Sálmabók

606a. Í miskunn, Guð, vor minnstu nú

1 Í miskunn, Guð, vor minnstu nú,
veit milda blessun þína,
þitt auglit blítt og orð lát þú
til eilífs lífs oss skína.
Þinn helgan veg og hjálparráð
gef heimur allur sjái
og Herrans Jesú heilög náð
til hverrar þjóðar nái
og alla frelsað fái.

2 Þig lofi, Guð, þín himnesk hjörð,
þér heiður mannkyn rómi.
Því fagni sérhvert fólk á jörð
með fögrum söngvahljómi
að réttinn hönd þín voldug ver
og valdi syndar eyðir
en líf og kraftur orð þitt er
sem öllum veginn greiðir
á réttar lífsins leiðir.

T Martin Luther 1524 – Sb. 1589 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Es wolle Gott uns gnädig sein
L 15. öld – Senfl 1522 – Gr. 1594
Es wolle Gott uns gnädig sein
Sálmar með sama lagi 606b
Tilvísun í annað lag 513
Eldra númer 301
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is