Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum. Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig. Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig, yrðuð þér glaðir af því, að ég fer til föðurins, því faðirinn er mér meiri. Nú hef ég sagt yður það, áður en það verður, svo að þér trúið, þegar það gerist. Ég mun ekki framar tala margt við yður, því höfðingi heimsins kemur. Í mér á hann ekki neitt. En heimurinn á að sjá, að ég elska föðurinn og gjöri eins og faðirinn hefur boðið mér.Jh 14.23.31aUndir áhrifum
Hver er áhrifaríkasta persóna sögunnar? Fjölmiðlar fást stundum við að svara þessari spurningu. Þeir feta oftast hefðbundnar slóðir. Á þeim bæjum er stuðst við ritúal. Eitt slíkt er að birta árlega lista yfir áhrifamikla einstaklinga. Nýlega fékk ég tölublað af erlendu tímariti þar sem taldar voru upp eitt hundrað áhrifaríkustu persónur samtímans. Og auðvitað blasir það við á hverju ári þegar svo er gert að allt slíkt val og mat á persónum er afstætt og oft æði hégómlegt. Um aldamótin léku margir fjölmiðlar þennan leik og skyggndust þá lengra en til nýliðins tíma. Þá var horft til liðinnar aldar eða jafnvel tvö árþúsund aftur í tímann. Áhrifaríkasta persóna sögunnar var að margra áliti Jesús Kristur. En enginn valdi heilagan anda sem áhrifaríkustu persónu sögunnar. Hvers vegna? Ætli það sé ekki vegna þess að við mannfólkið eigum í erfiðleikum með að skilja andann og ekki síst að skilja hann sem persónu.
Hver er áhrifaríkasta persóna sögunnar? Fjölmiðlar fást stundum við að svara þessari spurningu. Þeir feta oftast hefðbundnar slóðir. Á þeim bæjum er stuðst við ritúal. Eitt slíkt er að birta árlega lista yfir áhrifamikla einstaklinga. Nýlega fékk ég tölublað af erlendu tímariti þar sem taldar voru upp eitt hundrað áhrifaríkustu persónur samtímans. Og auðvitað blasir það við á hverju ári þegar svo er gert að allt slíkt val og mat á persónum er afstætt og oft æði hégómlegt. Um aldamótin léku margir fjölmiðlar þennan leik og skyggndust þá lengra en til nýliðins tíma. Þá var horft til liðinnar aldar eða jafnvel tvö árþúsund aftur í tímann. Áhrifaríkasta persóna sögunnar var að margra áliti Jesús Kristur. En enginn valdi heilagan anda sem áhrifaríkustu persónu sögunnar. Hvers vegna? Ætli það sé ekki vegna þess að við mannfólkið eigum í erfiðleikum með að skilja andann og ekki síst að skilja hann sem persónu.
Hvað segir guðfræðin?
Hvað segir guðfræðin um heilagan anda? Hvað segja játningarnar? Við játum í hverri messu trú á Guð föður, son og heilagan anda. Hvað segir þar um andann? Ekki er nú mikið að græða á þeirri upprifjun því þar segir aðeins þetta: Ég trúi á heilagan anda. Ekki stafur meir. Engar útskýringar, ekkert. Um Guð föður gegnir öðru máli. Hann er skaparinn og um Jesú Krist vitum við margt og mikið. En andinn, þessi þriðja persóna guðdómsins er okkur ráðgáta. Skilgreiningin persóna merkir að hann er einstakur og hefur persónuleika eða sérstöðu sem vera. Persóna er eitthvað annað en orka eða kraftur. Heilagur andi er kraftur en hann er persónulegur kraftur. Hann er þar af leiðandi ekki eins og rafmagn eða veður. Hann er öðru vísi.
Hvað segir guðfræðin um heilagan anda? Hvað segja játningarnar? Við játum í hverri messu trú á Guð föður, son og heilagan anda. Hvað segir þar um andann? Ekki er nú mikið að græða á þeirri upprifjun því þar segir aðeins þetta: Ég trúi á heilagan anda. Ekki stafur meir. Engar útskýringar, ekkert. Um Guð föður gegnir öðru máli. Hann er skaparinn og um Jesú Krist vitum við margt og mikið. En andinn, þessi þriðja persóna guðdómsins er okkur ráðgáta. Skilgreiningin persóna merkir að hann er einstakur og hefur persónuleika eða sérstöðu sem vera. Persóna er eitthvað annað en orka eða kraftur. Heilagur andi er kraftur en hann er persónulegur kraftur. Hann er þar af leiðandi ekki eins og rafmagn eða veður. Hann er öðru vísi.
Erum við kirkja heilags anda?
Hvítasunnan er hátíð heilags anda og þriðja stórhátíð kristinnar kirkju. Erum við þá hvítasunnufólk, mætti spyrja? Um hvað snýst hvítasunnan? Er hún séreign hvítasunnuhreyfingarinnar í heiminum eða teljumst við vera kirkja heilags anda eins og hvítasunnumenn telja sína kirkju vera kirkju heilags anda? Hvað er það sem ákvarðar hvort kirkja er kirkja heilags anda eða ekki? Ég skal reyna að svara þessum spurningum síðar í ræðunni, ef ekki beint þá í það minnsta óbeint.
Hvítasunnan er hátíð heilags anda og þriðja stórhátíð kristinnar kirkju. Erum við þá hvítasunnufólk, mætti spyrja? Um hvað snýst hvítasunnan? Er hún séreign hvítasunnuhreyfingarinnar í heiminum eða teljumst við vera kirkja heilags anda eins og hvítasunnumenn telja sína kirkju vera kirkju heilags anda? Hvað er það sem ákvarðar hvort kirkja er kirkja heilags anda eða ekki? Ég skal reyna að svara þessum spurningum síðar í ræðunni, ef ekki beint þá í það minnsta óbeint.
Okkur er fluttur sá boðskapur í lexíu og pistli dagsins að heilagur andi sé nánast áþreifanlegur veruleiki. Samt er það nú ekki mjög áþreifanlegt sem um er rætt í sambandi við andann: spádómar, draumar og sýnir. Í pistlinum er það tungutalið sem ber mest á og svo hitt að lærisveinarnir voru þannig í háttu að viðstaddir töldu þá vera drukkna. Samt var hvítasunnudagurinn sem þar er greint er frá engin útihátíð eins og hvítasunnudagar hafa stundum verið hér á landi þar sem unglingar hafa sleppt fram af sér beislinu. Nei, þeir voru ekki fullir af víni. En fullir voru þeir nú samt. En af hverju voru þeir fullir? Þeir fóru fullir af heilögum anda. Og hvað merkir það nú eiginlega? Með hvaða hætti er hægt að tala um það sem ekki er hönd á festandi? Spádómar, draumar, sýnir, alls konar tungumál, ys og þys, gleði og gáski. Er þarna komin lýsing á því sem gerist þegar fólk fyllist heilögum anda? Þegar okkur dreymir drauma er þá andinn að störfum? Ef okkur birtist eitthvað í hugarsýn er andinn þá til staðar? Ef við tölum önnur tungumál, er þá andinn að verki?
Okkur er fluttur sá boðskapur í lexíu og pistli dagsins að heilagur andi sé nánast áþreifanlegur veruleiki. Samt er það nú ekki mjög áþreifanlegt sem um er rætt í sambandi við andann: spádómar, draumar og sýnir. Í pistlinum er það tungutalið sem ber mest á og svo hitt að lærisveinarnir voru þannig í háttu að viðstaddir töldu þá vera drukkna. Samt var hvítasunnudagurinn sem þar er greint er frá engin útihátíð eins og hvítasunnudagar hafa stundum verið hér á landi þar sem unglingar hafa sleppt fram af sér beislinu. Nei, þeir voru ekki fullir af víni. En fullir voru þeir nú samt. En af hverju voru þeir fullir? Þeir fóru fullir af heilögum anda. Og hvað merkir það nú eiginlega? Með hvaða hætti er hægt að tala um það sem ekki er hönd á festandi? Spádómar, draumar, sýnir, alls konar tungumál, ys og þys, gleði og gáski. Er þarna komin lýsing á því sem gerist þegar fólk fyllist heilögum anda? Þegar okkur dreymir drauma er þá andinn að störfum? Ef okkur birtist eitthvað í hugarsýn er andinn þá til staðar? Ef við tölum önnur tungumál, er þá andinn að verki?
Er Guð í náttúruöflunum?
Eða er andinn í náttúruöflunum? Hún er lífseig sú trú að Guð birtist í náttúruöflunum? Við munum eftir flóðinu mikla í SA-Asíu um jólaleytið fyrir rúmu ári. Fólk um allan heim túlkaði hamfarirnar á þann hátt að Guð væri með einhverjum hætti að verki. Sumir gengu svo langt að segja að hann væri að refsa fólki. Þannig var oft ályktað forðum daga og svo er enn. Flestir guðfræðingar líta hins vegar ekki svo á að Guð refsi fólki með náttúruhamförum. En er Guð þá alls ekki í náttúruöflunum? Í Gamla testamentinu er merkileg saga af Elía spámanni sem setti sig upp á móti heiðinni guðsdýrkun og hafi betur með hjálp Guðs að því að talið varð. En hann óttaðist þá er staðið höfðu með falsspámönnum Baals og flýði til fjalla. Þar beið þess sem verða mundi. Hann vildi helst deyja.
Eða er andinn í náttúruöflunum? Hún er lífseig sú trú að Guð birtist í náttúruöflunum? Við munum eftir flóðinu mikla í SA-Asíu um jólaleytið fyrir rúmu ári. Fólk um allan heim túlkaði hamfarirnar á þann hátt að Guð væri með einhverjum hætti að verki. Sumir gengu svo langt að segja að hann væri að refsa fólki. Þannig var oft ályktað forðum daga og svo er enn. Flestir guðfræðingar líta hins vegar ekki svo á að Guð refsi fólki með náttúruhamförum. En er Guð þá alls ekki í náttúruöflunum? Í Gamla testamentinu er merkileg saga af Elía spámanni sem setti sig upp á móti heiðinni guðsdýrkun og hafi betur með hjálp Guðs að því að talið varð. En hann óttaðist þá er staðið höfðu með falsspámönnum Baals og flýði til fjalla. Þar beið þess sem verða mundi. Hann vildi helst deyja.
„Þá sagði Drottinn: ,,Gakk þú út og nem staðar á fjallinu frammi fyrir mér.`` Og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum. Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla.“
Hér er allt annað uppi á teningnum en tengsl náttúruafla og Guðs. Hér er nærveru hans lýst með tilvísun í vindblæ sem hvíslar. Sound of Silence, sungu Simon og Garfunkel, ómur þagnar. Er það þar sem Guð birtist? Er heilagur andi í þögninni? Og er þá hvítasunnufrásögnin um eitthvað allt annað? Þar var nú ekki algjör þögn ef marka má fréttirnar. Þar var hávaði og skvaldur eins og á samkomu þar sem fólk er með víni.
Ef kirkjan væri stöðvuð
Heilagur andi getur birst okkur í kyrrð, þegar hugur og hjarta hvílast í hinum helga og háleita. Heilagur andi birtist líka á gleði fólks, barnslegri gleði og einlægri hamingju yfir lífinu. Fylgjendur Jesú voru yfirmáta glaðir á hvítasunnudag. Þeir fóru út á götur og torg geislandi af gleði og svo mikil var gleðin og yfirfljótandi að sumir hneyksluðust. Hvar er trúargleði okkar? Hvar fær hún útrás? Ef hinar himnesku hersveitir settu bláu ljósin á og stöðvuðu starfið í Neskirkju á ferð sinn um götur og torg og léti söfnuðinn blása í blöðru trúarinnar, mundi hann þá mælast undir áhrifum, áhrifum heilags anda? Hver eru áhrif heilags anda? Hvað merkir það að vera undir áhrifum hans?
Heilagur andi getur birst okkur í kyrrð, þegar hugur og hjarta hvílast í hinum helga og háleita. Heilagur andi birtist líka á gleði fólks, barnslegri gleði og einlægri hamingju yfir lífinu. Fylgjendur Jesú voru yfirmáta glaðir á hvítasunnudag. Þeir fóru út á götur og torg geislandi af gleði og svo mikil var gleðin og yfirfljótandi að sumir hneyksluðust. Hvar er trúargleði okkar? Hvar fær hún útrás? Ef hinar himnesku hersveitir settu bláu ljósin á og stöðvuðu starfið í Neskirkju á ferð sinn um götur og torg og léti söfnuðinn blása í blöðru trúarinnar, mundi hann þá mælast undir áhrifum, áhrifum heilags anda? Hver eru áhrif heilags anda? Hvað merkir það að vera undir áhrifum hans?
Samfélag gleðinnar
Gleðin er eitt af þeim atriðum sem mælanlegu eru og gætu þess vegna greinst í blóðprufu trúarinnar. Gleðin fær meðal annars útrás í messunni, í það minnsta ríkir oft mikil gleði hér í Neskirkju vegna þess að við fyllumst fögnuði yfir því sem Guð gerir á meðal okkar. Og heilagur andi er ekki bara til staðar í messum og guðsþjónustum. Hann er líka til staðar þar sem fólk starfar af heilindum og fyrir friði í heiminum. Teljum við heilagan anda að verki þar sem menn berast á banaspjót? Varla. Er heilagur andi að verki þar sem fólk er kúgað? Er heilagur andi að verki þar sem gæðum er misskipt? Er heilagur andi að verki þar sem menn véla um völd og berjast um að sitja við kjötkatlana? Hvar er heilagur andi að störfum í íslensku þjóðfélagi? Við vitum flest hvar hann er að verki og við vitum líka hvar áhrifa hans gætir ekki. Ef við þekkjum Guð föður og Jesú Krist, þekkjum hugsun þeirra eins og hún kemur fram í Nýja testamentinu, þá þekkjum við heilagan anda og verk hans. Og meira en það, við sjáum spor hans í samfélaginu. Og svo er hann þeim dásamlegu eigindum gæddur að hann getur búið í okkur ef við búum honum stað, sópum og prýðum sálarkima. Þá kemur hann og býr hið innra. Er það dásamlegt að Guð skuli geta búið innra með okkur? Þvílíkt gleðiefni!
Gleðin er eitt af þeim atriðum sem mælanlegu eru og gætu þess vegna greinst í blóðprufu trúarinnar. Gleðin fær meðal annars útrás í messunni, í það minnsta ríkir oft mikil gleði hér í Neskirkju vegna þess að við fyllumst fögnuði yfir því sem Guð gerir á meðal okkar. Og heilagur andi er ekki bara til staðar í messum og guðsþjónustum. Hann er líka til staðar þar sem fólk starfar af heilindum og fyrir friði í heiminum. Teljum við heilagan anda að verki þar sem menn berast á banaspjót? Varla. Er heilagur andi að verki þar sem fólk er kúgað? Er heilagur andi að verki þar sem gæðum er misskipt? Er heilagur andi að verki þar sem menn véla um völd og berjast um að sitja við kjötkatlana? Hvar er heilagur andi að störfum í íslensku þjóðfélagi? Við vitum flest hvar hann er að verki og við vitum líka hvar áhrifa hans gætir ekki. Ef við þekkjum Guð föður og Jesú Krist, þekkjum hugsun þeirra eins og hún kemur fram í Nýja testamentinu, þá þekkjum við heilagan anda og verk hans. Og meira en það, við sjáum spor hans í samfélaginu. Og svo er hann þeim dásamlegu eigindum gæddur að hann getur búið í okkur ef við búum honum stað, sópum og prýðum sálarkima. Þá kemur hann og býr hið innra. Er það dásamlegt að Guð skuli geta búið innra með okkur? Þvílíkt gleðiefni!
Og nú skulum við líta á guðspjall dagsins og skoða hvað Jesús segir þar. Hann talar um elsku. „Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.“ Jesús og Faðirinn koma og setjast að. Nærvera þeirra er heilagur andi.
Og nú skulum við líta á guðspjall dagsins og skoða hvað Jesús segir þar. Hann talar um elsku. Jesús og Faðirinn koma og setjast að. Nærvera þeirra er heilagur andi.Elskum við Jesú? Þá liggur nærri að spyrja: Hvað felst í því að elska? Kærleikurinn er ekki tilfinning. Hann er eitthvað allt annað. Kærleikurinn er verknaður, gjörð, athöfn. Að elska er að sýna elsku, framkvæma elsku. Ef við elskum Jesú þá verðum við að elska náungann. Einstaklingar eða söfnuður sem elskar ekki náungann, elskar ekki Guð. Ef við gerum náunga okkar ekki gott erum við ekki á vegi Guðs. Þjóðfélag sem hugsa vel um þau sem minna mega sín, styður fátæka, mætir þörfum einstæðinga, fatlaðra, allra sem standa höllum fæti, er á vegi Guðs en það þjóðfélag sem gleymir hinum þurfandi er á villigötum.
Ef við lítum yfir söguna og skoðum það sem áunnist hefur í réttindum til handa almenningi, þar sem réttlæti og sanngirni, elska og umhyggja hafa stýrt gjörðum fólks, þá sjáum við spor heilags anda á vegi sögunnar. Margar stjórnmálahreyfingar og stofnanir heimsins líta svo á að það beri að rétta hlut fátækra, að fjölskyldur skuli studdar til góðra verka, að kúgaðir skuli leystir úr fjötrum rangsleitni, en aðeins ein hreyfing fólks lítur svo á að það verk allt eigi sér stað fyrir hvatningu og sé knúið áfram af andanum sem heitið var og úthellt af honum sem reistur var upp frá dauðum, það er kirkja Krists.
Heilagur andi er hjálpari sem styður allt sem gott er. Hann er hjá okkur og við sækjum kraft okkar til þjónustunnar til heilags anda. Guð er að verki í okkur og í söfnuði okkar, í kirkju sinni á jörðu. Heilagur andi er áhrifaríkasta persóna veraldar.
Erum við undir áhrifum? Hvernig mælist trúin í lífi okkar? Hvað kemur í blöðruna þegar blásið er? Hvað segir blóðprufan?Við vitum það sjálf hvar og hvenær heilagur andi er að verki. Við vitum að áhrifa hans getur gætt í lífi okkar og kirkjunnar. Við vitum að Guð hefur heitið okkur því að yfirgefa okkur aldrei. Hann er hjá okkur í heilögum anda. Nærvera hans birtist í trúargleði og löngun til að leggja lífinu lið í þeim anda sem Jesús Kristur starfaði í. Við erum kölluð til að lifa í einum og sama andanum. Sækjumst eftir því að vera undir sem mestum áhrifum, áhrifum heilags anda Guðs.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er enn og verður um aldir alda. Amen.