Jes. 43:8-13
1.Jóh.5:4-12
Jóh. 20:19-31
Biðjum:
Þinn
andi, Guð, mitt endurfæði sinni
og
í mér skapi hjarta nýtt og gott,
er
aftur verði eftir líking þinni
og
ávallt beri þinnar myndar vott. (Sálmabókin 332:3)
Amen.
Náð
sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Friður
Textar
kirkjuársins veita okkur samfylgd með Jesú. Í gegnum frásagnirnar fáum við að
fylgja Jesú á lífsveginum, allt frá fæðingu hans til dauða.
Stórhátíðir
kirkjuársins marka þá viðburði, fæðingu Jesú á jólum og krossfestingu og dauða
Jesú í dymbilviku, og síðan upprisu á páskum.
Frásagnir
páskanna ögra hinum augljósu staðreyndum lífsins um endalok og dauða, með
boðskap um upprisu og eilíft líf.
Í
kjölfar reynslu sorgar og missis, áfalls, er lærisveinarnir misstu læriföður
sinn, mætir hann þeim upprisinn í guðspjallatexta dagsins.
Hann
kemur til þeirra, þar sem þeir höfðu safnast saman á bak við luktar dyr,
óttaslegnir við yfirvöldin, þar sem þeim hlyti einnig að stafa hætta af ráðandi
öflum samfélagsins, fyrst lærifaðir þeirra hafði verið tekinn af lífi á svo
hrottafenginn máta.
Fyrsta
orðið sem Jesús segir við þá er, friður. Það er í raun bæn, sem hann biður
fyrir þeim, friður sé með yður. Megi friðurinn vera ykkar reynsla. Friður sé
með þér.
Megi
friðurinn hrekja óttann á brott, megi friðurinn vera reynsla manna, ávallt.
Sending
– þú færð hér með hlutverk
Á
sama hátt og Jesús sinnti því hlutverki hér í heimi sem Guð faðir hafði falið
honum, sendi Jesús lærisveina sína af stað til þjónustu við lífið.
Hann
segir: „Eins og faðirinn hefur sent mig, sendi ég ykkur.“
Að
fylgja Jesú í lífinu er að taka við þeirri köllun, taka við því hlutverki að vera
lærisveinn hans hér í heimi, vera til þjónustu reiðubúinn gagnvart náunga okkar
og samfélagi, láta okkur varða um alla menn, þjóna lífinu og grósku þess og
framgangi í öllum þeim fjölbreyttu myndum sem það vex fram.
Hamingja
og þróttur
Við
þekkjum það hve mikilvægt það er að hafa hlutverk. Þegar við finnum kröftum
okkar farveg til góðs, með hvaða hætti sem það nú er, þá stuðlar slíkt að
hamingju og því að þróttur okkar vex.
Þegar
við höfum hlutverk og verkefnum að sinna, þá glæðir það lífið tilgangi.
Eins
þegar við finnum okkur sem hluta af stærri heild.
Það
getur verið á vettvangi fjölskyldunnar, íþróttafélagsins, kórsins, skátanna,
Rótarý, Kvenfélagsins, æskulýðsfélagsins eða hvar annarsstaðar sem
einstaklingar koma saman til að vinna að einhverju góðu og uppbyggilegu. Í
slíku samhengi er gjarnan einn plús einn meira en tveir. Í slíku starfi styrkjum
við hvert annað og eflum félagsauðinn og samfélagið verður stærra og betra.
Stærra
samhengið
Svo
er það samfélagið á vettvangi kirkjunnar. Í hinu stærra samhengi þá erum við
einnig hluti af kirkjunni í heiminum, þeim öllum sem fylgja vilja Jesú á
veginum og fara að fordæmi hans. Þar eru allir kristnir sem systkini, óháð
trúfélagsskráningu og kirkjudeildum. Biblían á ýmis hugtök til að lýsa þessu,
sem eru okkur kannski framandi í nútímanum, eins og samfélag trúaðra, allir
heilagir, og þannig mætti áfram telja.
Ritarar
Biblíunnar gerðu sér sem sagt grein fyrir mikilvægi þessa, þ.e.a.s. að við
hefðum hlutverk hér í heimi og verkefnum að sinna, gagnvart hvert öðru og
samfélaginu, og einnig því að saman eflum við félagsauðinn til góðs fyrir alla.
Hvað
hétu lærisveinarnir? Tómas var einn af þeim
Í
Jóhannesarguðspjalli er enginn nafnalisti yfir lærisveinana tólf. Í hinum
guðspjöllunum eru nafnalistar, en þeim ber ekki alveg saman. Í
Mattheusarguðspjalli eru nöfn lærisveinanna tólf eftirfarandi: Símon Pétur,
Andrés bróðir hans, Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og
Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus,
Símon vandlætari og Júdas Ískaríot.
Markúsarguðspjall
er samhljóða Mattheusi að þessu leiti, en í Lúkasarguðspjalli er getið um Júdas
Jakobsson, í stað Taddeusar.
Sjálfsagt
væri hægt að kafa frekar ofan í þessa nafnalista og þennan mismun, en ekki
verður það gert í þessum fáu orðum hér.
Fjöldi
lærisveinanna hefur ekki verið tilviljun. Talan tólf hefur margvíslegar skírskotanir
í hinu Biblíulega samhengi. Ættkvíslir Ísraels voru einnig tólf. Í
mettunarfrásögum guðspjallanna er Jesús mettar fjöldann með fimm brauðum og
tveimur fiskum, eru leyfarnir tólf fulla körfur.
Talan
tólf skýrskotar til heildarinnar, heimsins alls.
Eiginleikar
lærisveinanna einnig, skírskota til allra manna.
Pétur,
sem Jesús sagðist myndi byggja kirkju sína á, var alltaf fljótur að trúa. Þegar
Jesús kom gangandi til þeirra á vatninu steig hann úr bátnum og gekk til móts
við Jesú á vatninu, en þegar óttinn greip hann, tók hann að sökkva.
Tómas
lærisveinn, er sá lærisveinn sem stendur fyrir gagnrýna hugsun.
Hvaða
vitleysa var þetta eiginlega, varðandi upprisuna, hann þurfti sönnun, hann
þurfti að sjá, rannsaka sjálfur og þreifa á.
„Sjái
ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt
hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“
Mikið
skil ég þessa afstöðu vel.
Tómas
var lengi minn uppáhalds lærisveinn, þ.e.a.s. ef hægt er að eiga sér uppáhalds
lærisvein. Mér þykir hann svo mannlegur, mér þykir hann bera fram svo
jarðbundar og eðlilegar spurningar.
Kristin
trú er í senn jarðbundin, en einnig er hún himnesk og andleg.
Friður
og sæla
Tómas
missti af. Hann var ekki á staðnum þegar Jesús kom, þess vegna brást hann svona
við. Hann trúði ekki orðum vina sinna, heldur þurfti að fá að reyna þetta á
eigin skinni.
Stundum
er það svo að við þurfum að fá að reyna hlutina á okkar eigin skinni. Stundum
er ekki nóg að læra af reynslu annarra. Stundum þurfum við að eiga reynsluna
sjálf, til þess að einhver lærdómur eða viska sitji eftir hjá okkur og hafi
áhrif á líf okkar.
Hann
bað og vildi öðlast þá reynslu og Jesús svaraði.
Jesús
svaraði bæninni
Jesús
svaraði Tómasi nákvæmlega á þann máta sem Tómas þurfti á að halda. Aftur kom
Jesús til þeirra, og stendur mitt á meðal þeirra, þar sem þeir voru saman á bak
við luktar dyr. Aftur biður hann þeim friðar og síðan býður hann Tómasi að snerta
sárin og vera ekki vantrúaður heldur trúaður.
Svo
segir Jesús við hann:
„Þú
trúir af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð en trúa þó.“
Trú
í þessum skilningi veitir ákveðið grundvallartraust til heimsins, veitir frið
og ró, veitir sannfæringu um að allt muni fara vel að lokum.
Eitt
sinn kom ég að sjúkrabeði þar sem manneskja var að vakna eftir að hafa með
pillum reynt að stytta sér aldur, kvöldið áður.
Spurningin
sem viðkomandi vildi bera upp við prestinn unga, sem var s.s. ungur þá var,
hvernig get ég öðlast trú?
Gagnvart
þessum aðstæðum og slíkri spurningu fann ég á þeim tíma fyrir gríðarlegum vanmætti.
Hvað gat ég svo sem sagt, hverju gat ég miðlað þarna?
Við
vorum þarna tveir, ég og hr. Karl, fyrrum biskup. Hann varð fyrri til og
svaraði: „Hefur þú prófað að spenna saman greipar?“
„Nei,
ég get það ekki“ var svarið.
Á
þeim nótum ræddum við saman, en að lokum bað viðkomandi okkur að leiða þarna bænastund,
sem við gerðum.
Að
rækta trúna, getur verið spurning upp á líf eða dauða. Getur verið spurning um
það hvort við finnum merkingu og tilgang í lífinu.
Að
læra af reynslu annarra
Tómas
lærisveinn er stundum kallaður lærisveinninn efasemdafulli. Ég myndi frekar vilja
kalla hann lærisveininn sem staðfestir fyrir okkur að gagnrýnin hugsun er hluti
af trúarlífinu.
Að
beita gagnrýninni hugsun er auðvitað liður í því að þroskast og vaxa. Við tökum
ekki hverju sem er sem heilögum sannleika, við reynum og prófum þær
„staðreyndir“ sem blasa við okkur, mátum þær við lífsreynsluna.
Í gegnum reynslu annarra getum við einnig lært. Sumt er óþarfi að prófa, sumt er mikilvægt að sleppa og láta nægja að læra af reynslu annarra.
Ekklesía,
þýðir samfélag
Gríska
orðið ekklesía, sem stundum er þýtt sem kirkja, vísar ekki til steinsteypunnar
eða húsnæðisins, heldur samfélags trúaðra, fólksins sem kemur saman í Jesú
nafni. Kirkjan er samfélag fólks um trú, von og kærleika. Jesús Kristur andaði
á lærisveina sína, eins og segir í textanum, og sagði: „Meðtakið heilagan anda.“
Þeirra
og okkar er síðan að fara út og lifa þann kærleiksboðskap, boða endurlausn og
kærleikssamfélag.
Það
samfélag kemur saman um Guðs orð og Guðs borð. Það samfélag syngur Guði dýrð í
gömlum og nýjum sálmum. Það samfélag biður saman, fyrir öðrum, og fyrir öllum.
Það samfélag lyftir upp orðinu sem gefur líf og ljós. Það samfélag fylgir
einnig orði Jesú, með verkum sínum, í þeirri kærleiksþjónustu sem birtist í
starfi kirkjunnar, Hjálparstarfi, neyðaraðstoð, þegar fólk á flótta er boðið
velkomið inn á heimili okkar, þegar ávallt er opnað fyrir þeim sem finna sig
fyrir utan, þar sem allir eru velkomnir og hver einstaklingur er ómetanlega
verðmætur. Þar er kirkjan að störfum.
Kirkjan
starfar í trausti fyrirheita Jesú um nærveru. Hann segir: „Ég er með yður alla
daga, allt til enda veraldar.“ Hann mætir öllum sem biðja, jafnvel bak við
luktar dyr. Jafnvel inn í lokuð hjörtu, þar sem hann vill veita náð sína og
kærleika, blessun og styrk. Guð gefi okkur náð sína til að taka á móti honum og
vera sem verkfæri hans hér í heimi.
Dýrð
sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi er og verður um
aldir alda. Amen.
Takið postullegri kveðju:
Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé og veri með yður öllum. Amen.