Trú.is

Fyrsta persóna fleirtölu

Lykilorðið í upphafi stólræðu á fyrsta sunnudegi eftir kosningar er þó ekki nafn Hölllu Tómasdóttur og keppinauta hennar. Nei það er fyrsta orðið sem hér var nefnt: „Við“: Fyrsta persóna fleirtölu. Hún ólík fyrstu persónu eintölu – sem stundum tröllríður textum og frásögn. Þá ættu rauðu flöggin að fara á loft og grunsemdir að vakna um að egóið hafi vaxið meira en góðu hófi gegnir. Ég-ið drottnar þá yfir öllu og öllum.
Predikun

Spónninn í askinum

Ritningin er raunhæf, því eins og segir í lexíunni, þá mun fátækra aldrei verða vant í landinu. En hinir fátæku eiga samt aldrei að líða skort og tapa sjálfsvirðingu sinni – til þess eiga hinir ríku að sjá. Biblían setur fram allt annað viðhorf til eignaréttarins og til þess að njóta ávaxta sköpunarinnar en hið vestræna sjálfseignarviðhorf. Skv. Biblíunni höfum við fengið ávexti jarðar að gjöf og jörðina og landið að láni.
Predikun

George Floyd, Job og Jósef K.

Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Predikun

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Að hafa ekki tíma

Þarna var ekki safnað í hlöður og hlaðið undir sig heldur vann fólk saman að því að gera það besta úr því sem það hafði hverju sinni. Það átti ekki nema hvert annað að og verðmætin þau mestu, fólgin í hverri manneskju sem komst af og til manns og hélt áfram brauðstritinu í sveita síns andlits.
Predikun

Hvaðan þiggjum við líf?

Í guðspjalli dagsins varar Jesús þau sem njóta velgengni við: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ segir hann. Þetta eru góð og skynsöm ráð, í orðum Jesú er ekki falin fordæming á velgengni og auði, því auður eða ríkidæmi eru ekki vandamálið, heldur neikvæðir ávextir þeirra.
Predikun

Það er flókið að eiga peninga

Þetta er ekkert flókið. Allt frá dögum Móse hefur það verið skylda okkar að sjá um þau sem eru fátæk á meðal okkar. Og allt sem Jesús segir og gerir staðfestir þessa skyldu. Ekki af því að það er rangt í sjálfu sér að eiga peninga eða eignir. Ef við erum svo lánsöm að líða ekki skort á því sviði eigum við að njóta þess. En ef eignir okkar svipta okkur kærleikanum til náungans, ef eignir okkar gera okkur skeytingarlaus um fátækt annarra, jafnvel svo skeytingarlaus að við felum peningana okkar, þá er græðgin búin að blinda okkur sýn.
Predikun

Að gefa af sér - með gleði

Og þegar við gefum ættum við að gefa af gleði. Til dæmis þegar við stöndum frammi fyrir fullum vaski af óhreinu leirtaui sem öllum stendur á sama um nema okkur. Ef við tökum þá ákvörðun að þvo upp ættum við að gera það með gleði, ekki ólund. Þannig blessum við hvern bolla og hverja skeið og uppskerum innri blessun og andlegan vöxt með endurnýjuðu hugarfari.
Predikun

Grænt

Reykjavíkurskáldið Tómas orti, að gömlu símastaurarnir grænkuðu á ný, við yndisleik vorsins og öll skiljum við hvað hann er að fara. Grænn er litur lífs og góðra væntinga.
Predikun

Rétt verðmerking

Hvar fiskum við? Við ruglum stundum, víxlum miðum, grípum hið ómerkilega og sjáum ekki dýrmætin. Kierkegaard er ekki einn um að minna okkur á víxlmerkingar.
Predikun

Líka í sjávarútvegi

Hæst náði ég upp í 95 km. hraða á klukkustund, liggjandi fram á stýrið á litla græna Honda SS50 hjólinu mínu, og svo tók ég beygjuna til hægri inn á Sæbrautina og lagði metnað minn í það að hægja ekki á fyrr en í fulla hnefana. Ég dýrkaði hraða - alveg þar til dag einn...
Predikun

Silfurhúðin

Eins er með ríka bóndann í sögu Jesú. Það fer engum sögum af því að hann hafi fundið leiðir til að nýta fé sitt. Hann notaði það ekki til að gleðja sig og aðra. Hann horfði ekki í kringum sig. Hann gladdi ekki ástvini sína. Hann leitaði ekki uppi þau sem þurftu á hjálp hans að halda. Hann varði öllum sínum tíma í að hugsa út snjallari fjárhagsáætlanir, stærri hús til að geyma auðinn.
Predikun