Trú.is

Sendiboðarnir

Við höfum sannarlega margt að gleðjast yfir í okkar samtíð í þeirri sendiför, sem þjóðkirkjan er. Því sendiför er hún, send af Kristi til að vitna um hann í orði og verki. Og oft fáum við að reyna og sjá opnar dyr, kraft fagnaðarerindisins, máttinn sem sigrar í veikleika.
Predikun

Líkfylgd í Nain og lífs-fylgd lausnarans

Hver kennir annars í brjósti um í samtíð okkar, erum við ekki umfram allt upptekin af því aðflýja sársaukann, erum við ekki umfram allt upptekin af því að leita málsbóta, skýringa, skilgreininga? Hver finnur til með börnum og unglingum á Íslandi í dag, í þeim flókna og ögrandi heimi sem þau búa við?
Predikun

Heimboðið

Komið - allt er tilbúið!” Þú þarft ekki að sanna þörf, löngun eða leggja fram vottorð um frammistöðu í trú, þú þarft aðeins að þiggja. Kirkjan okkar, þjóðkirkjan, er framhald heimboðsins. Hún er í sjálfu sér verkfæri, sakramenti náðarinnar. Og þess þurfum við að minnast. Í okkar samtíð og menningu þar sem kröfuharkan vex, þar sem óbilgirnin og heimtufrekjan vex, þar sem lögmálshyggjan læðir krókum sínum æ víðar inn.
Predikun

Skírn og vígsla Jesú, og þín

Vegferð Krists hún liggur líka hér um, og hvar sem þú ert. Þegar þú varst skírð, þá var hann þar líka hjá, merki krossins og birta himinsins og rödd Guðs sem sagði við þig:„Þú ert mitt elskað barn!“ Þar varstu vígð til þess hlutverks að fylgja honum, treysta, þjóna, hlýða, elska. Og hann vígði þig sér og gaf sér perluna dýru. Þetta er kristnin.
Predikun

Hjarta yðar skelfist ekki ...

Guðspjall þessa Drottinsdags, þriðja sunnudags eftir páska eru kunnugleg orð Jesú úr 14. kafla Jóhannesarguðspjalls. Þetta eru orð frá kveðjustund, Jesús sat að borði með lærisveinum sínum nóttina sem hann svikinn var. Og mælti þar þessi undursamlegu og huggunarríku orð, sem oft hafa komið til okkar á stundum sorgar og rauna: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið...”
Predikun

Með einum huga stöðug í bæninni

Mikið er nú undursamlegt að fá þessi orð, þessi skilaboð með sér frá vígsludegi. Gefið þessum orðum gaum, kæru vígsluþegar, já, við skulum öll hugfesta þau. Þau lýsa því þegar uppstigningardagur var að baki og hvítasunnan framundan. Að baki voru 40 gleðidagar, þar sem hver stund, sérhver dagur var borinn uppi af návist hins upprisna Jesú.
Predikun

Birtingarhátíð

Þrettándinn, birtingarhátíð lausnara vors, er síðasti dagur helgra jóla og bera okkur þessa sögu um vitringana frá Austurlöndum. Við þekkjum hana öll, hún er svo yndisleg og gæðir boðskap jólanna undursamlegum ljóma. Þeir koma eins og út úr heimi ævintýranna með konungsgersemarnar sínar leiddir af stjörnu að jötunni lágu. Helgisagnirnar segja þá komna frá Afríku, Persíu og austar enn úr Asíu. Þar með eru þeir gerðir fulltrúar mannkynsins alls í auðlegð sinni og margbreytileika og undirstrikað enn frekar þetta að fögnuður jólanna skal veitast öllum lýðum, öllum heimi, frelsarinn er fæddur öllum heimi til lausnar.
Predikun