594. Drottinn minn, að dyrum þínum ♥
1 Drottinn minn, að dyrum þínum
dags við lok ég kem að sjá
veika styrk í sorgum sínum,
sjúka líf og heilsu fá.
Fyrr en eldar fyrst af degi
finn ég þig á eyðivegi
bera fram í bæn og trú
bæinn þann er sefur nú.
2 Má ég, Drottinn, með þér krjúpa,
mínar skuldir játa þér,
má ég hjá þér höfði drúpa,
hjálpar þinnar biðja mér?
Herra, að á hverjum degi
héðan af þér þjóna megi
þar til endar ævin mín
enn sem gefur mildin þín.
T Kristján Valur Ingólfsson 1981
L Sænskt lag 1697 ̶ JH 1885
Jesus, du mit liv, min hälsa
Sálmar með sama lagi
121
Biblíutilvísun Mark 1.32–33