Sálmabók

633. Til þín, ó, Guð, ég hljóður huga sný

1 Til þín, ó, Guð, ég hljóður huga sný -
við heimsins iðutorg ég þreyttur bý.
Þú getur veitt mér fögnuð, ljós og frið,
ó, faðir, ég um þína návist bið.

2 Ó, kom þú þar sem ligg ég særður synd
og svala mér af þinni náðarlind
og gef mér styrk að standa' á fætur enn
og starfa vel því nóttin kemur senn.

3 Ó, veit mér styrk í hvers kyns harmi' og þraut
og hjálpa mér að ganga rétta braut;
ó, faðir, tak þú hlýtt í mína hönd
er harmþrunginn ég reika' um skuggans lönd.

T Jakob Jóhannesson Smári, 1937 – Sb. 1945
L William H. Monk 1861 – BÞ 1912
EVENTIDE/ Abide with Me: Fast Falls the Eventide
Sálmar með sama lagi 653
Eldra númer 347
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is