Trú.is

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun

Pólstjarnan

,,Þótt ég gæfi allar eigur mínar og framseldi sjálfan mig, en hefði engan kærleika - væri ég engu bættari." Þetta stendur einmitt í Óðnum til kærleikans. Þessi texti er leiðarljós, pólstjarna sem við getum tekið mið af, en um leið verður það hlutskipti okkar að rísa upp gefn ranglæti og kúgun. Ekkert slíkt má umbera enda verður lögmálið að vera til staðar svo að allt haldist í föstum skorðum.
Predikun

Brúðkaupið í Kana

Sagan um brúðkaupið í Kana er í raun vonar boðskapur sem bendir fram til upprisu Jesú og þess sem síðar kemur. Jesús kom með vatn og breytti því í vín en sá atburður felur í sér mikið meira en einföld umskipti á vökvum. Atburðurinn er tákn sem vísar á krossinn og upprisuna og þá náð sem Guð veitir okkur af ríkulega á hverjum nýjum degi.
Predikun