Sálmabók

64b. Kristur, Guðs sonur sanni

1 Kristur, Guðs sonur sanni,
signaður Drottinn hár,
af hjarta Guðs föður fæddur
fyrir öll tímans ár,
sú morgunstjarnan mæta
skal meinin heimsins bæta
og græða sérhvert sár.

2 Fátækust mær hann fæddi
fjárhúsi dimmu í
en engla augun sáu
undrið í húsi því:
Kærleikans sólin sanna,
sáluhjálp allra manna,
brosti þar björt og hlý.

3 Einnig vor augun blindu
opna þú, Drottinn, nú,
kveiktu í köldum barmi
kærleika, von og trú,
láttu þitt orð oss lýsa
og leiðina til þín vísa
þá sól er sendir þú.

4 Lát orðið elsku þinnar
sinn ávöxt færa þér
í breytni þinna barna.
Þeim björg og styrkur ver.
Í hverri hríð og vanda
það heilagt orð skal standa
að náð þín eilíf er.

T Elisabeth Cruciger 1524 – ME 1555 – Sigurbjörn Einarsson 2008 – Vb. 2013
Herr Christ der einig Gottes Son
L 15. öld – Erfurt 1524 – Gr. 1594 – Íslensk breyting
Herr Christ der einig Gottes Son
Sálmar með sama lagi 111
Eldra númer 809
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is