Jes.
65.17-19
Róm.
8:18-25
Mt.
25:31-46
Biðjum:
Ó
ljóssins faðir, lof sé þér,
að
líf og heilsu gafstu mér,
og
föður minn og móður.
Nú
sest ég upp því sólin skín,
þú
sendir ljós þitt inn til mín.
Ó,
hvað þú, Guð, ert góður. (sálmur 543:1vers) Amen.
Náð
sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
…mun
þaðan koma
Í
trúarjátningunni segir m.a. um Jesú Krist:
„...situr
við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og
dauða.“
Hafið
þið tekið eftir þessu?
Hafið
þið tekið eftir þessu orðalagi í postullegu trúarjátningunni sem við förum
ávallt með hér í helgihaldi kirkjunnar?
Hvað
þýðir þetta í þínum huga að Jesús muni koma aftur og dæma lifendur og dauða?
Já,
það þýðir víst það að við erum öll undir ákveðnum dómi, Guð mun dæma.
En
hver er dómurinn?
Einhver
sagði að samkvæmt kristinni trú væri dómur Guðs ávallt sýknudómur, yfir þeim
mönnum sem vilja taka á móti mildi Guðs og nærveru, sáttargjörð og
fyrirgefningu.
Einhver
annar orðaði það þannig að samkvæmt þessu værum við öll skattskyld bæði á jörðu
og á himni. Það væri líkt með himnaföðurinn og skattayfirvöld, að frá hvorugum kæmumst
við, án þess að greiða það sem okkur ber.
Mælikvarðinn
En
hver er svo mælikvarðinn gagnvart Guði? Við þekkjum öll skattprósentuna, skattþrepin,svo
við þurfum ekki ræða þau mál frekar hér.
Um
mælikvarðann gagnvart Guði fjallar Jesús hins vegar í samtalinu í guðspjalli
dagsins. Við köllum þetta helga texta sem við lesum úr í kirkjum landsins, því
þeir hafa verið valdir til þessara nota. Kynslóðirnar hafa valið þessa texta
til að við notum þá í þessum tilgangi. Samhengi helgihaldsins eru bænir,
tónlist, söngur, sem snerta okkur djúpt, og svo ýmsir textar, leiðbeiningar og
mælistikur sem í samhengi helgihaldsins geta haft djúp og jákvæð áhrif á okkar
líf.
Jesús
svarar spurningunni um mælikvarðann gagnvart Guði og biður okkur að líta til
náungans.
Mælikvarðinn
er breytnin gagnvart náunganum, gagnvart hinum þurfandi. Við finnum það þegar
okkur gefst færi á að rétta einhverjum hjálparhönd, fæða einhvern hungraðan, hýsa
einhvern sem skortir húsaskjól, klæða hina þurfandi, lækna og vitja, hvað það
er einhvern vegin það sem skiptir öllu, og gefur lífi okkar djúpa merkingu.
Þegar við getum á raunverulegan máta lagt einhverjum öðrum lið, þá er sem
himnaríki sé komið á jörð.
En
einmitt þegar við sjáum slíka þörf og aðhöfumst ekki, þá er sem andstæða
himinsins sé orðin hér á jörð og sé reynsla okkar.
Það
er einmitt þetta sem Jesús segir.
Hér
og nú, og einnig í eilífðinni
Textinn
er býsna dæmandi. Þarna eru sumir sem munu erfa ríkið, eins og sagt er, munu
fara til eilífs lífs, hinir til eilífrar refsingar.
Eilífðin.
Hvernig eigum við mannfólkið að skilja þetta hugtak? Við sem erum svo háð
tímanum. Við sem teljum okkar daga og ár, við sem ávallt lifum innan ákveðinna marka,
upphafs og endis.
Þegar
litið er til eilífðar Guðs má segja að hver stund sé sú sama. Þ.e.a.s. í
eilífðinni er ekkert upphaf og enginn endir. Þess vegna má segja að á sama tíma
og við gætum horft fram til dóms, einhvern tíman í framtíðinni, við endalok
lífs okkar, eða við endalok tímanna, þá er Jesús miklu frekar að horfa til
lífsins okkar hér og nú, til þessarar stundar og hverrar stundar ævinnar.
Þegar
talað er um eilíft líf í Biblíunni, þá hafði söfnuðurinn í kringum Jesú engan
sérstakan áhuga á því hvað gerist eftir líf okkar hér á jörðu, eftir dauðann.
Miklu frekar hafði fólk áhuga á því hvernig best væri að lifa lífinu hér og nú.
Hvernig lifum við lífinu í fullri gnægð? Um það fjallaði þetta hugtak, eilíft
líf, þ.e.a.s. hvernig öðlumst við eilíft líf, hvernig lifum við lífinu í fullri
gnægð, hvernig lifum lífinu í samræmi við vilja Guðs?
Þegar
við höfum eilífðina í huga má segja að það sé um það sama að ræða. Því eilífðin
markast ekki af tímaramma, upphafi og endi, heldur ríkir eilífðin núna, eins og
eftir okkar daga og fyrir okkar daga.
Það
sem við höfum raunveruleg áhrif á er auðvitað líf okkar hér og nú, dagurinn í
dag, þessi stund. Og það er það sem Jesús vísar okkur til, þ.e.a.s. að við
lifum lífinu þannig að í hverjum þurfandi manni mætum við honum, einmitt nú,
einmitt hverja stund. Hvar sem neyðin ríkir, þar fáum við tækifæri til að þjóna
ekki aðeins þeim þurfandi manni, heldur einnig honum og Guði.
Það
er verkefnið.
Þannig
lifum við lífinu í fullri gnægð.
Samviskan
Við
finnum þetta innra með okkur. Það er eitthvað innra með okkur sem togar okkar í
þá átt og segir okkur til. Samviska og réttlætiskennd og annað sem við höfum
frá skaparanum fengið til að nema það sem rétt er. Og kannski má segja að þar
sé vísir að Guði sjálfum, þ.e. í okkar innri manni, líkt og Steingrímur
Thorsteinsson orðaði svo ágætlega: Guð í alheims geimi. Guð í sjálfum þér.
Hann
sagði s.s.:
Trúðu
á tvennt í heimi.
Tign
sem æðsta ber.
Guð
í alheims geimi.
Guð
í sjálfum þér.
Guð
í sjálfum þér.
Kristinn
mannskilningur – Imago Dei
Hin
kristna sýn er s.s. sú að hvert og eitt mannsbarn sé verðmætt í sjálfu sér. Það
er ekkert sem við gerum eða gerum ekki, sem er mælikvarðinn á það hvort Guð
elskar manninn og hvort maðurinn sé verðmætur, heldur bara það að við skulum
vera til.
Það
er auðvitað hreint undur að hvert og eitt mannsbarn skuli vera einstakt, en
þannig er það auðvitað, eins og við vitum.
Í
hinu Biblíulega samhengi er hugtak sem heitir Imago Dei. Það hefur verið þýtt
„í mynd Guðs“.
Þetta
hugtak kemur fram í sköpunarsögu Fyrstu Mósebókar, 1. Mós. 1:27. Imago Dei er latína,
sem hefur verið þýtt á ensku sem „image of God“ eða á íslensku „í mynd Guðs“.
Þ.e.a.s. að maðurinn sé skapaður í mynd Guðs. Það vísar til einhverra þeirra
eiginleika sem einkenna okkur mannfólkið, sem eru ólíkir öllum öðrum eiginleikum
sem birtast í öðrum skepnum jarðar, sem snýr þá væntanlega að samvisku,
réttlætiskennd, mennsku og öðru slíku, sem í þessu ljóði er haldið fram að séu
eiginleikar Guðs.
Þetta
er auðvitað leið til að nálgast þessa stöðu sem maðurinn er í gagnvart
sköpuninni og skaparanum.
Þessa
stöðu sem birtist hvað best í því hvað við veljum. Hvernig við nýtum okkar
frjálsa vilja, og veljum að koma fram við aðra, hvernig við lifum lífinu og
verjum okkar tíma og hugsum um annað fólk og heiminn allan.
Hugsum
við bara um okkur sjálf, framgang okkar og hagsmuni, eða horfum við til þeirra
sem í kringum okkur eru, og þeirra sem líða.
Hvernig
gengur okkur?
Hvernig
gengur okkur að lifa í þessari eilífð, sem Jesús vísar til? Þ.e.a.s. að lifa
lífinu í fullri gnægð, lifa lífinu í samræmi við þá mælistiku sem Jesús leggur
upp með í texta dagsins?
Hverjir
eru það í okkar samfélagi sem eru utan rammans, utan heimilis, öryggis, sem eru
klæðalausir, matarlausir?
Það
er merkilegt með þessa öldnu texta, helgu texta, að þeir eiga alltaf við, þetta
eru hin sístæðu viðfangsefni mannlífsins, og alltaf getum við gert betur.
Þessar
spurningar verða ágengari í kringum komandi hátíðar, á aðventu og jólum. Því þá
stendur það okkur svo nærri að allir séu með og enginn útundan, það verður
einhvern vegin svo áþreifanlegt.
Hér
í þessari byggingu, Grensáskirkju, má sjá viðleitni kirkjunnar til að uppfylla þessar
kröfur Jesú. Hér eru höfuðstöðvar Hjálparstarfs kirkjunnar, sem eru að vinna
gríðarlega öflugt, faglegt og mikilvægt starf í landinu. Það starf fer ekki
aðeins fram hér á þessari torfu eða hér í höfuðborginni, heldur um land allt.
Hið faglega starf Hjálparstarfsins hefur síðan áhrif allsstaðar á landinu þar
sem kristinn söfnuður þjóðkirkjunnar er starfandi, með ráðgjöf, stuðningi og
hjálparstarfi við einstaklinga og hópa. Starfsemin hefur verið leiðandi í
starfi með öllum þeim sem eru á jaðrinum í samfélaginu. Önnur félagasamtök,
sveitarfélög og einstaklingar hafa litið til Hjálparstarfs kirkjunnar til að njóta
stuðnings í hinni mikilvægu þjónustu við hina þurfandi.
Dagsetur
fyrir heimilislausar konur er einnig starfsrækt hér á fyrstu hæðinni, undir
merkjum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar hefur kirkjan tekið frá húsnæði og starfsfólk
til að sinna þeim viðkvæma hópi fólks, kvenna, sem eru utan heimilis, öryggis.
Þetta hús er því athvarf og skjól þeim sem hvergi eiga annað skjól að finna.
Við
erum öll
Við
erum öll í þeirri stöðu að vera þurfandi. Allar manneskjur koma ósjálfbjarga
inn í þennan heim. Flest okkar fáum tækifæri til að leggja öðrum lið og gera
gott, einhvern tíman á lífsleiðinni. Flest ef ekki öll þurfum við á einhverjum
tímapunkti að njóta stuðnings annarra.
Eins
og gömul kona sagði við mig í vikunni: Hún hafði farið með börnum sínum og
fjölskyldu erlendis fyrir nokkru, stórfjölskyldan saman. Þar var hún studd af
börnum og barnabörnum, sat til dæmis í hjólastól og var keyrð í gegnum flugstöðvar,
fékk einnig að halda sér í styrkan armlegg barna og barnabarna: „Já og ég
sem studdi ykkur, þegar þið voruð lítil börn! Nú er dæmið búið að snúast við!“
Þannig gengur þetta, hún var svo studd á þessu ferðalagi, þegar árin og
áratugirnir höfðu farið um hana höndum og heilsunni farið að hraka.
Þetta
er auðvitað allt eðlilegt, lífsins gangur.
Guð
mitt á meðal
Ekki
er þetta aðeins verkefni okkar hvert gagnvart öðru, heldur má segja að það sé
heilög skylda, því slík þjónusta öll er ekki bara þjónusta við fólk, heldur einnig
við Guð.
Slík
kærleiksþjónusta er þjónusta við Guð.
Eins
og Jesús segir: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér
gert mér.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.
Takið postullegri kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé og veri með yður öllum. Amen.
Síðasti sunnudagur kirkjuársins
Grensáskirkja, 20. nóvember 2022 kl. 11