Kvikusvæði kristninnar
Það hefur nefnilega sýnt sig hversu vandasamt það er að byggja upp valdakerfi á grundvelli þess boðskapar sem Jesús flutti. Þar má taka kunnuglega líkingu af því þegar byggð er reist á flekamótum jarðskorpunnar – sprungusvæði. Jú, hrammur valdsins er samur við sig og sú hugsun hefur meðal annars mengað einstaka rit í Biblíunni. En undir yfirborðinu leynist sú kvika sem getur svo stigið upp með miklum látum og breytt gangi sögunnar.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.1.2024
14.1.2024
Predikun
Litríka kirkjan
Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Sindri Geir Óskarsson
22.5.2023
22.5.2023
Pistill
Elska, öryggi og gæfa, athvarf
Eitt er að umbera, annað að umvefja. Það er hlutverk okkar að umvefja hvert annað. Þegar samfélagið sýnir slíka eiginlega verða ávextir andans raunverulegir.
Þorvaldur Víðisson
7.8.2022
7.8.2022
Predikun
Tökum skrefið
Það er kjarninn í trúarsýn okkar að allt fólk sé skapað í mynd Guðs. Við berum öll í okkur þennan heilaga neista guðdómsins auk þess sem orð og líf Jesú kenna okkur hvernig við eigum að mæta samferðafólki okkar – í kærleika og væntumþykju.
Sindri Geir Óskarsson
25.6.2022
25.6.2022
Pistill
Saga af ástarsambandi
Og Jónatan – jú, hann átti samkvæmt öllum reglum að taka við af föður sínum, erfa ríkið eins og venjan var á þeim tíma. Ást hans á Davíð var á hinn bóginn slík að hann vildi gera allt sem hann gat til þess að hlífa honum við ævareiðum og voldugum föður sínum.
Skúli Sigurður Ólafsson
18.10.2021
18.10.2021
Predikun
Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?
Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Færslur samtals: 6