Trú.is

Pólstjarnan

,,Þótt ég gæfi allar eigur mínar og framseldi sjálfan mig, en hefði engan kærleika - væri ég engu bættari." Þetta stendur einmitt í Óðnum til kærleikans. Þessi texti er leiðarljós, pólstjarna sem við getum tekið mið af, en um leið verður það hlutskipti okkar að rísa upp gefn ranglæti og kúgun. Ekkert slíkt má umbera enda verður lögmálið að vera til staðar svo að allt haldist í föstum skorðum.
Predikun

Miklu þjappað í stutta sögu

Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir ykkur, kæru fermingarbörn að setjast á bekk hér í þessari kirkju og hlusta á sögurnar og nöfnin sem tengjast henni. Neskirkja er auðvitað hluti af landslaginu ykkar, hér gangið þið um planið á hverjum degi og mörg ykkar hafið kynni af starfinu hérna. En eins og við höfum sagt við ykkur í upphafi hvers dags þá eru miklar líkur á að þið eigið eftir að læra helling áður en þið haldið svo heim á leið að kennslu lokinni.
Predikun

Umber allt?

Eftir að ég hafði lokið lestrinum leit hún á mig, tortryggin á svip og spurði: „Bíddu hvað á nú þetta að þýða? ,,Umber allt”?”
Predikun

Já, Kain!

Á ég að gæta bróður míns? spyr Kain. Já, Kain, þú átt að gæta bróður þíns. Jafnvel þegar bróðir þinn fær meira en þú. Jafnvel þegar hann nýtur meiri hylli en þú. Jafnvel þegar þér finnst þú verða útundan. Jafnvel þegar þú ert svo gegnsýrður af afbrýðisemi að þig langar helst að drepa bróður þinn. Þá áttu að gæta hans. Og bróðir þinn, hver er það? Það er hver sú manneskja sem þú mætir og þarf á hjálp að halda. Það er gamla fólkið okkar. Öryrkjarnir okkar. Veika fólkið okkar. En líka hver sú manneskja sem liggur óvíg eftir árás ræningja, er í sárum vegna stríðs, hefur verið rænd, heimili, ástvinum, öryggi, Það er systir þín, það er bróðir þinn. Hvort sem þú þekkir þau eða ekki. Hvort sem þú hefur sömu skoðanir, sömu trú. Þú átt einfaldlega að gæta bróður þíns.
Predikun

Steinsteypa og nótnaborð

Einn sunnudaginn sem oftar sat hún í kirkjunni þegar messunni var að ljúka og eftirspil organistans hófst. Þá brast konan í grát. Tárin runnu niður kinnarnar og axlirnar skulfu af ekka...
Predikun

Ég sé þig!

Frelsisverk Krists er stærsta yfirlýsing Guðs „Ég sé þig, ég fórnaði öllu fyrir þig. Og nú er það Hann sem í okkar velmegunar- og efnishyggjusamfélagi, kallar „sjáðu mig, ekki gleyma mér, ég er kominn til þín í Kristi“.
Predikun

Kærleikur og fangelsi

Reynslan hefur sýnt okkur að kærleikurinn getur átt sér margan mótstöðumanninn – og kannski býr sá mótstöðumaður stundum í sjálfum okkur þegar öllu er á botninn hvolft. Okkur þykir það vissulega óþægilegt – og reynum að reka hann af höndum okkar. Og það tekst iðulega og jafnvel með glæsibrag.
Predikun

Vandinn að elska

Frá ómunatíð hafa átök og deilur verið hluti af lífi okkar hér á jörðu og sama hve langt við náum, sama hve miklar framfarir verða stöndum við mannfólkið enn þá frammi fyrir vandanum að velja rétt, að lifa í friði og að vera hvert öðru náungi. Við getum vel elskað, en við getum líka orðið syndinni að bráð og gefist upp fyrir illskunni. „Elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn“ segir í Fyrsta Jóhannesarbréfi.
Predikun

Ég á mér draum

„Það sem mig langar mest að fá að vera í framtíðinni er hamingjusöm manneskja – þar sem vinir, fjölskylda og ég sjálf hafa langt og sjúdómalaust líf. Ég vil líka vinna í górði vinnu og verða vel menntuð.”
Predikun

Við erum öll frá Draflastöðum

Sú menning sem ofsækir uppljóstrarann, er hún ekki í ætt við menninguna sem sveltir smalann? Hvað er það varðandi almannahag sem við höfum svona illan bifur á? Hvað er það sem veldur því að frelsi og öryggi almennings á ekki upp á pallborðið hjá almenningi?
Predikun

Kristur er fyrirmynd okkar og frelsari

Kirkjuklukkur kalla okkur til samfundar við Guð í húsi hans og þær senda okkur út til þjónustu við náungann og lífið.
Predikun

Eina leiðin til áhrifa

Það býr viska í náttúrunni, ævaforn lögmál sem eru stærri en við. Og þegar við brjótum þau verðum við landfólta í veröldinni. En við Íslendingar önsum engu svona. Við ræðum bara ný viðskiptatækifæri í þeirri staðreynd að íshella norðurskautsins er að hverfa með hækkandi meðalhita á jarðkúlunni og hækkandi sjávarmáli sem taka mun land frá milljónum, valda tíðari fellibyljum og matarskorti og auka líkur á styrjöldum. Við hlustum ekki.
Predikun