Sálmabók

162. Biðjið – og þá öðlist þér

1 Biðjið – og þá öðlist þér
eftir Jesú fyrirheiti.
Hans í nafni biðja ber
bænin svo þér fullting veiti.
Bænin sé þér indæl iðja,
öðlast munu þeir sem biðja.

2 Leitið – og þér finnið fljótt
frið í yðar mæddu hjörtum.
Drottinn gegnum dimma nótt
dreifir náðargeislum björtum.
Hann mun frið og frelsi veita,
finna munu þeir sem leita.

3 Knýið á – þá opnar sig
ástríkt Drottins föðurhjarta
og við dauðans dimma stig
dýrðarinnar höllin bjarta.
Í Guðs náðar arma flýið,
upp mun lokið þá þér knýið.

T Johan N. Brun 1786 – Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johann R. Ahle 1664 – Sb. 1801
Liebster Jesu, wir sind hier
Sálmar með sama lagi 224 89a
Eldra númer 163
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 11.9

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is