91. Hún er mér kær, sú blessuð bók ♥
1 Hún er mér kær, sú blessuð bók
sem boðar mér það líknarráð
að sjálfur Guð að sér oss tók,
hin seku börn, með föðurnáð.
2 Ég heyri þaðan hljóma blítt
af himni rödd er segir mér:
Guð vill að sérhvað verði nýtt
sem veikt af syndaspilling er.
3 Ég horfi þar á helga mynd
míns hjartakæra lausnarans
er leysti mig frá sekt og synd
og sælu bjó mér himnaranns.
4 Ég sé þar dýrsta sigurgjöf,
ég sé þar friðarmerki reist,
ég sé þar bjargi svipt af gröf,
ég sé þar heljarböndin leyst.
5 Sér ljóss og ráða leitar þar
í lífsins vanda sál mín hrædd
og sér þar aflar svölunar
er sárt hún stynur þyrst og mædd.
6 Þú, heilög ritning, huggar mig,
mér heilög orðin lýsa þín.
Sé Guði lof sem gaf mér þig,
þú gersemin hin dýrsta mín.
T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Kempten um 1000 – Erfurt 1524 – Sb. 1589 – Weyse 1840 – PG 1861
(Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist) / Kom, skapari, heilagi andi