Trú.is

Kveðjur

Svona geta kveðjurnar sagt mikið um þau sem þær flytja. Og „gleðileg jól“ hvað merkir það? Þessi kveðja heyrist víða þessa dagana. Tímabundið tekur hún yfir þessar hefðbundnu sem við segjum oftar en ekki í hugsunarleysi vanans: „Hvernig hefurðu það?“; „er ekki allt gott?“ og svo auðvitað þessi: „Er ekki alltaf nóg að gera?“
Predikun

Guð, sem ert ljós í myrkri. Þetta er dagurinn sem þú hefur gjört.

Guð, sem ert ljós í myrkri. Þetta er dagurinn sem þú hefur gjört. Dagur hinnar miklu gleði. Þú kemur á móti okkur þegar við þreifum okkur áfram í myrkrinu og leiðir okkur til Jesú Krists sem er fagnaðarboði þessa heims og ljós huggunarinnar fyrir augum okkar að eilífu. Amen.
Predikun

Fagnaðarerindið opinberast í lífi okkar hér og nú

Hvatning Markúsar er að við meðtökum fagnaðarerindið inn í líf okkar hér og nú, og lifum okkar lífi á þann máta að það sé vitnisburður um kærleika Guðs til mannanna.
Predikun

Leitin að hamingjunni

Rólegt og hógvært líf veitir meiri hamingju en leitin að velgengni sem einkennist af stöðugu eirðarleysi.
Predikun

Umbúðir og innihald

Við leggjum það vissulega á okkur að pakka þessum gjöfum inn, alveg eins og kirkjan umvefur trúna orðræðu og hefðum. Að endingu er það þó innihaldið sem skiptir máli. Það er þetta sem guðspjallamennirnir túlka með sterkustu táknum sem við mennirnir þekkjum – hvítvoðungnum og ljósinu.
Predikun

Prédikun flutt á jóladag 2021 í RUV2 og Rás 1

Þegar ég var barn var stríð í Víetman. Yfir hádegismatnum var hlustað á fréttirnar í ríkisútvarpinu og daglega voru fluttar fréttir af stríðinu. Mér er sérstaklega minnisstætt að á jóladag var sérstaklega tekið fram að hlé hefði verið gert á stríðsátökunum. Þessi eini dagur var svo heilagur að vopnin voru lögð niður.
Predikun

"Vil ég mitt hjartað vaggan sé"

Fylgjendur Jesú trúðu því að hann væri sá Kristur sem ritning Gyðinga boðaði. Guðspjallamennirnir Matteus og Lúkas tjáðu þennan skilning með fæðingarguðspjöllum sínum sem settu nýfætt Jesúbarnið fram sem andstæðu Ágústínusar keisara og Heródesar konungs. Í ofurviðkvæmum hvítvoðungnum birtist hið sanna eðli guðlegs valds – valds sem ríkir ekki með valdboði heldur með því að höfða til þess besta í hjarta hvers manns.
Predikun

Hið sanna ljós

Ljós og myrkur, svart og hvítt eru andstæður sem við notum gjarnan þegar við berum saman gjörólíkt ástand eða hluti. Jesús er hið SANNA ljós… Það skína sem sagt fleiri ljós EN þau eru ekki sönn og elti maður þau getur maður gengið í áttina að myrkrinu… Hið sanna ljós á að upplýsa heiminn… upplýsa hvern mann um Guð og hvernig Jesús frelsar okkur.
Predikun

Öðruvísi jól

Inni í þessar erfiðu aðstæður berst boðskapur jólanna um nærveru Guðs meðal okkar mannanna. Orðið er Guð, segir Jóhannes í guðspjalli sínu. Þetta orð er kærleikurinn. Hjarta Guðs er fullt af kærleika til mannsins og er það opinberað í Jesú Kristi.
Predikun

Spádómurinn rættist

Í hundruði ára var koma Frelsarans boðuð en þegar hann kom þekkti heimurinn hann ekki.
Predikun

Mátturinn í veikleikanum

Þetta er barnið í Betlehem: Mátturinn mesti sem birtist í einu því allra veikasta sem til er hér á jörð.
Predikun

Fagnaðarlæti í miðju lagi

Nú á nýliðinni aðventu var að vanda mikið um dýrðir hér í Neskirkju. Meðal annars efndum við til hátíðar þar sem fermingarbörnin gegndu stóru hlutverki. Þau héldu á kertum, lásu texta og eitt þeirra, lék fyrir okkur metnaðarfullt verk á fiðlu.
Predikun