Live guðsþjónusta og einnig tekin upp og sett á netið
Jes 62.10-12, Tít 3.4-7 og Jóh 1.1-14)
Ég býð ykkur velkomin til þessarar guðsþjónustu í Sauðlauksdal á Jóladegi. Við erum svo heppin í þessu covid ástandi… að geta haft ,,leynimessu” því samfélagið hér er fámennt og allir geta mætt í kirkju án þess að við brjótum samkomutakmarkanir.
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni
Jesú Kristi.
Guð býður okkur Son sinn sem
leiðarljós okkar í myrkri heimsins. Aldrei verðum við þess eins vör, hvað
ljósið er mikilvægt og þegar það vantar… Við erum háð því og ef við missum
ljósið, neyðumst við oft til að fresta því sem við ætluðum að
Kærleikur Guðs, gæska hans og elska til mannanna, sköpunar sinnar er skilyrðislaus… Hann elskar okkur eins og við erum… eins og hann sér óflekkaða sál okkar… elskar okkur hvað sem við höfum aðhafst og hvernig sem okkur hefur orðið á… Guð er alltaf sá hinn sami og býður alla velkomna í faðm sinn og í ríki sitt… Það eiga allir boð um inngöngu í ljósið því Guð vill eiga okkur öll. Guð elskar syndarann þó hann hati syndina… Jesaja spámaður sagði:
Gangið út, já, gangið út um
hliðin,
greiðið götu þjóðarinnar.
Leggið, leggið braut,
ryðjið grjótinu burt,
reisið merki fyrir þjóðirnar.
Þarna erum við búin að fá
boðskortið til Guðs ríkis… til að þiggja boðið þurfum við að ryðja burt
grjótinu… þessum veraldlegu hindrunum… Drottinn segir: Gangið út – komið til
mín… trúið á mig. Setjið merki mitt á hjörtu ykkar… þannig, þ.e. með merkið á hjartanu, sendum við
Guði svar við boðinu… og verðum heilagur, endurleystur lýður hans. Aðeins trúin
á Jesú getur opnað dyrnar á ríki Guðs.
Nú er hátíð ljóss og friðar og við reynum hvert á sinn hátt að njóta þessara helgidaga. Árið sem er að líða hefur verið mörgum ótrúlega erfitt… það er ekki nóg að allir landsmenn hafi þurft að kljást við þessa veiru, heldur hafa heilu bæjarfélögin þurft að berjast við áföll af náttúru-legum toga… bæði snjóflóð og aurskriður. Við þessar aðstæður er erfitt að finna huggunarorð sem virkilega lyfta sálinni og gefa von um betri tíma.
En það er merkilegt hvað það er
hægt að lesa sömu ritningartextana inn í margvíslegar aðstæður… því sami texti
og ég las áðan…. Greiðið götu, leggið braut, ryðjið grjótinu burt, reisið
merki… þessi texti getur talað inn í líf margra… þegar áföll dynja yfir.. er
eins og fólki sé gefinn aukinn kraftur. Það fær ólýsanlegan styrk og sýnir
aðdáunarvert æðruleysi… það greiðir götu sína og ryður burt hindrunum um leið
og það vinnur úr áfallinu… það er einmitt þannig sem Guð vinnur í lífum okkar.
Hann er alltaf með okkur og það er hann sem gefur okkur styrkinn til að takast
á við lífið sjálft.
Guðspjallið sagði: Hið sanna ljós kom í heiminn...
Ljós og myrkur, svart og hvítt eru andstæður sem við notum gjarnan þegar við berum saman gjörólíkt ástand eða hluti. Jesús er hið SANNA ljós… Það skína sem sagt fleiri ljós EN þau eru ekki sönn og elti maður þau getur maður gengið í áttina að myrkrinu… Hið sanna ljós á að upplýsa heiminn… upplýsa hvern mann um Guð og hvernig Jesús frelsar okkur.
Enn í dag er heimurinn í
myrkri á táknrænan hátt… kristin trú er í miklum minnihluta, rétt eins og þegar
guðspjallið var skrifað og á tímum Móse… Jóhannesarguðspjall lýsir þessu mjög
vel… Hið sanna ljós kom í heiminn… Guð
sendi son sinn í heiminn svo að hann gæti lýst okkur réttu leiðina til hans…
svo hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf… Í hnotskurn er boðskapur
jólanna og fagnaðarerindið í heild, sá, að barnið Jesús fæddist og fyrir trúna
á hann verðum við öll börn Guðs. Hann er leiðarljósið okkar til Guðs ríkis.
Og með þessari bæn skulum við
þakka Guði fyrir kærleika hans til okkar….
Drottinn Guð, skapari okkar
og lausnari. Þakka þér fyrir að þú gafst okkur son þinn Jesú Krist og að fyrir
trúna á hann verðum við börn þín. Við biðjum þig að leiða okkur á lífsgöngu
okkar, víkja ekki frá okkur og að við megum tigna þig og tilbiðja að
eilífu. Amen.