Orð hafa áhrif
Hér lesum við um fólk sem fær köllun í lífi sínu og hún breytir öllu. En Biblían fjallar ekki aðeins um persónur og leikendur. Hún mótar ekki síður líf lesendanna. Hún mótar heilu samfélögin. Þegar við gefum gaum að þeim sem hafa farið halloka í lífinu þá er það í samræmi við orð Biblíunnar. Þegar við hlúum að hinum veikburða og smáu þá lifum við í anda Jesú. Sum okkar tengjum þá mannúð og mildi ekki við kristna trú. En textarnir birta okkur einmitt mynd af slíku fólki, bjargvættum sem fengu óvænta köllun og leiddu af sér blessun. Sum úr þessum hópi hafi meir að segja lagt sig fram um að halda Biblíunni frá börnum og ungmennum hér á landi.
Skúli Sigurður Ólafsson
4.2.2024
4.2.2024
Predikun
Öllum jurtum meira?
Hvað er svona merkilegt við mustarðskorn? Er Guð kannski stöðugt að koma okkur á óvart?
Þorgeir Arason
12.2.2023
12.2.2023
Predikun
Hveitikorn, þekktu þitt.
Við þurfum að vera læs. Geta lesið Ritninguna með meiri andagift heldur en við lesum leiðarvísinn með Ikea-mublunum; þótt sá leiðarvísir geti reyndar stundum reynt á skilning manns og hafi sjálfsagt skilið fleiri en mig eftir með einhverja þá smíð sem þurfti að taka aftur í sundur og byrja uppá nýtt.
En svo má spyrja: Er bara ekki allt í lagi að taka skilningsgáfu manns til kostanna svona annað slagið og láta hana hafa eilítið fyrir hlutunum? Til að það gangi upp þurfum við stundum að efast um það sem við töldum okkur vita áður.
Það er nefnilega kallað þroski þegar við tökum hlutina til endurmats og vonandi dýpkar það skilning okkar á hinstu rökum tilverunnar.
Sveinn Valgeirsson
6.2.2022
6.2.2022
Predikun
Horfðu þá inn í frumuna
Ef þú hefur einhvern áhuga á að trúa á Guð – horfðu þá inn í frumuna.
Skúli Sigurður Ólafsson
20.2.2022
20.2.2022
Predikun
Vaxandi meðvitund um að við skiptum máli
Það sem við höfum í höndunum er heillandi, óreiðukennt, óútreiknanlegt, stundum ómælanlega fagurt, stundum hryllilega viðbjóðslegt safn af sögum, ljóðum, bréfum, köflum og guðspjöllum sem endurspegla vaxandi meðvitund um að við skiptum máli, að allt er tengt og að mannleg saga er á leið í tiltekna átt.
Þorvaldur Víðisson
20.2.2022
20.2.2022
Predikun
Sáðmaðurinn
Margt fólk í samfélaginu er “sáðmenn” í margvíslegum skilningi. Sáðmaður er sá sem dreifir brosi, hlýju og vináttu. Leggur góð orð til mála, hrósar, hvetur og byggir upp. Við eigum að vera sáðmenn, hvert og eitt. Þegar við ölum upp börnin. Þegar við hugsum um foreldra okkar. Ræktum vináttuna og störfum með öðrum á vinnustað okkar. Einmitt í öllu þessu þá er skylda okkar að strá góðu fræjunum án þess að hafa af því áhyggjur hvernig þau muni spíra. Eitthvað gott mun alltaf vaxa og bera ávöxt.
Arnaldur Arnold Bárðarson
18.2.2020
18.2.2020
Predikun
Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju
Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.
Arnfríður Guðmundsdóttir
24.2.2019
24.2.2019
Predikun
Í þéttri drífunni
Er það ekki annars hlutverk listamannsins að teygja sig út fyrir landamæri þess sem við þekkjum og skiljum? Við erum jú með einhvers konar svæði umhverfis okkur þar sem flest er okkur sæmilega skýrt og auðskilið. Þar fyrir utan liggja huliðsheimar hins óþekkta - rökkvaðir stígar og hríðarél tilveru og tilvistar.
Skúli Sigurður Ólafsson
4.2.2018
4.2.2018
Predikun
Litrík uppskera
Útlegging hins unga skálds, Óttars Norðfjörð á guðspjalli Jóhannesar reyndist standa traustum fótum í einni af mörgum túlkunarhefðum ritningarinnar.
Skúli Sigurður Ólafsson
31.1.2016
31.1.2016
Predikun
Hið lifandi orð
Hin síðari ár fá Gídeonmenn ekki að fara í alla skóla eins og áður. Börnum er því mismunað hér á landi hvað þetta varðar. Það er því ekki ólíklegt að innan tíðar verði þjóðin ekki lengur handgengin orðfæri Biblíunnar eða sögum hennar. Þekki ekki miskunnsama Samverjann, tvöfalda kærleiksboðorðið eða gullnu regluna, söguna af þeim systrum Mörtu og Maríu og skilji ekki tilvísanir og túlkun í myndlist og bókmenntum.
Agnes Sigurðardóttir
31.1.2016
31.1.2016
Predikun
Biblíufélagið 1815-2015 - Saga að norðan
Ungur maður var á ferðalagi um Ísland fyrir 200 árum. Skoskur var hann á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags sem nýlega hafði verið stofnað. Mikil félagsvakning var að hefjast í samfélagi og kirkju. Ebenezer Henderson hét maðurinn.
Guðmundur Guðmundsson
9.2.2015
9.2.2015
Predikun
Ömmurnar, unga fólkið og öll hin
Það er trúarlegur þorsti, ekki ást til eigin tungu, sem knýr ungu Kúbverjana og ömmurnar til að biðja um að Biblían verði þeim aðgengileg. Ástæðan fyrir því að Biblían hefur verið útbreiddasta og eftirsóttasta bók í heimi fram að þessu – og við fylgjendur Jesú Krists viljum að svo verði áfram – er að í henni finnum við Guð ávarpa okkur. Guð á erindi við okkur, erindi vaxtar og grósku, erindi sem hefur varanleg áhrif á líf okkar, okkur til eflingar, umbreytingar og endurlausnar.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
8.2.2015
8.2.2015
Predikun
Færslur samtals: 51