Trú.is

Til hamingju Sindramenn- og konur, og allir Íslendingar

Til hamingju með daginn! Já það má vel segja til hamingju því í dag er 1. desember, fullveldisdagurinn, en þennan dag árið 1918 tóku í gildi lög milli Íslands og Danmerkur, svokölluð Sambandslög. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur...
Predikun

Sjálfstætt fólk

Það er talið að um 800 milljónir manna gangi svangar til náða hvert kvöld. Við slíkar tölur fallast manni hendur og slíkum tölum verður ekki breytt í snarhasti. Við getum hins vegar byrjað á nærumhverfinu. Við sem þjóð og við sem kirkja og við sem einstaklingar. Því hvað er sjálfstæð þjóð með slíkan smánarblett á bakinu sem skortur og fátækt eru. Látum slíkt heyra sögubókunum til.
Predikun

Ljóð landsins

Þjóð okkar var sem sveinninn og stamaði: Við vorum þjóð, við vorum menn, við áttum reisn, við vorum skáld. En ekkert gerðist, draumurinn um ljóðið lifði, um rismikla mennsku, skapandi sjálfstæði, kyngi orðs. Hér liggur skáld, hér liggur þjóð. Undrið varð.
Predikun

Um skóleysi og vonleysi

Sterkur hópur eflist við andstreymi. Þar snýr fólk bökum saman. Eitt af því sem einkennir sterkan hóp er að þar er gengið í þau verk sem þarf að vinna, enginn skýtur sér undan ábyrgð á þeim forsendum að verkið falli ekki undir starfslýsingu hans. Ég held að íslenska þjóðin vilji vera og geti verið sterkur hópur.
Predikun

Ísland farsæla frón!

Munum það nú sem fyrr að styrkur okkar sem þjóðar felst í því að við vinnum saman sem heild. Hugsum ekki einungis um eigin hag heldur berum hag náungans fyrir brjósti. Verum tilbúin að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.
Predikun

Þráin eftir Guði

Þrá eftir Guði er ekki ný meðal manna. Í Sálmum Gamla testamentisins mætum við þessari þrá. Þar á meðal eru harmsálmar samdir af fólki sem þráði nærveru Guðs eins og hindin sem leitar örmagna, því hún þráir vatnið og þarfnast þess til að lifa.
Predikun

Sjálfstæði auðmýktar og samstöðu

Við höfum fyrirmyndina og enski erkibiskupinn Rowan Williams hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í einni hugleiðingu sinni: Við getum ekki höndlað Jesú af eigin geðþótta. Kristin trú lætur sér ekki nægja að horfa um öxl til Jesú sem mikils kennara og góðrar fyrirmyndar, heldur gengur fram á við, fetar í fótspor Jesú.
Predikun

Fjölnismenn og nýir Íslendingar

Ég óska Íslendingum til hamingju með daginn. Fullveldisdagurinn er okkar sigurdagur. Eftir þrotlausa baráttu Fjölnismanna og fleira góðs fólks, rann loks upp sá dagur að við fengum heimastjórn. Við höfðum verið bænheyrð og Guð gaf okkar fólki styrk til að heyja málefnalega sjálfstæðisbaráttu með orði en ekki sverði. Það er okkar lán.
Predikun

Frelsari, friður og fagnaðarerindi

Það var einu sinni þjóð sem bjó í fjarlægu landi. Þjóð sem hafði verið kúguð, kúguð af erlendu herliði, erlendri valdastétt og jafnvel sínu eigin fólki í ára og aldaraðir. Það ríkti svartnætti á meðal þessarar þjóðar en mitt í þessu svartnætti var samt örlítið vonarljós, örlítil vonarglæta.
Predikun