Trú.is

Pólitík út um allt?

Og að þeim orðum sögðum getum við sagt að ekki sé allt pólitík – svo ég vísi nú í bókartitilinn sem nefndur var í upphafi. Það var einmitt lykillinn að farsæld þessara fyrstu kristnu samfélaga sem kunna að vera eina skjalfesta dæmið úr mannkynssögunni þar sem tekist hefur með ærlegum hætti að vinna að jöfnuði á milli fólks í samfélagi.
Predikun

Við borð Drottins

Fæða er ekki bara föst fæða… Þegar Jesú var freistað í eyðimörkinni, sagði hann: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ …Orð Guðs er okkar andlega fæða… fæðan sem uppörvar og nærir sálina alla daga, huggar og styrkir á erfiðum tímum… en eins og textinn segir, þurfum við að bera okkur eftir hinni andlegu fæðu eins og hinni föstu…
Predikun

Við borð Drottins

Ritningin kennir okkur að, við fengum frjálst val, í öllum hlutum og aðstæðum… og þetta frjálsa val er krefjandi… Það krefur okkur um afstöðu… Og.. það er líka afstaða eða val, að gera ekki neitt… og varðandi trúna… þá er það afdrifa-rík afstaða.. að halda, að það sé hægt að sitja hjá.
Predikun

Hýsum hælislausa

Í guðspjalli dagsins fer Markús með okkur inn í kunnuglega sögu. Mettun þúsundanna. Þetta er svipuð saga og við sjáum í öðrum guðspjöllum. Svangt og umkomulaust fólk verður satt. Hér af brauði einu, annars staðar bætist fiskur við. Þeir fóru af stað með honum, þeir sem hann vitjaði við vatnið. Fiskimennirnir sem hann sagði að leggja frá sér netin og halda út í óvissuna. Lærisveinar, síðar nefndir postular.
Predikun

Ísland vann EURO 2016

Aldrei hefur Íslendingum þótt eins gaman að vera í Evrópu. Af hverju? Ekki vegna töfra í tánum. Fótboltinn er ekki boltaböl heldur gegnir trúarlegum hlutverkum sem vert er að íhuga. Mál hjartans er mikilvægast.
Predikun

Kirkjugrið

Hér á Íslandi hefur kirkjan öðlast dýrmæta reynslu eftir atburðina í Laugarneskirkju og af þeim getum við öll dregið lærdóm. Áfram þarf að sinna þeim sem standa höllum fæti og mæta fordómum. Um leið þurfum við að gæta þess að valda ekki skaða og hugleiða að kirkjugrið snúa ekki eingöngu að þeim sem standa utan kirkjudyranna og leita inngöngu. Þau eiga ekki síður við um okkur sem stöndum inni í hinu helga rými. Kirkjugrið gera ríkar kröfur um varkárni, alúð og vandvirkni sem á að einkenna allt kristið hjálparstarf.
Predikun

Skjól við altarið

Jesús biður okkur ekki að leysa hungur heimsins. Hann biður okkur ekki að koma í veg fyrir stríð og styrjaldir. Hann spyr aðeins: Hvað hafið þið að gefa? Hann krefst ekki meira af okkur. Og fólkið í Laugarneskirkju, sem sá neyð vina sinna, ótta og angist yfir því að þurfa að fara aftur í óbærilegar aðstæður, það gat gefið þeim þetta: Samstöðu, stuðning, skjól. Atburðurinn í Laugarneskirkju var vanmáttug tilraun til að benda á ömurlega framkomu íslenskra stjórnvalda við hælisleitendur, tilraun til að verja vini sína fyrir armi laganna, sem var vissulega í lagalegum rétti, en, að því er við teljum mörg: í siðferðilegum órétti.
Predikun

Veisluhöld í víðum skilningi

Veislur eru dásamlegar. Það er fátt betra en að eiga gott samfélag með góðu fólki yfir góðum mat. Eiga uppbyggilegar og skemmtilegar samræður sem geta verið jafn mikil veisla fyrir sálina eins og maturinn er fyrir líkamann. Segja má að sumarið í ár sé algjör veisla fyrir íþróttaáhugamanninn. Nú undanfarin mánuð hefur Evrópumótið í knattspyrnu verið í Frakklandi þar sem veisluborðið hefur verið hlaðið góðgæti í skilningi knattspyrnunnar. Veisluborðið mun svo svigna í ágúst þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó....
Predikun

Kærleikur í búningsklefanum

Þetta voru stórir og vígalegir menn sem litu svona svolítið „mótorhjólatöffarahandrukkaralega“ út eins og hann orðaði það. Þeir voru að tala saman með talanda sem maður tengir við töffaraskap. Hann hugsaði ekkert meira um það.
Predikun

Tekex og ansjósur

Hvað gerir þér gott? Fjölbreytilegt fæði og í hæfilegum skömmtum - jafnvel líka tekex og ansjósa úr dós. Líka tengsl við fólk, tilfinninganæring, líkamleg hreyfing - að einhver sjái þig, brosi við þér og tjái þér að þú sért mikils virði.
Predikun

Stóra saga

Sumarleyfamyndum er smellt inn á facebook, Instagram, Flickr og aðra ljósmyndavefi. Svo eru ferðasögurnar. Þær sögur eru oft sjálfslýsingar og fara ekki á facebook. En svo er stóra sagan.
Predikun

Kirkjan fetar nýjar leiðir

Það var áhrifaríkt að heyra hina 16 ára Malölu flytja ræðu á alherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Hún sagði að þegar hún var skotin og særð fyrir níu mánuðum hafi tilræðismennirnir haldið að kúlurnar þögguðu niður í þeim sem fyrir urðu. En í stað þess dóu veikleiki, ótti og vonleysi en styrkur, vald og hugrekki urðu til. Þannig vinnur líka trúin. Hún gefur hugrekki og styrk til að mæta erfiðum aðstæðum og rísa upp.
Predikun