Sálmabók

224. Sunnudagur Drottins er

1 Sunnudagur Drottins er
dagur lífs til hvíldar mönnum,
lífsins orð hann blessuð ber,
boðin Jesú vinum sönnum.
Drottins kirkja' um veröld víða
vill þann dag með lofsöng prýða.

2 Yfir vatna ógnageim
orð Guðs leið á sunnudegi:
„Verði ljós!“ – og vítt um heim
varð þá bjart sem elding fleygi
fram úr myrkra heljar hjúpi,
hrærast tók þá líf í djúpi.

3 Velti stórum steini' af gröf
sterk Guðs hönd á sunnudegi,
lýsti yfir lönd og höf
ljósið Guðs á sigurvegi.
Sunnudags í roða rauðum
reis Guðs sonur upp frá dauðum.

4 Andi Guðs með eilíft ljós
ofan kom á sunnudegi,
gróa tók úr grjóti rós,
græðast sár á þrautavegi.
Tungan losnar, lofgjörð flytur
lífsins Drottni' á himni' er situr.

5 Kom þú, dagur Drottins kær,
dauðanum í líf að breyta,
hjörtun opna' og endurnær
alla sem til kirkju leita,
eilífur og undrafagur
uns oss ljómar sunnudagur.

T Nikolaj F.S. Grundtvig 1837, 1853 – Friðrik Friðriksson, 1898 – Vb. 1912
Søndag er vor Herres dag
L Johann R. Ahle 1664 – Sb. 1801
Liebster Jesu, wir sind hier
Sálmar með sama lagi 162 89a
Eldra númer 217
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is