Trú.is

Ljómi dýrðar Guðs

Kannski getum við lært af vitringunum að fyllast gleði yfir nærveru Guðs, yfir ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem.
Predikun

Þú átt gott

Þrettán dagar jóla eru að baki og senn heilsar hann okkur með sínu gráa aðdráttarafli – sjálfur hversdagurinn.
Predikun

Opinberunarhátíð

Opinberunarhátíð er eins og morgunstund þegar maður gengur að glugganum og sviftir gluggtjöldunum til hliða og birtan flæðir inn til manns í herbergið. Nema að það er ekki fjöllin dásamlegu sem blasa við manni í náttúrunni heldur dýpt himinsins, undur og leyndardómar, sem blasa við augum.
Predikun

Lygi eða sannleikur?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga. En er helgisagan lygi eða sannleikur?
Predikun

Vanmáttur og vald

Ræturnar liggja djúpt í sálu þeirra sem grimmdarverkin vinna. Hvað lýsir betur djúpstæðri vanmáttarkennd og ræfilshætt en það að beita liðsmun, aflsmun og yfirráðum til þess að knýja aðra manneskju svo undir vilja sinn?
Predikun

Birtingarhátíð Drottins

Prestar eru sendiboðar sendiboða Guðs. Hlutverk þeirra er sannarlega að breiða út fagnaðarboðskapinn um guðsríkið sem er í nánd, og að boða frið, en þeir eru um leið sendir til að berjast góðu baráttunni.
Predikun

Hvar?

Spurningin um hvarið er oft þjáningarfull, vegna þess að hún gerir okkur óánægð með það sem við höfum áorkað af veraldlegum gæðum og þroska. Þau spyrja, er þetta allt og sumt? Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?
Predikun

Ásjóna Krists í angist manns

Sá veruleiki sem blasti við fjórða vitringunum í leit hans að Kristi er því miður veruleiki dagsins í dag. Mönnum er misþyrmt í skúmaskotum íslenskra veitingastaða, börn myrt í pólitískum tilgangi í Keníu, ungar stúlkur frá austurhluta Evrópu seldar mansali í nafni einstaklingsfrelsis og gróðafíknar. Gegn öllu þessu ber okkur að berjast, gegn illskunni, hvaða nafni sem hún nefnist.
Predikun

Gjafir vitringanna

“Þrátt fyrir kaldhæðnina, að þá snertir grunntónn þessarar smásögu O. Henry við okkur öllum, því þarna er verið að tala um það að sérhver fórnargjöf skilgreinir merkingu gagnkvæmrar elsku, að því ógleymdu að hún minnir á þá stóru fórnargjöf, sem Guð hefur gefið heiminum öllum í Jesú Kristi, krossfestum og upprisnum.”
Predikun

Bull, ergelsi og pirra?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga, sem er ætlað að efla lífsgæði fólks. Í þeim anda ættum við að lesa söguna um vitringana. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega.
Predikun

Messuþjónn! - ,,Essasú?"

Þetta er kannski ekki ólíkt því hvernig fjölskyldur virka. Alla daga erum við út og suður, börnin í skóla og tómstundum, foreldrarnir í vinnu og útréttingum, en svo hittumst við undir lok dags og sameinumst yfir máltíðinni eða reynum það að minnsta kosti.
Predikun

Birtingarhátíð

Þrettándinn, birtingarhátíð lausnara vors, er síðasti dagur helgra jóla og bera okkur þessa sögu um vitringana frá Austurlöndum. Við þekkjum hana öll, hún er svo yndisleg og gæðir boðskap jólanna undursamlegum ljóma. Þeir koma eins og út úr heimi ævintýranna með konungsgersemarnar sínar leiddir af stjörnu að jötunni lágu. Helgisagnirnar segja þá komna frá Afríku, Persíu og austar enn úr Asíu. Þar með eru þeir gerðir fulltrúar mannkynsins alls í auðlegð sinni og margbreytileika og undirstrikað enn frekar þetta að fögnuður jólanna skal veitast öllum lýðum, öllum heimi, frelsarinn er fæddur öllum heimi til lausnar.
Predikun