Sálmabók

3. Slá þú hjartans hörpustrengi

1 Slá þú hjartans hörpustrengi,
hrær hvern streng sem ómað fær.
Hljómi skært og hljómi lengi
hósíanna nær og fjær.
Hvert þitt innsta æðarslag
ómi' af gleði þennan dag.
Konungurinn konunganna
kemur nú til sinna manna.

2 Ríki hans um allar álfur
ómælanda geimsins nær.
Hásætið er himinn sjálfur,
hallarprýði sólin skær,
fótskör hans hin fagra jörð,
fylgdin hans er englahjörð.
Skrúða ljóssins skrýddur er hann,
skíra lífsins krónu ber hann.

3 Hann þótt æðst í hátign ljómi
hógvær kemur alls staðar.
Hjarta þitt að helgidómi
hann vill gjöra' og búa þar.
Opna glaður hjartans hús,
hýs hinn tigna gestinn fús.
Getur nokkuð glatt þig fremur:
Guð þinn sjálfur til þín kemur?

4 Líknarár hann enn þá gefur,
ár sem háð ei breyting er,
ár er sumar ávallt hefur
ávöxt lífs að færa þér.
Vetur, sumar, vor og haust
votti þakkir endalaust
konunginum konunganna,
krýndum vegsemd. Hósíanna.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johann Schop 1642 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Werde munter mein Gemüte
Sálmar með sama lagi 184 235 514 523 69 794 95
Eldra númer 57
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is