Trú.is

Þjónusta í trausti

Við erum ekki tilbúin til að lúta valdi ef við treystum ekki þeim er valdið hefur. Traustið er því forsendan fyrir því að við viljum lúta valdi. Vald Jesú Krists, sem byggist á kærleika og umhyggju er vald sem við getum treyst.
Predikun

„... með einum huga stöðug í bæninni“

Það að þú ert kölluð til Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík en vígð hér af biskupi Íslands í dómkirkju landsins, minnir á það sérstæða samband sem er milli þessara tveggja safnaða.
Predikun

Viljirðu líkjast lífi hans ...

Kirkju Krists er ætlað að vera heilsulind þar sem orð og áhrif og andi miskunnsemi og friðar og fyrirgefningar syndanna á sér skjól og er iðkað með orði og athöfn og helgum hefðum sem laða fram hið góða og fagra í mannlífi og samfélagi. Sú laðan, boðun, vitnisburður, er kristniboð.
Predikun

Sólstafir himins á jörðu

Guðspjall allra heilagra messu er sæluboðin. „Sælir eru....“ segir Jesús enn og aftur, níu sinnum alls, eins og þrisvar sinnum þrjú klukkuslög, bænaslög sem berast gegnum dagsins ys og óró hjartans. Sæla er gjarna sett í samhengi við algleymi og þá yfirleitt annars heims. En Jesús tengir það einhverju sem er yfirmáta jarðneskt og hversdagslegt. Er það ekki makalaust?
Predikun

Sendiboðarnir

Við höfum sannarlega margt að gleðjast yfir í okkar samtíð í þeirri sendiför, sem þjóðkirkjan er. Því sendiför er hún, send af Kristi til að vitna um hann í orði og verki. Og oft fáum við að reyna og sjá opnar dyr, kraft fagnaðarerindisins, máttinn sem sigrar í veikleika.
Predikun

Líkfylgd í Nain og lífs-fylgd lausnarans

Hver kennir annars í brjósti um í samtíð okkar, erum við ekki umfram allt upptekin af því aðflýja sársaukann, erum við ekki umfram allt upptekin af því að leita málsbóta, skýringa, skilgreininga? Hver finnur til með börnum og unglingum á Íslandi í dag, í þeim flókna og ögrandi heimi sem þau búa við?
Predikun

Heimboðið

Komið - allt er tilbúið!” Þú þarft ekki að sanna þörf, löngun eða leggja fram vottorð um frammistöðu í trú, þú þarft aðeins að þiggja. Kirkjan okkar, þjóðkirkjan, er framhald heimboðsins. Hún er í sjálfu sér verkfæri, sakramenti náðarinnar. Og þess þurfum við að minnast. Í okkar samtíð og menningu þar sem kröfuharkan vex, þar sem óbilgirnin og heimtufrekjan vex, þar sem lögmálshyggjan læðir krókum sínum æ víðar inn.
Predikun

Skírn og vígsla Jesú, og þín

Vegferð Krists hún liggur líka hér um, og hvar sem þú ert. Þegar þú varst skírð, þá var hann þar líka hjá, merki krossins og birta himinsins og rödd Guðs sem sagði við þig:„Þú ert mitt elskað barn!“ Þar varstu vígð til þess hlutverks að fylgja honum, treysta, þjóna, hlýða, elska. Og hann vígði þig sér og gaf sér perluna dýru. Þetta er kristnin.
Predikun

Eitt er nauðsynlegt!

Guðspjall dagsins er sagan af Mörtu og Maríu í Betaníu. Við þekkjum þá sögu vonandi öll. Orð Jesú við Mörtu: „Þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu. En eitt er nauðsynlegt!” „Eitt er nauðsynlegt!” Og víst könnumst við við það! Daglangt glymur í eyrum af ótal rásum áróðurinn og áreitin sem brýna fyrir okkur að eitt og annað sé nauðsynlegt af því sem í boði er. „Eitt er nauðsynlegt! og það fæst hjá mér,” segja þeir, hver um sig. „Eitt er nauðsynlegt”!
Predikun

Með einum huga stöðug í bæninni

Mikið er nú undursamlegt að fá þessi orð, þessi skilaboð með sér frá vígsludegi. Gefið þessum orðum gaum, kæru vígsluþegar, já, við skulum öll hugfesta þau. Þau lýsa því þegar uppstigningardagur var að baki og hvítasunnan framundan. Að baki voru 40 gleðidagar, þar sem hver stund, sérhver dagur var borinn uppi af návist hins upprisna Jesú.
Predikun

„Sáðmaður gekk út að sá ...“

Í dag er Biblíudagurinn. Hátíð heilagrar ritningar í kirkjunni. Vissulega eru allir dagar kirkjunnar Biblíu-dagar, því á grundvelli hennar, á grundvelli orðsins er kirkjan reist, líf hennar og iðkun er vitnisburður um lífsins orð. Guðspjall dagsins er dæmisaga Jesú um sáðmanninn og hina fernskonar sáðjörð. Vart er hægt að hugsa sér betra veganesti á vígsludegi. "Sáðmaður gekk út að sá...." ég þarf ekki að rekja þessa sögu, við kunnum hana öll, og ef ekki, þá skulum við fletta henni upp og lesa í kvöld. Myndin er svo ljóslifandi. Sáðmaður gekk út að sá.
Predikun

Trúin bjargar

Það er kristniboðsdagur. Guðspjall kristniboðsdagsins heyrðum við lesið hér við vígslulýsinguna. Kirkjan er svarið við bæn og ákalli Jesú: biðjið herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Kirkjan er sendiför hans með fagnaðarerindið. Samvera okkar hér í dag, þegar þið, kæru vinir, Haukur Ingi, Hólmfríður Margrét og Sigfús takið heilaga vígslu er framhald þeirrar sendifarar. Þið eruð send, verkamenn til uppskerunnar, til að boða trúna á frelsarann Krist.
Predikun