Sálmabók

197. Hver fögur dyggð í fari manns

1 Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.

2 Vér limir Jesú líkamans
er laugast höfum blóði hans
í sátt og eining ættum fast
með elsku hreinni' að samtengjast
því ein er skírn og ein er von
og ein er trú á Krist, Guðs son.

3 Og einn er faðir allra sá
er æðstan kærleik sýndi þá
er sinn hann eigin son gaf oss
og síðan andans dýra hnoss,
þess anda' er helgar hjarta manns
og heim oss býr til sæluranns.

4. Ó, látum hreinan hjörtum í
og heitan kærleik búa því
að eins og systkin saman hér
í sátt og friði lifum vér,
vor hæsti faðir himnum á
sín hjartkær börn oss kallar þá.

T Thomas Kingo, 1699 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Af kjærlighedens rene Væld / (Den naade, Gud har os beteed)
L Schumann 1539 – Sb. 1619
Vater unser im Himmelreich
Sálmar með sama lagi 189a 381 60 685 783a 99
Eldra númer 195
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Ef. 4.2–5

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is