Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir
Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Árni Þór Þórsson
1.10.2024
1.10.2024
Predikun
Er okkur eitthvað heilagt?
Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Skúli Sigurður Ólafsson
21.1.2024
21.1.2024
Predikun
Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?
Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.1.2024
19.1.2024
Pistill
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Þurfa karlmenn baráttudag?
Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings
Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Jón Ásgeir Sigurvinsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Pólitík út um allt?
Og að þeim orðum sögðum getum við sagt að ekki sé allt pólitík – svo ég vísi nú í bókartitilinn sem nefndur var í upphafi. Það var einmitt lykillinn að farsæld þessara fyrstu kristnu samfélaga sem kunna að vera eina skjalfesta dæmið úr mannkynssögunni þar sem tekist hefur með ærlegum hætti að vinna að jöfnuði á milli fólks í samfélagi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.7.2023
23.7.2023
Predikun
Kvika
Við erum mótuð af þeim boðskap sem hér hefur verið ræddur. Þarna varð til sú ólgandi kvika sem átti eftir að brjótast upp á yfirborðið þegar undirokaðir hópar leituðu réttlætis. Þá sóttu þeir í þessa texta og gátu jafnvel með friðsamlegum hætti, samspili réttlætis, miskunnsemi og heiðarleikann opnað augu samfélagsins fyrir því sem aflaga fór.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Í heimi draums og líkingamáls
Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Skúli Sigurður Ólafsson
7.5.2023
7.5.2023
Predikun
Listin að fara sér hægar
Það eru einmitt þessi öfugsnúnu skilaboð sem ekki bara fastan færir okkur heldur kristindómurinn sem slíkur. Hún er öfugsnúin í merkingu hins veraldlega þar sem allt gengur út á hraða og yfirburði – en heilbrigðari og nátengdari mennskunni heldur en asinn og hávaðinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.2.2023
19.2.2023
Predikun
Hundrað milljón helvíti.
Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Sindri Geir Óskarsson
25.5.2022
25.5.2022
Pistill
Að gera allt vitlaust
Og upprisuhátíð kristinna manna átti sannarlega eftir að gera allt vitlaust. Krossinn er ekki hinn algeri ósigur. Dauðinn er ekki lengur inn endanlegi dómur. Dauðinn dó en lífið lifði. Kristur eru upprisinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
17.4.2022
17.4.2022
Predikun
Færslur samtals: 20