þegar við komum saman hér í helgidóminum í dag þá eru tilefnin mörg sem minnast má og minnast má á. Ef við myndum reyna að finna samnefnara fyrir það allt þá er hann að finna í guðspjalli dagsins. Samnefnarinn er sannleikurinn sem geymir í sér frelsið og er frelsið.
Predikun

Sannleikurinn frelsar

Þessi orð guðspjallsins eru t.a.m. á hornsteini hússins hérna handan Sundsins, Alþingishússins. Orð Jesú Krists um það að sannleikurinn geri okkur frjáls. Á veraldlega vísu eiga orð þessi einnig við. Þeirra skal sjá stað í verkum okkar. Í lífi og löggjöf skyldi tekið tillit til réttlætis, miskunnsemi, trausts og kærleika, sem er inntak kristinnar trúar og samofið lífi kristinna manna.
Predikun

Á siðbótardegi

Við fengum nýlega að heyra að 3.500 fjölskyldur á landinu okkar ættu 100 milljónir króna eða meira. Þetta eru góð tíðindi sem sýnir að efnahagur okkar hefur vænkast. Það er gott að búa við fjárhagslegt öryggi og frelsi eins og flest okkar dreymir um.
Predikun

Sannleikur, frelsi og verðbréf

Mesti vandi nútímafólks á Íslandi er ekki fjárskortur, heldur andleg fátækt. Nútímafólk vantar ekki upplýsingar, heldur sannleika, ekki möguleika, heldur tilgang. Aflátssölur nútíðar munu aðeins opinbera hrörnun, spillingu og að lokum dauða. Á siðbótardegi var rætt um sannleika, frelsi og mismunandi verðbréf veraldar.
Predikun

Siðbótardagur

Það er kominn vetur. En bara á dagatalinu. Við horfum fram til tíma sem einkennast mun af vaxandi myrkri og kannski kulda og kannski hríð og frosti og hálku. Einhversstaðar lengra framundan grillir í jólin og grillir í nýja birtu og yl.
Predikun