Sálmabók

209. Ó, blessuð sýn

1 Ó, blessuð sýn er Herrans hjörð
til himins komin er
frá öllum þjóðum, allri jörð,
sá endurleysti her.

2 Hve blessuð sýn er safnast heim
hans sendimenn af storð
og skarinn mikli með af þeim
er mátu þeirra orð.

3 Ó, blessuð sýn er sigurljóð
í söng og þakkargjörð
þar duna' um himins dýrðarslóð
frá Drottins sælu hjörð.

4 Hve mikil, Guð, þín miskunn er
sem milt mig laðar heim.
Ó, lát mig standa' í helgra her
á hjálpardegi þeim.

T Wilhelm A. Wexels 1846 – Friðrik Friðriksson, 1939 – Sb. 1972
Å tenk når engang samles skal
L William Tans'ur 1734 – Sb. 1997
BANGOR (Tansur)
Sálmar með sama lagi 773
Tilvísun í annað lag 482
Eldra númer 307
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Opb. 21.24–26

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is