Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings
Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Jón Ásgeir Sigurvinsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Viðmiðið stóra
Við lifum á þessum árum eftir Krist. Nær öll saga mannkyns er auðvitað fyrir Krist – það er þetta merkilega niðurtal sem lifendur á hverjum þeim tíma voru auðvitað grunlausir um að ætti sér stað. Stórmenni og heimssögulegir viðburðir eiga sinn stað á skeiði sem metið er áður en atburðirnir gerðust sem við lesum um hér.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.12.2022
25.12.2022
Predikun
Efstu dagar
Sjóndeildarhringurinn umhverfist í kringum hvert og eitt okkar, bæði það sem skynjun okkar nemur og svo ekki síður hitt sem brýst um í huga okkar og sálu. Hversu endalausar eru þær víddir? Já, þar er að finna heilan alheim af myndum, frásögum, hugrenningum, minningum, vonum og upplifun. Heimsendir, er það okkar dauðans óvissi tími?
Skúli Sigurður Ólafsson
4.12.2022
4.12.2022
Predikun
Með heimsendi á heilanum
Heimsendir þarf þó ekki endilega að merkja það að veröldin sem slík líði öll undir lok. Hann getur verið endir á einu skeiði, heimsmynd, jafnvel hugmyndaheimi þar sem ákveðnir þættir voru teknir gildir og forsendur sem áður höfðu legið til grundavallar þekkingu og afstöðu, viku fyrir öðrum forsendum.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.12.2021
5.12.2021
Predikun
Í stormi
Ræða flutt á sjómannadegi fyrir nokkrum árum. Íhugunarefni eru textar sjómannadagsins. Upphafsbæn er sjóferðarbæn sem Jón Oddgeir Guðmundsson hefur komið á framfæri við marga sjómenn saminn af Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Jón Oddgeir var heiðraður á héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis 2021 fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu kirkju og kristni m.a. útgáfu á bílabæn og sjóferðarbæn, sem víða má sjá.
Guðmundur Guðmundsson
6.6.2021
6.6.2021
Predikun
Bústaður
Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
24.5.2020
24.5.2020
Predikun
Næring og náttúra
Þessi tvö dæmi geta verið framlag trúarsamfélaga, sagði Halldór Þorgeirsson, að efla andlega næringu andspænis neysluhyggju og að efla vitund um einingu. Og í þriðja lagi, að efla vonina. Við erum stödd á rófinu milli vonar og ótta. Trúin þarf að vera uppspretta vonar, raunhæfrar vonar. Vonin má ekki vera tálsýn eða óskhyggja heldur trúverðug bjartsýni - að horfast í augu við vandann en líka átta sig á lausnunum.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
22.1.2020
22.1.2020
Predikun
Ástin eða feigðin?
Jónas hugleiddi hlátur álfkonunnar og velti því fyrir sér hvað hann þýddi – var það ástin eða feigðin? Sú spurning mætir okkur á öllum krossgötum lífs og tíða. Hún svífur líka yfir vötnum í textum gamlársdags.
Skúli Sigurður Ólafsson
1.1.2020
1.1.2020
Predikun
Skógarmessa Tinnuskógi á Landnyðringsskjólsbökkum í Breiðdal
Við erum umvafin trjám og gróanda sumarsins. Mikið undur er það, þessi lifandi sköpun sem skrýðir jörðina. Í daglegu lífi finnst okkur þetta gjarnan sjálfsagt og venjulegt. Sumarið kemur og allt sem því fylgir.
Gunnlaugur S Stefánsson
1.9.2019
1.9.2019
Predikun
Færslur samtals: 9