Að hefja sig yfir lestina
Hvatning forsetans um að hefja sig yfir lestina, m.a. með því að forðast það að taka þátt í því að dreifa slúðri – svo ekki sé talað um að koma því af stað – talar fullkomlega inn í þema föstunnar og kallast á við inntakið í ritningartextum dagsins sem hafa það sameiginlegt fjalla um rétta og ranga, góða og vonda breytni og mikilvægi þess að velja rétt þar á milli.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
18.2.2024
18.2.2024
Predikun
Úlfur, úlfur
Í nýútgefnu lagi, er sungið og rappað um djöfulinn sem vill bita af höfundum. Hann verður táknmynd fyrir það sem nagar okkur að innan og gefur engin grið. Dimmur veturinn hefur leikið sálina grátt og manneskjan sér ekki til sólar. Þetta ástand orða listamennirnir á þennan hátt. Ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar af því að kölski væri horfinn út af kortinu. En merkilegt nokk þá gegnir hann sama hlutverki í þessu fallega lagi og í orðum Hólabiskups á 17. öld og vitanlega einnig í textum Biblíunnar: Hann verður táknmynd fyrir það sem sligar okkur, röddin innra með okkur sem dregur úr okkur máttinn, sér hættur við hvert fótmál – já hrópar í sífellu: „úlfur, úlfur!“
Skúli Sigurður Ólafsson
18.2.2024
18.2.2024
Predikun
Fórnir og hreinsunaraðferðir
Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.2.2023
26.2.2023
Predikun
Friðarórar í föllnum heimi
"sagan hefur einnig sýnt að til þess að ná markmiðum, sem virðast óyfirstíganleg, þá getur verið gagnlegt að setja sér jafnvel enn stærri markmið – eins mótsagnakennt og það hljómar – sem lýsa líkt og vonarstjarna á himni sem nærir von og trú mannsins á, að hið ómögulega sé mögulegt. Þannig fylgja draumórar Johns Lennon fullkomlega fyrirmynd spámannlegra draumsýna Gamla testamentisins sem sáu fyrir sér heim þar sem ríkti fullkominn friður – ekki aðeins manna í millum heldur einnig allra dýra sköpunarinnar"
Jón Ásgeir Sigurvinsson
6.3.2022
6.3.2022
Predikun
Trúfesti við Guð
Hinn guðlegi þarf líka að standast álag, styrkja sig til sálar og líkama svo hann eflist og geti verið staðfastur í trúnni… þess vegna hvatti Páll postuli fólk til sjálfsskoðunar…hvatti fólk til að íhuga hvort lífstíll þeirra samræmist trúnni svo þeir standist fyrir dómaranum á efsta degi… því það er takmark okkar allra að hafa nafn okkar skráð í lífsins bók á himnum…
Bryndís Svavarsdóttir
21.2.2021
21.2.2021
Predikun
Við og þau
Raunin er líka sú að kristin trú hefur breytt heiminum. En hún gerir það ekki með því að telja okkur trú um það að við séum alltaf óvart búin að velja rétta hlutskiptið, að okkar hópur sé betri öðrum hópum. „Við“ við séum betri en „þau“.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.2.2021
23.2.2021
Predikun
Í baráttunni
„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Magnús Björn Björnsson
21.2.2021
21.2.2021
Predikun
Hið rétta og gagnlega
Adam og Eva sáu ávöxtinn. Þeim var talin trú um að þau þyrftu að eta hann til að fylla upp í tómarúmið í sínu lífi. Það er ekki hægt að fylla upp í þessa holu nema í gegnum sanband okkar við Guð. Kirkjufaðirinn Ágústínus sagði að mennirnir yrðu ætíð eirðarlausir þar til þeir hvíldust í Guði.
Sighvatur Karlsson
1.3.2020
1.3.2020
Predikun
Séð með augum annarra
Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.3.2019
24.3.2019
Predikun
Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið
Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo.
Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Eva Björk Valdimarsdóttir
11.3.2019
11.3.2019
Predikun
“Shogun” and Jesus
Jesus didn’t show his power and honor in the way that Yoshimune does in the drama, namely in the way anyone cannot resist the power and everyone has no other choice than to bow down in front of his authority as the shogun.
Toshiki Toma
18.2.2018
18.2.2018
Predikun
Crux
Hið ofureinfalda snið verka Vissers, er allt annað en það sem skóp gömlu meisturunum orðspor sitt. Þar mætir okkur hið algera tóm þar sem áður var ýtarleg myndgerð. Verk hans verða eins og goðsagnirnar sem við lesum og við finnum það í framhaldi hversu vekjandi og skapandi þær eru. Krossinn hefur líka það eðli að hann spyr spurninga.
Skúli Sigurður Ólafsson
18.2.2018
18.2.2018
Predikun
Færslur samtals: 45