Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1. Hvort sem fólk trúir á Biblíuna eða ekki þá hlýtur sérhver maður að hafa einhvern tímann íhugað kraftaverk í lífi sínu. Í Biblíusögunum eru margar sagnir af kraftaverkum. Ég tók kristna í Japan þegar ég var tvítugur. En Japan er ekki kristin þjóð og er enn verið að boða þar fagnaðarerindi Jesú Krists. Ég þekki því ágætlega til hvernig margir Japanir, sem nýlega hafa kynnst Biblíunni, bregðast við kraftaverkasögur hennar. Sumir segja hana heillandi einmitt vegna þeirra en öðrum finnst erfitt að leggja trú sína á Biblíuna vegna kraftaverkanna. Í umræðunni virðist mér þó að það fólk leggi ekki sömu merkingu í orðið ,,kraftaverk”.
Í okkar daglega lífi virðist hugtakið “kraftaverk” hafa tvenns konar áherslur eða blæbrigði. Í fyrsta lagi er “kraftaverk” : “verk sem yfirnáttúrlegt afl þarf til að vinna af því það fer í bága við náttúrulögmál” eins og segir í íslenskri orðabók. Í öðru lagi þýðir orðið “kraftaverk” stundum aðgerð Guðs sem Honum þóknast að eigi sér stað eftir væntingum okkar mannanna. Þessi tvö blæbrigði felast í hugtakinu ,,kraftaverk” en það er þess vegna sem eðli þess er tvenns konar.
Fyrra eðli þess eða nálgun er sú að kraftaverk verður ekki útskýrt með vísindalegri þekkingu eða rökum, en hitt eðlið er að kraftaverk er Guðs vilji sem kemur til móts við væntingar manna á einhverju fyrirbæri.
Varðandi fyrra eðlið, sem sagt að kraftaverk verður ekki útskýrt með því sem menn kalla skynsemi eða rök, þá hefur rýmið til óútskýranlegra kraftaverka þrengst í mannlegri tilvist meðfram þróun vísindalegrar þekkingar mannkyns. Vitaskuld geta vísindi nútímans ekki útskýrt allt sem gerist í heiminum, en þau hafa samt gert mönnum það kleift að útskýra flesta hluti í jarðnesku lífi, án Guðs.
Margir telja því að jafnvel þótt til séu fyrirbæri sem enn er ekki hægt að útskýra með nútímavísindum þá muni það verða hægt í framtíðinni og trúa þá fremur á vísindin en Guð. Það má segja að jarðneski heimurinn rati sína leið. Við sem erum trúuð þurfum ekki að óttast þessa staðreynd. Þetta er góð þróun þar sem hún hjálpar mannkyninu til að losna við hjátrú og falska guði en gerir það hins vegar skýrara hvers konar fyrirbæri það er að tilheyra í alvöru krafti Guðs.
Í dag þurfa menn þannig ekki að tengja öll fyrirbæri á jörðinni við Guð. Jarðskjálfti er ekki reiði Guðs og myrkvi er ekki aðvörun Guðs. Hinn jarðneski heimur er nefnilega orðinn “sjálfstæðari frá Guði”. En það hefur hins vegar komið í ljós að við í jörðinni þurfum að fylgja meginreglu þess heims í staðinn fyrir “ráð Guðs”. Reglan er sú að gott og vont hendir alla án tillits til þess hvort menn séu góðir eða vondir, trúaðir eða ekki trúaðir. Vondur maður getur unnið í Lottói og trúaður maður getur lent í bílslysi. Þetta geta verið örlög fólks í jarðneska heiminum hvort sem okkur þóknast þau eða ekki, finnst þau sanngjörn eða ekki.
Páll postuli sagði: ,,Laun syndarinnar er dauði” (Róm. 6:23) en það er víst að þessi örlög eru einnig laun hins synduga heims. Og þar sem þessi örlög eru eins og grá ský yfir jarðneska heiminum, missum við stundum af sólskininu frá Guðs ríki sem er einnig rétt yfir heiminum okkar. Og þannig lifum við í þeim misskilningi að Guðs ríki sé langt frá okkur, jafnvel á stað þar sem aðeins dauðir menn lifa.
2. Guðspjall dagsins er samtal á milli Jesú og Mörtu og inngangur að kraftaverkssögu af upprisu Lasarusar. Í þá daga hlýtur ýmislegt í lífi fólks að hafa verið enn í dul heimsins og svokallað “kraftaverk” gæti verið nær hversdagslífi þess. En Marta er hér að gráta missi Lasarusar. Hún mætti örlögum jarðneska heimsins og missti bróður sinn en hann var enn ungur.
Eins og við þekkjum vel, var hún manneskja sem lagði mjög mikla trú á Jesú. Viðhorf Mörtu til Jesú er mjög mannlegt. Hún sýnir mikið traust á kraft Jesú og segir: “Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn”. En samtímis er hún með orðum sínum að ásaka Jesú. Tilfinningalega er hún í kreppu milli örlaga hins jarðneska heims og vonarinnar á kraft Jesú.
Síðan segir Jesús: “Bróðir þinn mun upp rísa”, en Marta svarar: “Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi”. Marta heldur í trúna á Guð og það er gott hjá henni. Engu að síður skilur hún ekki alveg að kraftur Guðs gæti hafa haft bein áhrif á dauða bróður hennar eða m.ö.o. nú lifir Lasarus í Guðs ríki og þarf ekki að bíða eftir efsta degi. Því vonin sem hún heldur í er aðskilin frá raunveruleika sem hún þarf að horfast í augu við og vonin er orðin eins og skreyting sem vísar til framtíðar. Þegar vonin var orðin að skreytingu, voru yfir Mörtu hin gráu ský jarðneska heimsins, þótt hún væri ekki meðvituð um það sjálf.
Þá segir Jesús: “Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja”. Það sem Jesús kennir Mörtu er að Guðs ríkið er hvorki langt í burtu frá lífi okkar hér né heimur í framtíðinni, heimur eftir dauðann. Þegar maður trúir á Jesú, er maður inni í Guðs ríki, þegar í staðnum. Guðs ríki er svo náið lífi manns.
Eftir að Jesús sagði Mörtu þessi orð, kallaði hann Lasarus til baka frá dauðanum. Þetta var stórt kraftaverk. Guðspjallið ítrekar að Lasarus var sannlega dáinn, en ekki meðvitundarlaus. Upprisa Lasarusar er að mörgu leyti áhugaverð, en hugum að þremur atriðum núna. Í fyrsta lagi, upprisa Lasarusar er sannarlega sönnun að kraftur Guðs er sterkari en þau örlög að deyja. Þetta er fyrsta merking kraftaverksins í heildarsamhengi atburðarins. Í öðru lagi sýnir upprisan hversu náið Guðs ríki er lífi okkar. Guðs ríkið er hér og nú, en við þekkjum það ekki vegna grárra skýja heimsins.
Í þriðja lagi þurfum við að spyrja okkur sjálf einnar spurningar: ,,Af hverju gerði Jesús þetta kraftaverk aðeins fyrir Lasarus?” Satt að segja er frásaga til í Mattheusarguðspjalli eða Postulasögunni af sams konar kraftaverki, en samt eru dæmin fá miðað við fjölda dauðstilfella á jörðinni. Hvað er munurinn á milli Lasarusar og allra annarra? Var sérstök ástæða fyrir því að Lasarus var kallaður til lífs aftur? Við getum spurt sömu spurningar en með öfugum formerkjum. Af hverju lætur Jesús ekki aðra menn risa upp frá dauðum? Stundum er gott að kanna það sem gerðist ekki, fremur en að athuga það sem gerðist. Svarið er einfalt. Það er ekki þannig að upprisa gerist ekki hjá öðrum, hún á sér stað hjá öllum öðrum líka en við þekkjum það ekki. Ástæða þess að margir komu til Lasarusar til þess að sjá hann með sínum eigin augum var sú að Lasarus reis upp á dularfullan hátt, nefnilega á Guðs “kraftaverkalegan” hátt. En við skulum muna það að upprisa Lasarusar var tímabundin við jarðnesku örlögin eins og líf hans þar til hann dó í fyrsta skipti. Þess vegna er upprisan eins og Lasarus hefði upplifað hana er alls ekki endanlegur vilji Guðs fyrir okkur öll.
Guðs vilji er stærri og dýpri en upplifun Lasarusar. Guð gefur okkur aðgang að Guðs ríkinu og þar eignumst við eilíft líf. “Hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja”. Þessi orð Jesú eru raunar miklu undanlegri en upprisa Lasarusar en þau fara oft fram hjá augum okkar manna, þar sem þau hljóma ekki svo dramatísk. Hér gætir enn og aftur misskilnings hjá okkur eins og vilji Guðs eða náð Guðs ætti að birtast eingöngu sem áberandi kraftaverk. 3. Þar sem jarðneski heimurinn er blanda af góðum hlutum og vondum, misskiljum við oft og teljum að kraftaverk, sem eru óútskýranleg með heilbrigðri skynsemi, séu eina sönnunin á krafti Guðs eða náð Guðs. En reyndar er kraftur Guðs og náð ávallt kraftur Guðs og náð hvort sem þau birtast á venjulegan hátt eða á máta sem ekki er trúarlegur. Jafnvel þótt hægt sé að útskýra eitthvert fyrirbæri með vísindalegri eða heilbrigðri skynsemi, og lítur ekki út fyrir að koma á óvart þá getur það jú samt og enn verið náð Guðs og sönnun kærleiks Guðs.
Sólskin eða nýtt líf í maga móður er hægt að greina á fullkomnalega vísindalegan hátt, en eru þau ekki náð Guðs til okkar og gjöf, og undur þó í annarri merkingu en dularfullt fyrirbæri sé? Sú gleði sem við skynjum á húð okkar þegar geislar sólarinnar skína á hana og sú hamingja sem fæðist inn í okkur þegar við kynnumst nýju líf er ólýsanleg og verður ekki vísindalega skilgreind. Hvernig getum við lýst þeim þá? Er náð Guðs eða kraftaverk Guðs ekki nákvæm lýsing fyrir þau? Náð Guðs takmarkast ekki í “kraftaverkum” í þeirri merkingu þar sé um dularfullu fyrirbæri að ræða. Og reyndar er kraftaverk ekki hið sama og dularfullt fyrirbæri. Kraftaverk er eitthvað í lífi okkar sem við getum ekki hugsað um án þess að við þökkum fyrir náð Guðs.
Við lifum í jarðnesku lífi, en samt erum við íbúar Guðs ríkisins. Það er forréttindi okkar að við getum séð Guðs ríkið gegnum gráu skýin sem stundum eru yfir jarðneska heiminum. Hversu mikið af náð Guðs er í heiminum okkar? Hversu margar gjafir gefur hún lífi okkar? Hvað eru margar englar eru í nágrenni okkar? Munum að athuga þessi atriði í kringum okkur sérstaklega þegar við eigum í erfiðleikum. Sælir eru þeir sem geta séð hluti í Guðs ríkinu á meðan þeir eru hér á jörðinni. En það er okkur öllum hægt vegna trúar á Jesú Krist. Það er sannarlega undursins kraftaverk fyrir okkur að geta séð Guðs ríki í gegnum jarðneska heiminn, meira undrandi en að sjá eitt dularfullt kraftaverk. Og þannig töpum við aldrei gleði í trúnni og von á Jesú.
Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan, en hann er málari og ljóðskáld. Hann lentist í slysi þegar hann var ungur og líkami hans lamaðist allur og þannig hefur hann lifað í 40 ár þar til í dag. Hann lærði að mála með penna í munni og yrkja á rúmi á spítalanum. Hér er eitt ljóð eftir hann:
Það var spáð snjókomu í dag en þó blómstrar rósin í fegurð sinni í garðinum með appelsínugulu brumi og segir: Þetta er lífið.
Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Amen.