Ein stór fjölskylda
Hvað er það dýrmætasta sem við eigum?Svarið er: fjölskyldan. Það er alltaf fjölskyldan… Okkar nánustu… þegar við segjum ,,nánustu” þá erum við ekki að tala um mikinn fjölda… því við hugsum í smáum einingum… EN Guð hugsar STÓRT… Hann lítur á okkur öll sem eina stóra fjölskyldu, við erum börn Guðs og hann vill eiga okkur öll, vill ekki að neinn úr hópnum glatist…
Bryndís Svavarsdóttir
26.12.2020
26.12.2020
Predikun
Merry Christmas…?
Merry Christmas!! I have no idea how many times the greeting “Merry Christmas” has been exchanged among people in the whole world over in the last couple of days. Even though people exchange Christmas greetings in hundreds of different ways and languages, the English phrase “Merry Christmas” must be the most common and popular of all.
Toshiki Toma
26.12.2018
26.12.2018
Predikun
Náð til verka
Svo er umhugsunarefni hvaða áhrif hafi þessi stöðugi andróður gegn kirkjunni í fjölmiðlum sem gegnir umfangsmiklu hlutverki í samfélagsþjónustunni og sérstaklega með þeim sem minnst mega sín. Eru fjölmiðlar að láta reiðina sem nærist af rótleysinu bitna á þeim sem síst skyldi?
Gunnlaugur S Stefánsson
26.12.2017
26.12.2017
Predikun
Þau eru núna
Já, nú erum við mitt í ljósadýrð jólanna. Þau eru núna. Þessi tíð, sem stendur svo kyrfilega á milli fortíðar og framtíðar, minninga og undirbúnings, réttnefnd há-tíð. Þegar við hefjum okkur yfir sviðið, lítum í kringum okkur, gægjumst inn í eigin sálarlíf og hjarta og spyrjum okkur stórra spurninga um hvernig líf er okkur samboðið.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.12.2016
27.12.2016
Predikun
Er fjölmenning siðlaus þjóð?
Er það fjölmenning að örfáir í skjóli ólíkra trúarbragða eða trúleysis geti ráðskast með þjóðina að eigin geðþótta og þess vegna verði að afnema úrskurð Þorgeirs, Ljósvetninga, um að hafa ein lög og einn sið í landinu og þó allt að 90% þjóðarinnar tilheyri kristnum trúfélögum?
Gunnlaugur S Stefánsson
26.12.2016
26.12.2016
Predikun
Dagarnir á undan
Það er nefnilega svo að við leyfum okkur ekki alltaf að staldra við. Draga djúpt andann og leyfa tímanum að „þjóna okkur til borðs.“
Þór Hauksson
26.12.2016
26.12.2016
Predikun
Frá kynslóð til kynslóðar
Jólagjöfin stóra sem við getum fært til komandi kynslóða er sú að miðla þessum gildum. Það er ljósið sem við flytjum áfram frá kynslóð til kynslóðar.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.12.2015
27.12.2015
Predikun
Sagan um lífið
Þessi saga varpar ljósi yfir allt fólkið sem reynist mér svo vel og finn að ég get ekki án verið.
Gunnlaugur S Stefánsson
26.12.2014
26.12.2014
Predikun
Óvenjugóð jól
“Ég hugsa að þessi jól muni verða okkur óvenjugóð,” sagði þessi fangi og hélt áfram: “Sú staðreynd ein að allar ytri kringumstæður koma í veg fyrir að við getum undirbúið jólin á nokkurn hátt, mun leiða í ljós hvort við getum verið ánægð með það sem í raun er kjarni málsins."
Þorgeir Arason
25.12.2014
25.12.2014
Predikun
Altari himinsins
Máttarvöld vilja njóta fjármuna okkar og tilbeiðslu. Hverju þeirra lýtur þú? Hver er dýpsta von þín? Hvert er altari þitt og hvaða valdi lýtur þú?
Sigurður Árni Þórðarson
29.12.2013
29.12.2013
Predikun
Á krókbekkjum heimsins
Við erum að tala um mannúð, það efni er á dagskrá heimsbyggðarinnar um þessi jól, hvernig ætti annað að vera þegar heimurinn hefur kvatt Nelson Mandela? Það nafn hefur sameinað þjóðirnar í aðdáun og þakklæti en þó kannski umfram allt í undrun yfir hinu óvænta, yfir því hverju litlum hópi hugsjónamanna, jafnvel aðeins einum manni, er unnt að áorka til góðs í þessum heimi.
Gunnar Kristjánsson
26.12.2013
26.12.2013
Predikun
Eru jólin æðri skilningi okkar?
Er það einlægur vilji þjóðarinnar að bannað verði að hafa nokkuð fyrir börnum opinberlega sem minnir á kristindóminn? Hvað verður þá um þjóðfánann og þjóðsönginn, dagatalið og jólin? Við eigum það kannski framundan að mega bara hvísla Heims um ból heima innandyra og hvergi á opinberum vettvangi?
Gunnlaugur S Stefánsson
26.12.2013
26.12.2013
Predikun
Færslur samtals: 32