Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir
Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Árni Þór Þórsson
1.10.2024
1.10.2024
Predikun
Lífið er helgileikur
Við höfum einmitt litið stundarkorn frá tíðindum hversdagsins, að styttu Einars Jónssonar sem einhver furðufuglinn málaði gylltum lit nú á dögunum. Í anda þess næma raunsæis sem einkennir verk listamannsins er dregin upp mynd af hlutskipti hinna jaðarsettu og brottræku úr samfélagi fólks hér forðum. Útlaginn ber látna konu sína á bakinu, með barnið í fanginu og á undan gengur hundurinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.4.2024
27.4.2024
Predikun
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings
Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Jón Ásgeir Sigurvinsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Pólitík út um allt?
Og að þeim orðum sögðum getum við sagt að ekki sé allt pólitík – svo ég vísi nú í bókartitilinn sem nefndur var í upphafi. Það var einmitt lykillinn að farsæld þessara fyrstu kristnu samfélaga sem kunna að vera eina skjalfesta dæmið úr mannkynssögunni þar sem tekist hefur með ærlegum hætti að vinna að jöfnuði á milli fólks í samfélagi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.7.2023
23.7.2023
Predikun
Hvunndagshetjur
Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.1.2023
8.1.2023
Predikun
Agúrkur og vínber
Í þeim anda erum við stundum í sporum apans í búrinu sem þefar af gúrkubitanum. Miðlarnir sturta yfir okkur sögum af fólkinu sem veifar framan í okkur vínberjunum.
Skúli Sigurður Ólafsson
28.11.2022
28.11.2022
Predikun
Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu
Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Þorvaldur Víðisson
6.2.2022
6.2.2022
Predikun
Verið glöð
Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.12.2021
16.12.2021
Predikun
Að dæma til lífs
Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Í húsi föðurins - í skugga Drottins
Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Magnús Björn Björnsson
3.1.2021
3.1.2021
Predikun
Guðfræði skiptir máli
Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.9.2020
7.9.2020
Pistill
Færslur samtals: 17