Trú.is

Dómurinn

Lífið er gjöf. Frá Guði, og ber að skoðast í því ljósi. Og ef við veltum ferðalokunum fyrir okkur þá hygg ég að óhætt sé að treysta Guði fyrir því að hafa eitthvað það í hyggju fyrir okkur sem er langt umfram það sem við óskum eða væntum.
Predikun

Samtal við almættið

Sagan um Job er saga þessa fólks. Hún birtir okkur mynd af því þegar manneskjan hrópar út í tómið og reynir að fá einhvern skilning í óréttláta tilveruna. Hann hrópaði á Guð eins og konan í Grindavík gerði, eins og fólkið í Úrkaínu, aðstandendur þeirra sem myrt voru á Nova tónlistarhátíðinni í Ísrael, fólkið á Gaza.
Predikun

Breytnin gagnvart náunganum er mælikvarðinn

Hvar sem neyðin ríkir, þar fáum við tækifæri til að þjóna ekki aðeins þeim þurfandi manni, heldur einnig Guði.
Predikun

Framtíð hér og nú!

Sjálfsmildi er fjarri, við reynum að slökkva þorstann og hungrið með skyndilausnum, sökkvum okkur í símann, erum alltaf á ferðinni vegna þess að ef við stoppum, sitjum við uppi með okkur sjálf og óttann við endanleikann og tilvist sem er full af tómi og óuppfylltum löngunum og brostnum vonum. Og hungrið verður sífellt meira og við erum með varanlegan munnþurrk af þorsta.
Predikun

„Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig"

Frá upphafi hefur sjálfsmynd kirkju Krists verið skýr: Hún hefur litið á það sem köllun sína og hlutverk að vera birtingarmynd guðsríkisins á jörðu – jafnvel þótt ekki væri nema sem skugga væri varpað af hinu sanna „dýrðarlandi“. Í þessari köllun felst mikil ábyrgð en um leið er hún stórkostleg gjöf því hvað er stórkostlegra en að vera trúað fyrir að gefa hina stærstu gjöf áfram, gjöfina sem er fagnaðarerindi Krists og trúin á kærleika Guðs? þess vegna komum við til kirkju ár eftir ár, til þess að upplifa og auðsýna þakklæti fyrir öll dásemdarverk Guðs, minnast þeirra með lestri ritningarinnar og lofa skapara alls í bænum og söng.
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Fyrirheit Guðs

Já, hann sagðist koma aftur… Vegna þessa fyrirheitis trúum við á Jesú… Ævintýrin í sögubókinni enda á síðustu blaðsíðu en við eigum að horfa til himins, því þar eigum við eftir að lifa ævintýrið okkar…
Predikun

Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu

Endalok eru allt í kringum okkur. Sífellt kveðjum við eitthvað. Í lok dags á föstudaginn kvöddum við þá vinnuviku og mögulega fannst okkur sem hún væri nýbyrjuð – svo hratt líða dagarnir.
Predikun

Hinsta stund og kærleikurinn

Ræða flutt í Glerárkirkju á síðasta degi kirkjuársins 2016 þann 20. nóvember. Texti dagsins var Mt.25.31-46, Dæmisagan um Mannsoninn og dóminn á efsta degi. Jesús fer fram á að við gerum miskunnarverkið, kærleikurinn er ekki orðin tóm heldur samstaða með þeim smæstu. Kærleikurinn er að taka sér stöðu með þeim, vera í þeirra hópi, eins og konungur konunganna. Þannig birtist Guð í kærleikanum.
Predikun

As-salamu alaykum

Okkar er að elska og það gerum við með því að stöðva ofbeldið, styðja þau sem hafa orðið fyrir barðinu á því og með því að leyfa hatrinu ekki að komast að. Neskirkja hefur tekið höndum saman við múslima við að gleðjast yfir því sem gerir okkur ólík og biðja um þann frið sem trú okkar beggja boðar.
Predikun

Þversagnir lífsins

En það er einmitt þannig sem lífið er alltaf. Fullt af þversögnum. Við þurfum alltaf að vera að glíma við hvort tveggja í einu, stríð og frið, gleði og sorg, ást og hatur. Raunveruleikinn er sá að við náum aldrei því ástandi að friðurinn, gleðin og ástin nái fullum tökum á lífinu, hitt fylgir alltaf með.
Predikun

Já, ég skipti máli

Hvað er þá þetta með eldsvítið og eilífar þjáningar hinna fordæmdu?
Predikun