Sálmabók

513. Þú, Guðs son, eilíf gæskulind

1 Þú, Guðs son, eilíf gæskulind,
að guðdómsvaldi ríkur,
þig klæddir vorri moldarmynd
og mönnum gjörðist líkur,
þú hefur lítillækkað þig
til líknar kyni manna
svo leiddir það á lífsins stig
til ljóss og dýrðar ranna
úr hlekkjum hörmunganna.

2 Því valdið aftur hlaustu hátt
sem hverri tign er stærra
og guðdómsnafnið eilíft átt
nú öllum nöfnum hærra.
Hvert hné á jörð og himni sig
til heiðurs þér æ beygi,
hver tunga sífellt tigni þig,
í trú hver rómur segi
þér lof sem linnir eigi.

T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Sigurður Sævarsson 2017
Tilvísun í annað lag 606a 606b
Eldra númer 200
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Fil. 2.6–11

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is