Sálmabók

189a. Í Guðs hús forðum gengu tveir

1 Í Guðs hús forðum gengu tveir,
sinn Guð að biðja fóru þeir.
Um laun bað annar, sagðist sýkn,
hinn sekur kvaðst og bað um líkn.
Í Herrans geng ég hús sem þeir
en hvorum þeirra' eg líkist meir?

2 Sem Farísei' eg einatt er
og oft ég sjálfur hrósa mér
og þó ei neitt ég hrósvert hef,
ó, Herra Guð minn, fyrirgef
og gef mér hreinna hugarfar
sem hins er stóð þar álengdar.

3 Þá hryggur ég á brjóst mér ber
ég ber á náðardyr hjá þér,
ég bið að opnist brjóstið mitt,
ég bið að opnist ríki þitt,
ég bið mín synd sé burtu máð,
en brjóst mitt fyllist þinni náð.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Schumann 1539 – Sb. 1619
Vater unser im Himmelreich
Sálmar með sama lagi 197 381 60 685 783a 99
Eldra númer 189
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 18.9–14

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is