424. Nú fjöll og byggðir blunda ♥
1 Nú fjöll og byggðir blunda,
á beð sinn allir skunda
og hljótt er orðið allt.
Upp, upp, minn hugur hraður,
þig hef, minn rómur glaður,
og Guði kvöldsöng helgan halt.
2 Nú sól er horfin sýnum
og sjónum fyrir mínum
er húm í heimi svart.
Þó alls án ótta sef ég
því aðra sól æ hef ég,
minn Jesú, lífsins ljósið bjart.
3 Til hvíldar hægt mig leiddu
og hlífðarvænginn breiddu
um beð minn nú í nótt.
Bæg illum öndum frá mér,
lát engla syngja hjá mér:
Guð vill að barn sitt blundi rótt.
T Paul Gerhardt 1647 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Nun ruhen alle Wälder
L Heinrich Isaac um 1495 – Nürnberg 1539 – PG 1861
Innsbruck, ich muss dich lassen / Nun ruhen alle Wälder